Fréttablaðið - 10.03.2007, Qupperneq 70
S
em sé, einróma lof, vin-
sældir og virðing. Allt
það besta sem lista-
maður getur búist við.
Skyldi Hugleikur hræð-
ast bakslag? Er hann
stressaður fyrir væntanlega dóma
fyrir Leg?
„Nei, ég held ég sé ekkert stress-
aður. Ég man alveg þegar ég var
kvikmyndagagnrýnandi sjálfur,
þá hugsaði ég að ef ég myndi fá
slæma dóma þá ætlaði ég ekki að
verða fúll. En auðvitað getur
manni fundist dómar óréttlátir,
ekki skrifaðir af neinu viti. En
hvað getur maður gert? Er hægt
að kvarta yfir dómum án þess að
það komi út eins og maður sé bara
hörundsár? Ég held að það eina í
stöðunni sé að halda virðingunni
og taka ekki dóma til sín.“
En svona fyrir utan viðbrögð
gagnrýnanda – skipta viðbrögð
lesenda þig máli?
„Já, það er rosa gott að fá hrós.
Sérstaklega í gegnum myspace-
síðuna því þá þarf maður ekki að
sýna nein viðbrögð. Ég fer alltaf í
hálfgerðan hnút þegar verið er að
hrósa mér.“
Þegar maður les teiknimynda-
bækurnar þínar flettir maður og
flissar og finnst stundum að maður
sé hálfgerður viðbjóður að vera að
flissa yfir þessu. Myndirðu segja
að það sé sama upplifun af leikrit-
unum þínum?
„Það er svipaður hrynjandi, jú. Í
bókunum flettirðu og færð nýjan
og nýjan brandara og þegar ég hef
fylgst með viðbrögðum áhorfenda
við þessum leikritum þá er hlegið
ótrúlega reglulega, á sirka tuttugu
sekúndna fresti. Það er held ég
svipað og gerist þegar fólk horfir
á farsa. Eða allavega velheppnað-
an farsa.“
Hugleikur segir að upphaflega
hafi nýja leikritið átt að heita
„Abortion – the musical“, en þegar
hann breytti því í „Leg“ hafi fyrst
allt farið í gang.
„Ég var í miklu sambandi við
Stefán Jónsson leikstjóra þegar ég
var að skrifa þetta. Um leið og ég
var búinn að segja honum sögu-
þráðinn var hann kominn með
mjög skýrar hugmyndir um
áherslurnar í verkinu. Svo var
þetta þróað áfram í sameiningu.“
Segðu nú væntanlegum áhorf-
endum lauslega frá söguþræðin-
um.
„Í einni setningu er hann
„Robocop meets Sound of music“,
en Leg er sem sagt um mennta-
skólastelpu í Garðabæ sem verður
ólétt á afmælisdaginn sinn sem er
sami dagur og foreldrar hennar
segja henni að þau ætli að skilja,
kærastinn hennar segir henni upp,
bróðir hennar fær fuglaflensuna
og besta vinkona hennar ákveður
að taka þátt í Bachelor. Hún verð-
ur því hálf utanveltu og það geta í
raun ekki margir sýnt henni stuðn-
ing. Hún fer því ein í eins konar
ferðalag til að komast að því hvað
hún eigi að gera. Hvort hún á að
eiga barnið eða ekki.“
Er boðskapur með verkinu?
„Tja, það má greina leikritið
sem vangaveltur um endurkomu
Jesúbarnsins. Gamla leikritið mitt
var skólaverkefni og nemendurn-
ir greindu það sem nokkurs konar
ákall á Guð. Án þess að vilja það
þá held ég að ég sé alltaf að pre-
dika eins og einhver vitleysingur.
Ég er svo mikill móralisti. Alltaf
að segja við áhorfendur: skamm-
ist ykkar!“
Hugleikur hélt upp á 10 ára afmæli
sitt árið 1987. Fyllist hann ljúfsárri
nostalgíu þegar hann heyrir í Billy
Idol og er hann fyrstur mættur,
flaggandi neonstaut á næntís-böll-
um Curvers og Kiki-ow?
„Nei. Ég hef eiginlega alltaf
verið eftir á eða með einhvern
asnalegan lúðasmekk. Billy Idol
fílaði ég reyndar þegar ég var
krakki og svo var ég í Michael
Jackson-lestinni þegar ég var 10-
11 ára, en hoppaði reyndar tíman-
lega af henni. Næntísið var Haga-
skóli og síðan Kvennó og ég byrj-
aði ekkert að fara á böll fyrr en
einhvern tímann í Kvennó. Svo
tónlist frá þessum tíma gerir ekk-
ert fyrir mig. Ég var bara að hlusta
á Jethro Tull einhvers staðar í
leyni.“
Hvernig krakki varstu – vinsæli
strákurinn eða nörd?
