Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 76
Ofurbloggarinn Steingrímur Sævarr Ólafsson er nýsestur við stjórnvölinn á frétta og dægurmála- þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Fréttablaðið tók hann í yfirheyrslu um allt annað en fjölmiðla. Hvernig líður þér á settinu? Yfir- leitt bara nokkuð vel, takk fyrir. Verst þegar klósettpappírinn klárast. Varstu annars með eitt- hvað annað sett í huga? Enginn sviðsskrekkur? Nja, ekk- ert alvarlegt. Alltaf léttur og góður fiðringur fyrir hverja út- sendingu, en það er góð tilfinning og heldur manni á tánum. Hvert er takmarkið? Að vera betri í dag en í gær og betri á morgun en í dag. Draumaviðmælandinn? Það hefði verið gaman að taka góðan debatt við Adolf Hitler í beinni útsend- ingu, en af núlifandi einstakling- um, ætli Paul McCartney og Rafa Benitez myndu ekki sóma sér vel í sófanum í Íslandi í dag. Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Toppar nokkuð fæðingu af- kvæmisins? Hef að öðru leyti átt margar hamingjustundir sem ósanngjarnt væri að gera upp á milli. Hvað þolir þú ekki í fari annarra? Ósanngirni, óheiðarleika, óstund- vísi og óhróður um aðra. Ó virðist lykillinn að óþoli mínu. Dýrmætasta eignin? Minning- arnar. Annars eru það bækurnar mínar. Hvar myndir þú búa ef þú hefð- ir algerlega frjálst val? Er Keops- píramídinn ekki laus enn þá? Spurning um að bæta við einum eða tveimur gluggum samt. Uppáhaldsbókin þín? Góði dátinn Svejk, ekkert toppar þá bók. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búning sem er. Í hverju ferðu? Ég myndi vera Ósýnilegi maðurinn. Hvaða lifandi persónu berðu mesta virðingu fyrir? Maður á að bera virðingu fyrir öllum lifandi persónum. Ég fékk gott uppeldi skal ég segja þér. Hvaða frasa ofnotar þú? „Komiði sæl, þetta er Ísland í dag.“ Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Egyptaland, eigum við að segja um það bil sem 18. konungsættin var að koma sér vel fyrir? Ég væri alveg til í að skoða mig um á þeim tíma sem heillar mig einna mest. Til vara myndi ég stilla á að hitta Muster- isriddarana í Landinu helga í smá tíma og svo er það Liverpoolborg í kringum 1960 og fylgjast með uppgangi Bítlanna. Hvað gerir þig þunglyndan? Þegar Liverpool tapar. Ég þoli ekki þegar Liverpool tapar. Þoli það ekki. Ég þoli ekki þegar Liverpool tapar, þoooooli það ekki. Hvernig slappar þú af? Með því að loka augunum og jafnvel stundum eyrunum. Bókstaflega. Frægasti forfaðir þinn? Held að það hljóti að vera franski duggar- inn sem kom við á Vestfjörðum í den og laumaði brúnu augunum og Arnardalsættarnefinu inn í ætt- ina. Veit reyndar ekki hvað hann hét. Áttu þér neyðarlegt leyndarmál? Jamm. En ef ég segi frá því, þá er það ekki lengur leyndarmál, bara neyðarlegt. Ef þú hefðir ofurafl, hvert myndi þitt vera? Ofurgóður. Það er flott. Hvað er uppáhaldsorðið þitt? Já. Ef einhver myndi gera kvikmynd um líf þitt, hver ætti að leika þig? Þar sem myndin yrði eingöngu fyrir alþjóðamarkað, þá yrði það John Cusack. Hvaða lag myndir þú vilja láta spila í jarðarförinni þinni? Fjöl- skyldan þekkir skyldulögin en svo væri gaman að láta eitt gott 80´s lag fylgja með. Hvernig viltu að fólk minnist þín? Brosandi. Hvað er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu? Að ekkert líf er án dauða og enginn dauði er án lífs. Ég þoli ekki þegar Liverpool tapar. Þoli það ekki. Ég þoli ekki þegar Liverpool tapar, þoooooooli það ekki. SMS LEIKURV inn ing ar ve rð a a fh en dir hj á B T S m ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 99 kr /sk ey tið . Sendu SMS JA BCF á 1900 og þú gætir unnið bíómiða fyrir tvo! 8 H V E RV I N N U R ! Vinningar eru bíómiðar, fullt af Pepsi, DVD myndir og margt fleira!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.