Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 31

Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 31
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Freyja Leópoldsdóttir mótorkrossari er nýbúin að eignast splunkunýtt Honda 125, CR hjól árgerð 2007. Í sumar ætlar hún að keppa með vinkonunum í Honda-liðinu og hjóla með fjölskyld- unni sem öll er á kafi í sportinu. „Pabbi byrjaði í sportinu fyrir mörgum árum en lagði það síðan á hilluna. Þegar bróðir minn fékk áhuga á skellinöðrum vildi pabbi frekar koma honum í mótor- krossið og í kjölfarið fylgdi öll fjölskyld- an,“ segir Freyja. Mótorkrossið er mikið fjölskyldusport sem hentar öllum að sögn Freyju sem finnst gaman að fara í ferðir með fjölskyld- unni og geta átt sameiginlegt áhugamál. Freyja byrjaði í sportinu fyrir tveimur árum síðan og heillaðist frá fyrstu stundu. „Ég ákvað að starta með trompi og fór strax að keppa, á eigin vegum. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var páskamót í fyrra og þá mætti ég í páskabúningi sem var nú meira grín en hitt,“ segir Freyja hlæjandi. Síðan þá hefur hún keppt á fjölda móta og síðasta sumar fengu mótorkrossstelp- urnar sinn eigin flokk. Í ár mun Freyja keppa ásamt þremur vinkonum undir merkjum Honda og ætla þær að hefja keppnissumarið á Klaustri í lok maí. „Stelpurnar í mótorkrossinu eru alltaf að verða fleiri. Í dag erum við um hundrað og það var kominn tími til að fá eigin kvenna- flokk,“ segir Freyja. Honda-liðið hefur verið við stífar æfing- ar í vetur bæði á hjólunum og í ræktinni en að sögn Freyju er gott líkamlegt ástand forsenda fyrir árangri í sportinu. „Við stefnum á þátttöku í öllum keppn- um í sumar. Þeir sem styrkja okkur eru Maarud, Ibiza og Mojo en nú vantar okkur bara fleiri styrktaraðila svo við getum slegið í gegn í sumar,“segir Freyja. Heima- síða mótorkrossstelpnanna er www. mxgirlz.tk. Ætla að slá í gegn Hafðu það ljúft um helgina Grensásvegi 48 gallerikjot.isOpið virka daga frá kl 10 -19 Laugardaga frá kl 11 -17 Lambafile

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.