„Ég myndi helst skilgreina mig
á þessum tíma sem veggjalús sem
slapp þó alveg við einelti. Það var
náttúrlega fullt af kvikindum í
Hagaskóla. Það var mikið einelti –
maður var alveg vitni að mesta
kvikindisskap í heimi. Stundum
skvettist smá kvikindisskapur á
mann sjálfan. Ég horfði á ofbeldið
án þess að taka þátt í því. Vor-
kenndi bara lúðunum rosalega sem
voru teknir fyrir.“
Var Hugleiks-nafnið ekkert
notað gegn þér?
,,Nei, ekki nema að í áttunda
bekk var ég kallaður Ástríkur. Mér
fannst það nú bara skemmtileg til-
vísun.“
Hugleikur var einn af þeim sem
skrifuðu síðasta áramótaskaup.
Nú er nýtt ár rétt byrjað en samt
finnst manni að það sé komið nóg
efni í ágætis skaup.
„Það má segja það, já. Byrgis-
málið og sérstaklega Breiðavíkur-
málið eru þó eiginlega of viðbjóðs-
leg til að þar sé hægt að taka ein-
hvern grínpól í hæðina. Klámmálið
væri hins vegar upplagt enda virð-
ast allir hafa rangt fyrir sér í því
máli. Allir eru einhvern veginn
jafn miklir vitleysingar.“
Hver er rétta skoðunin á því
máli?
„Æi, ég veit það eiginlega ekki.
Þetta klámfólk sem ætlaði að koma
hingað er bara einhverjar aumk-
unarverðar klámdrottningar og
aumkunarverðir tölvumarkaðs-
fræðingar og voru þannig séð ekk-
ert að koma hingað til að klæmast
á Lækjartorgi. Þetta lið er bara al-
gjörir lúðar. Þegar er verið að
banna einhverjum lúðum að koma
til landsins … Æi, það er nú bara
frekar lúðalegt líka!“
Hvernig sérðu framtíðina, hvað
áttu eftir að gera?
„Ég ætla bara að gera mynda-
sögur þangað til ég þorna upp. Og
skrifa það sem ég kemst í. Þeir hjá
Penguin ætla svo að gefa út bók
númer tvö – Bjargið okkur – sem á
að heita Is that supposed to be
funny? Fyrsta bókin seldist víst
rosalega vel þótt ég viti ekki hvað
ég er búinn að græða á henni.
Tékkarnir koma svo seint í þessum
bókabransa.“
Hvar finnurðu fyrirmyndirnar í
verkin þín?
„Það er nú bara mannfólkið í dag
og fólkið í kringum mig. Maður
þarf bara að hlusta á fólk tala og
snúa síðan út úr því, setja hlutina í
annað samhengi.“
Ertu enn þá alltaf í strætó?
„Nei, reyndar ekki. Ég er ekki
með bílpróf en ég er bara orðinn
enn meiri innipúki en ég var. Það
er ekkert sérstaklega gott fyrir
mig. Mér finnst gaman að kýla og
keypti mér boxpúða til að fá ein-
hverja æfingu, en er reyndar ekki
búinn að hengja hann upp enn þá.
Svo er ég líklegast að flytja út
seinna á þessu ári. Ég og kærast-
an. Holland og Bretland koma
helst til greina. Maður hefur nú
bara gott af því að fara frá Ís-
landi.“
Er ekkert á döfinni að fara að
fjölga sér?
„Ha ha ha … Nei, það er ekki
planað.“
Af hverju ekki?
„Af hverju ekki?! Nú það er bara
svo mikið að gera!“
Dr. Gunni
tekur viðtal
Hugleikur Dagsson verður þrítugur í október.
Miðað við aldur er hann búinn að afkasta heilan
helling af æðislegu stöffi. Þjóðleikhúsið frum-
sýndi Legið hans á fimmtudaginn við gargandi
fögnuð áhorfenda; í fyrra fékk hann Grímuna
fyrir fyrsta leikverkið sitt, Forðist okkur, og hon-
um hefur tekist það ómögulega: að gera vinsælar
teiknimyndasögur á íslensku, sjö talsins, og eina á
ensku sem Penguin gaf út í fyrra.