Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 32

Fréttablaðið - 18.03.2007, Page 32
Framtíðar- og sumarstörf hjá Olíudreifingu ehf. Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða áhugasama og vandvirka einstaklinga í eftirtalin störf. Bæði er um framtíðar- og sumarstörf að ræða. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi og stundvísi. Störfin standa báðum kynjum til boða. Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Meiraprófsbílstjóri í Reykjanesbæ - framtíðarvinna Leitað er að meiraprófsbílstjóra í framtíðarvinnu, unnið er á vöktum. Um fjölbreytt starf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar og tanka. Starfsvettvangur er Reykjanesið. Skrifstofustarf - sumarstarf Leitað er að nákvæmum og samviskusömum einstaklingi sem hefur áhuga á vörustjórnun. Starfið felst meðal annars í daglegri verkstjórn á dreifingarbílum, móttöku á pöntunum og aðstoð við daglegt uppgjör á afgreiðslubókhaldi. Viðkomandi þarf að vera tilbúin að vinna á vöktum hluta af tímabilinu. Mötuneyti og ræstingar - sumarstarf Leitað er að snyrtilegum og samviskusömum einstaklingi í tvo mánuði í sumar. Starfið felur í sér þrif á skrifstofuhúsnæði og framreiðslu á mat sem kemur tilbúinn frá veitingaþjónustu. Vinnutíminn er fjórar klukkustundir á dag. Meiraprófsbílstjórar - sumarstörf Leitað er að meiraprófsbílstjórum sem tilbúnir eru í mikla vinnu staðsettum á eftirfarandi stöðum: Reykjavík, Reykjanesbæ, Snæfellsnes, Akranes, Borgarnes, Patreksfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, Akureyri, Reyðarfjörður, Um er að ræða tímabilið maí til september eða hluta af því samkvæmt samkomulagi. Olíustöðin Örfirisey – sumarstarf og framtíðarvinna Leitað er að nákvæmum og samviskusömum einstaklingum sem hafa reynslu af vélbúnaði. Starfið felst meðal annars í vöktun í vélasal, móttöku og afgreiðslu á eldsneyti. Unnið er á vöktum. Æskilegter að viðkomandi hafi vélstjórnar- eða skipstjórnarréttindi einnig koma til greina laghentir einstaklingar. Allar nánari upplýsingar veita: Fyrir Akureyri: Guðjón Páll Jóhannsson í síma 461-4070, akureyri@odr.is Fyrir Reyðarfjörð: Rafnkell Már Magnason í síma 862-4126, austurland@odr.is Fyrir olíustöðina Örfirisey: Einar Sveinn Ólafsson í síma 550-9900 eða einar@odr.is Fyrir aðra staði: Helgi M. Egonsson í síma 550-9937 eða helgim@odr.is Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996. Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.