Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 18.03.2007, Síða 10
„Maður þarf að vita allt fyrst- ur, geta allt betur og vinna frá 7 á morgnana til 12 á miðnætti og vanda sig allan tímann.“ Aðskilnaðarstefnan afnumin „Þetta er náttúrulega bara ein af þessum stóru hljóm- sveitum í tónlistarheimin- um og það þarf ekki að rýna mikið í texta hennar og lög til að sjá hversu sterka guð- strú hljómsveitarmeðlim- ir hafa,“ segir Guðni Rúnar Agnarsson sem hyggst fjalla um guðfræði í tónlist U2 á Rás 2 klukkan þrjú í dag. „Auðvitað er bara hægt að hlusta á þetta sem venjulega rokktónlist og hafa gaman af en ég ætla að reyna að varpa ljósi á þessa dýpt sem býr í tónist þeirra og hvernig hún hefur snert mig. Reyna að opna einhverjar gáttir til hálfs þannig að þeir sem hafa áhuga geti sjálfir reynt að skilja tónlist þeirra,“ út- skýrir Guðni. Hann segist alltaf hafa hlustað mikið á þá sem rokkhljóm- sveit og fylgst grannt með gangi mála. „En smám saman uppgötv- aði ég þessa dýpt og þá opnað- ist tónlist þeirra fyrir mér. Þarna eru fleiri fletir og þeir vilja snerta einhverja dýpri strengi með tónlist sinni,“ segir Guðni. U2 er meðal áhrifamestu og vinsælustu hljómsveita í heimi. Sveitin var stofnuð í Dublin undir lok áttunda áratugarins og sló fyrir al- vöru í gegn á Live Aid tón- leikunum á Wembley 1985 þar sem söngvari sveitar- innar, Bono, fór hamförum á sviðinu. Á fyrstu árum sveitarinn leit þó út fyrir að samstarf fjórmenningana myndi ekki lifa eins lengi og raun ber vitni. The Edge, Bono og Larry Mullen jr. voru allir virkir þátttak- endur í trúarsöfnuðinum Shalom en stór hluti safnað- armeðlima voru listamenn sem töldu sig hafa fund- ið réttan farveg fyrir list sína í guði og trúnni. „Adam Clayton stóð hins vegar fyrir utan þetta og sætti sig ekki við að þetta hefði svona mikil áhrif á störf sveitarinnar,“ segir Guðni en þeim tókst að leysa úr þessum ágreiningi sínum og sögðu sig seinna meir úr þessum söfnuði. „Reynd- ar hefur Bono alltaf sagt að Clayton sé mest andlega sinnaður af þeim öllum,“ bætir hann við. Guðni segir að ekki sé meira eða minna af kristn- um boðskap í textum þeirra í dag. „Hann er kannski ekki jafn berorður og hann var á til dæmis October sem kom út í byrjun níunda ára- tugarins en þar sungu þeir Gloria og Rejoice. Á síðustu plötunni ákalla þeir síðan Jahve. Þeir hafa einfaldlega fundið sína trú og fylgja henni,“ útskýrir Guðni sem þó hefur ekki hlotnast sá heiður að komast á tónleika með sveitinni. Togarinn Vestmannaey VE 444 er nýkominn til Vest- mannaeyja eftir að hafa verið í smíðum í Póllandi. Útgerðarfyrirtækið Berg- ur/Huginn lét smíða skip- ið, sem er 28,95 metrar að lengd og 10,4 metrar að breidd. „Þetta hefur vel tek- ist til og það var myndar- lega að þessu staðið hjá Pól- verjunum,“ segir Magnús Kristinsson, forstjóri fyr- irtækisins, um nýja skipið. „Það er mikil ánægja í bæj- arfélaginu að fá nýtt skip og nú vantar bara fólk til Vestmannaeyja til að vinna, vinna og vinna.“ Heimkoma Vestmanna- eyjar var glæsileg og héldu skip Bergs/Hugins, þau Vestmannaey VE 54 og Smáey VE 144, út á móti hinni nýju Vestmannaey og sigldu skipin til hafnar í halarófu. Séra Guðmundur Örn Jónsson, prestur í Vest- mannaeyjum, blessaði skip- ið og áhöfn þess og fór með Faðir vor ásamt viðstödd- um. Eftir það var boðið upp á léttar veitingar um borð. Magnús Kristinsson hefur þegar skrifað undir samning um að láta smíða annað skip fyrir sig, Berg- ey VE 544, sem er væntan- leg til Eyja í haust. Mikil ánægja með skipið Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar Guðmundsson verkfræðingur, Hrauntungu 37, Kópavogi, lést á heimili sínu aðfaranótt 16. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sólveig Kristinsdóttir Guðmundur Konráð Einarsson Helga Einarsdóttir Kristín Andrea Einarsdóttir Jóhann Ingibergsson Berghildur Ýr Einarsdóttir Haukur Einarsson Ásdís Erla, Sigrún Björk, Einar Aron og Hilmir Nói. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, Jón Magnús Steingrímsson pípulagningameistari, Skagaseli 2, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars. Guðrún Hugborg Marinósdóttir, Margrét Hjartardóttir, börn, afabörn, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Sigríður Baldvinsdóttir, áður Klettaborg 3, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt laugardagsins 10. mars síðastliðinn. Innilegar þakkir til starfsfólks Birki- og Beykihlíðar fyrir frábæra umönnun. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 13.30. Birgir Tryggvason Anna Margrét Tryggvadóttir Hörður Guðmundsson Gyðný Tryggvadóttir Ólafur G. Viktorsson Ólöf Guðrún Ólafsdóttir Thibaut P.M. Guilbert Anna Margrét Ólafsdóttir Júlíus Aron Thibautson Guilbert Móðir okkar og amma, Sigurrós Lárusdóttir húsmóðir, Vesturgötu 50A, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 7. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. mars klukkan 13.00. Þorsteinn Viðar Antonsson Sigríður Eygló Antonsdóttir Kolbrún Lilja Antonsdóttir Grétar Örn Antonsson Atli Viðar Þorsteinsson Katrín Edda Þorsteinsdóttir Helga Björk Stefánsdóttir Valdís Ösp Ingvadóttir Lúcinda Árnadóttir Eyrún Rós Árnadóttir Vera Grétarsdóttir Anton Ívarsson Benedikt Ívarsson og Anna Birna Ívarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.