Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 67

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 67
K aren er bandarísk og uppalin í smábæ í Ohio. Hún gekk í háskóla í Toronto og kynntist þar manni frá Súdan. Árið 1981 byrjaði hún að aðstoða flóttamenn frá nágrannaríkjum Súdans. Nú býr hún á Gazaströndinni og að- stoðar Palestínumenn, sem hafa verið landflótta í nærri sextíu ár. Stofnunin sem Karen stýrir er elsta flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna. Henni var komið á laggirnar árið 1949 og þjónar þeim sem bjuggu í Palestínu í júní 1946 til maí 1948 og misstu hvort tveggja heimili og lifibrauð vegna sjálfstæðisstríðs Ísraela árið 1948. Börn og afkomendur flóttamann- anna njóta einnig aðstoðar UNRWA. Nærri sextíu árum síðar bólar ekk- ert á lausn þessa fólks. Það fær ekki að snúa aftur heim og hópur- inn, sem árið 1950 var um 914.000 sálir, er nú 4,3 milljóna fjöld. Flóttamennirnir búa á hernumd- um svæðum Ísraelsmanna í Pal- estínu, í Jórdaníu, Sýrlandi, Líb- anon og víðar. Í þessum löndum eru þeir auðvitað ekki ríkisborg- arar, en njóta í nokkrum mæli al- mennra borgararéttinda. Það sem voru upphaflega bráða- birgðatjöld flóttamanna, eru nú fátæktarhverfi sem hafa samvax- ið borgunum. „Ég get séð muninn, en almennur vegfarandi getur illa greint hvar borginni sleppir og flóttamannabúðirnar byrja,“ segir Karen. Þriðjungur flóttamannanna býr á þeim svæðum sem eru skil- greind sem flóttamannabúðir, en hinir hafa komið sér fyrir annars staðar í borgunum. UNRWA þjón- ar þeim öllum og sér fyrir lág- marks velferðarkerfi. Flóttamannaaðstoðin er með 23.000 starfsmenn, flestir þeirra eru palestínskir flóttamenn. Þeir þjóna um 4,3 milljónum flótta- manna og sjá þeim fyrir grunn- skólakennslu og lágmarks læknis- þjónustu. Einnig veitir stofnunin smálán til bágstaddra fjölskyldna og athafnamanna sem vilja hefja atvinnurekstur. Atvinnusköpun er það sem helst sker aðstoð við Palestínumenn frá annarri flótta- mannaaðstoð. „Þegar neyðin er mest, veitum við þeim bágstödd- ustu þriggja mánaða atvinnu. Annars bjarga þau sér oftast sjálf í samfélaginu, því þetta er afar vel menntað fólk upp til hópa. Mennt- un er mikilvægt grunngildi í menningu Palestínumanna. Ólæsi er lítið og jafnvel árið 1960 var jafnt kynjahlutfall í skólunum,“ segir Karen. Þrátt fyrir að UNWRA sé í grunninn ópólitísk mannúðar- stofnun, segir Karen að starfs- mennirnir séu farnir að sjá sig knúna til að tjá sig um ástandið og sérstaklega um pattstöðuna sem ríkir, eftir að friðarviðræður lögð- ust af. „Þetta er farið að hafa graf- alvarleg áhrif. Við teljum að það sé bráðnauðsynlegt að menn tali saman. Það verður að vera friðar- ferli í gangi. Stríðandi fylkingar verða að bekenna hvor aðra til að geta náð árangri.“ Hún tekur undir ummæli Abdúlla Jórdaníukonungs, þegar hann ávarpaði bandaríska þingið með þeim orðum að ástandið í Palest- ínu væri rót átaka í Mið-Austur- löndum og því þurfi heimurinn að beita sér fyrir lausn á vanda Pal- estínumanna. „Við reynum að gera þetta líka, að benda á mikilvægi þess að voldugir aðilar báðum megin borðsins tryggi að skilyrði viðræðna séu fyrir hendi.“ Karen harmar að Ísraelsmenn hafi ekki nýtt tækifærið sem gafst þegar Abbas varð forseti Palest- ínsku heimastjórnarinnar. „Hann var allan tímann andsnúinn of- beldi, en þeir hjálpuðu honum ekki neitt. Þeir nýttu sér [intifada upp- reisnina] sem afsökun til að klára ekki málið.“ Aðspurð hvort smáríki eins og Ísland geti lagt nokkuð að mörk- um í svo flóknum átökum, segir Karen að Ísraelsmenn og Arabar vinni hörðum höndum að því að fá þjóðir heims með sér í lið. Því geti öll ríki innan Sameinuðu þjóðanna lagt sitt af mörkum. Það sé alls ekkert lítið að hafa eitt atkvæði hjá SÞ. Það sé jafn mikið og allar hinar þjóðirnar hafa. Velferðarkerfi vegalausra manna Enn fjölgar palestínskum flóttamönnum í búðum Sameinuðu þjóðanna sem stofnaðar voru árið 1949. Nú leita þangað Palestínumenn sem höfðu flúið til Íraks. Karen Koning AbuZayd, framkvæmdastjóri flóttamannaaðstoðar SÞ við Palestínumenn, var stödd hér á landi í síðustu viku og spjallaði við Klem- ens Þrastarson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.