Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 25
Landsbankinn er eitt stærsta
fjármálafyrirtæki landsins og
veitir alhliða fjármálaþjónustu
til einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Í anda sóknar og útrásar hefur
Landsbankinn byggt upp 23
starfsstöðvar erlendis, í 14
löndum víðsvegar um heiminn.
Til að stuðla að vexti og arðsemi
bankans er áhersla lögð á
skemmtilegan vinnustað, starfs-
ánægju og gott starfsumhverfi,
sem og markvissa starfsþróun
og þekkingu starfsfólks.
Landsbankinn leitast við að
ráða til sín og hafa í sínum
röðum framúrskarandi starfsfólk
og efla það í störfum sínum.
Það er viðhorf stjórnenda
Landsbankans að starfsólkið,
metnaður þess, kraftur og
hollusta, séu lykillinn að
farsælum rekstri banknas.
Fjölbreytt störf á
upplýsingatæknisviði
Á upplýsingatæknisviði Landsbankans vinnur samhentur hópur fólks sem
sinnir krefjandi og áhugaverðum viðfangsefnum í lifandi starfsumhverfi.
Vegna sívaxandi umsvifa óskum við eftir metnaðarfullum og árangursdrifnum
einstaklingum til liðs við okkur.
Rekstrarstjóri
Landsbankinn rekur eitt margþættasta tölvuumhverfi
landsins. Þar fara saman kröfur um áreiðanleika, afkasta-
getu og framsækni til að uppfylla þær kröfur sem alþjóð-
leg starfsemi bankans gerir. Innan bankans er sérlega vel
mannaður hópur sem hefur byggt upp eitt fullkomnasta
rekstrarumhverfi sem völ er á. Leitað er að einstaklingi
sem getur haldið utan um starf deildarinnar. Áherslur í
starfi eru ferlamál og þróun þeirra, innkaupamál, áætl-
anagerð, eftirfylgni við staðla og fleira. Leitað er að
einstaklingi sem hefur reynslu af rekstri stórra tölvukerfa.
Menntun á sviði verk- eða tölvunarfræði er æskileg.
Forritun
Leitað er eftir forriturum sem hafa góð tök á að leysa
flókin viðskiptaleg vandamál og eru tilbúnir að sérhæfa
sig í forritun á samnýtanlegum þjónustum. Viðkomandi
þurfa að hafa leikni í að hámarka afköst og vinna í krefj-
andi umhverfi. Unnið er í forritunarmálunum c++ og c#.
Vinnuumhverfi forritara er Microsoft Visual Studio en
keyrsluumhverfi bankans er IBM AIX unix.
Gagnagrunnsforritun
Meginumhverfi bankans byggir á Oracle gagnagrunnum.
Verkefni snúa m.a. að þátttöku í uppbyggingu og viðhaldi á
færslugrunnum bankans, úrvinnslu gagna og fyrirspurna-
gerð í samvinnu við kerfisforritara. Umsækjendur þurfa að
hafa kerfis- eða tölvunarfræðimenntun og áhuga á gagna-
grunnsvinnslu ásamt góðri þekkingu og reynslu af notkun
á SQL. Haldgóð reynsla af vinnu við Oracle gagnagrunna er
æskileg, m.a. forritun í PL/SQL.
Prófari
Meginverkefni eru gerð prófanatilvika og framkvæmd
þeirra, sjálfvirkar prófanir, álagsprófanir og skjölun próf-
ana. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði
tölvunarfræði, kerfisfræði eða verkfræði. Krafist er sjálf-
stæðra, agaðra og nákvæmra vinnubragða, auk getu til að
vinna í hópi og færni í að tileinka sér nýjungar. Kostur er að
umsækjendur hafi reynslu af framkvæmd og skjölun próf-
ana, álagsprófunum, öryggisprófunum og gerð prófanatil-
vika. Þekking á bankaumhverfi er einnig kostur.
Gagnagrunnsstjóri (DBA)
Landsbankinn rekur sum af stærstu gagnagrunnskerfum
landsins, mest á Oracle og MS SQL. Samhliða örum vexti
bankans að undanförnu hafa verkefni á þessu sviði aukist
verulega. Því leitum við að starfsmanni í gagnagrunnshóp
bankans. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af rekstri Oracle
og MS SQL og geta unnið sjálfstætt í krefjandi verkefnum.
Tækniritari
Helstu verkefni tækniritara eru gerð handbóka, ritun
hjálpartexta, kröfugreining og gerð kröfuskjala. Krafist
er háskólamenntunar í tölvunarfræði, íslensku, viðskipta-
fræði eða verkfræði. Viðkomandi þarf að búa yfir mjög
góðri færni í rituðu máli á íslensku og ensku, sjálfstæðum
og öguðum vinnubrögðum auk hæfni til að vinna í hópi.
Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs
í síma 820 6490 og Ingibjörg Jónsdóttir á starfsmannasviði í síma 410 7902.
Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá á
ingibjorg.jonsdottir@landsbanki.is fyrir 28. mars nk.