Fréttablaðið - 18.03.2007, Side 88

Fréttablaðið - 18.03.2007, Side 88
Við erum himinlifandi! www.icelandexpress.is Iceland Express hlaut hvatningarverðlaun þegar Bylgjan og Neytenda- samtökin veittu Neytendaverðlaunin 2007 í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar þann 15. mars. Um 7.000 neytendur tóku þátt í netkosningu og völdu Iceland Express umfram önnur fyrirtæki í flugsamgöngum með afgerandi hætti. Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu og lítum á hana sem hvatningu til að gera ferðalög farþega okkar enn ánægjulegri. Takk fyrir okkur! HVATNINGARVERÐLAUN2007 Ennþá til miðar í stæði 28. mars Senn taka Hafnfirðingar afdrifa-ríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. raun er undarlegt að spyrja þurfi að að þessu. Ef af fyrirhugaðri stækk- un verður mun álverið í Straumsvík nefnilega ausa um 70 tonnum af svif- ryki á ári yfir íbúabyggð í bænum. Losun gróðurhúsalofttegunda mun rúmlega tvöfaldast og fyrirhuguðu útivistarsvæði verður fórnað undir stærstu línumannvirki á Íslandi með 36 metra háum möstrum. Dettur ein- hverjum virkilega í hug að það sé hagur Hafnarfjarðar? hefur verið dapurlegt að sjá hvernig útlenskir auðkýfing- ar með fulla vasa fjár og íslenskt leiguþý þeirra hafa dembt blá- köldum lygum og hræðsluáróðri yfir Hafnfirðinga til að fá þá til að makka rétt og lúta hagsmunum fyrirtækisins. Sýndar eru falleg- ar myndir af ímynduðu álveri þar sem „óvart“ vantar allar raflínur, skorsteina jafnháa Hallgríms- kirkju og ýmislegt annað sem þarf til að álbræðslan yrði starfhæf. Jafnvel eru sýndar myndir af litlu álveri í Noregi sem er jafnlíkt fyr- irhugaðri stóriðju í Straumsvík og lambasparð er fjóshaugi. Af hverju ætti sá sem hefur sannleik- ann sín megin að ljúga? er að verði stækkunin ekki samþykkt verði álverinu lokað því núverandi stærð sé svo óhag- kvæm í rekstri. Hún er þó ekki óhagkvæmari en svo að aðeins þrjú þeirra 22 álvera sem ALCAN starfrækir nú eru stærri. Af hverju ætti álverið í Straumsvík að vera lagt niður? Af því að það er svo þreytandi að græða bara fjóra milljarða á því á hverju ári? Enginn hefur nefnt að loka eigi einhverju hinna álveranna. þótt lokað yrði, bættur sé skað- inn. Nýlega misstu um 600 manns vinnuna við brotthvarf Bandaríkja- hers. Samt lagðist byggð á Suður- nesjum ekki af eins og hótað hafði verið. Íslenskt atvinnulíf þyrstir í vinnuafl. Vinnufær Íslendingur er ekki vandamál, hann er tækifæri. Það er ALCAN sem þarf Hafnar- fjörð, ekki öfugt – sama hve mörg- hundruð milljónum fyrirtækið ver til þeirrar blekkingar. ekki ljúga vitið úr haus- num á okkur. Látum ekki stjórnast af innihaldslausum hótunum og hræða okkur til undirgefni. ekki erlendum auðhring Hafnarfjörð barna okkar. Fagri Hafnarfjörður?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.