Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 35
Kate Moss hannar fatalínu
fyrir Topshop.
Fyrirsætan Kate Moss prýðir
forsíðu nýjasta tölublaðs breska
Vogue-tímaritsins, þar sem hún
sést í stuttum bláum kjól en hann
er hluti fatalínu sem hún vann
fyrir Topshop.
Moss afhjúpar hluta fatalínunn-
ar í tíu blaðsíðna myndaþætti, þar
sem hún situr að sjálfsögðu sjálf
fyrir í sex flíkum. Fatalínan telur
hins vegar alls 80 flíkur, sem eru
velflestar undir áhrifum frá
„vintage“ kjólasafni hönnuðarins
sjálfs.
Moss tjáir sig um hönnunina í
tímaritinu og segist hafa viljað
gera fatnaðinn ögn ögrandi. „Þótt
maður vilji klæðast sætum kjól,
þarf hann ekki endilega að vera
sætur og sakleysislegur,“ útskýrir
hún. „Ég komst nýverið yfir bók
um næturklúbbinn Studio 54 og
vildi hafa fötin svolítið í anda
hans.“
Fatalína Moss verður fáanleg í
verslunum Topshop og hægt verð-
ur að panta föt úr henni á heima-
síðu Topshop. Eintak af breska
Vogue tímaritinu verður fáanlegt í
íslenskum bókabúðum í þarnæstu
viku.
Fatalína frá Kate Moss
Hönnuðirnir Viktor og Rolf eru
þekktastir fyrir þematengdar
tískusýningar og nútímalegar
útfærslur á sígildum flíkum.
Félagarnir Viktor og Rolf eru
einna heitustu hönnuðirnir í dag,
enda hanna þeir dýrlega falleg
föt sem margir heillast af eins og
Cate Blanchett og fleiri stjörn-
ur. Þeir eru þekktir fyrir tilkomu-
miklar og þematengdar tískusýn-
ingar og skín af sýningum þeirra
að þeir leggja miklu vinnu í þær
og eru afar sérvitrir.
Á tískusýningunni í París settu
þeir á svið afar sérstaka sýningu
en ekki voru allir á eitt sáttir um
hvernig til tókst. Fyrirsæturnar
gengu niður tískupallana með
ljósabúnað á öxlunum á trékloss-
um og óttuðust sýningargestir að
stúlkurnar dyttu. Síð pils og víðar
kápur voru hengdar upp í ljósa-
búnaðinn og voru eins og útbreidd-
ir vængir.
Með ljósabúnaðinn á
öxlunum á tréklossum
Smáralind