Tíminn - 13.10.1979, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Ólafur Jóhannesson
Þrautkanna verður
möguleika á meiri-
hlutastjórn
HEI — Cr þvi þeim gengur
svona erfiðlega að koma sér
saman um kosningu forseta
sameinaðs þings, hvernig mun
þeim þá ganga að koma sér
saman um myndun meirihluta-
stjórnar?, sagði ólafur
Jóhannesson I gær er rætt var
um frestun kosninganna og
erfiðleika Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks um samkomulag
um þingforseta.
— Dugir ekki minnihluta-
stjórn? var ólafur spurður.
Hann sagði það skyldu forseta
Islands að kanna til þrautar
möguleika á hvort ekki væri
unnt að mynda meirihluta-
stjórn, áður en mynduð væri
minnihlutastjórn. Hvort forseti
yrði þá að leita til allra stjórn-
málaflokkanna? Hann veröur
að kanna alla möguleika sagði
Ólafur.
Ólafur einn með
forsetavald á
þriðjudag?
HEI —Gæti komið upp sú staða
n.k. þriðjudag, að Ólafur
Jóhannesson hafi einn með
höndum vald forseta tslands?
Timinn spurði Gunnar G.
Schram, prófessor þessarar
spurningar.
„Já, já, hún gæti komið upp,
þegar forsetinn fer utan og aðrir
handhafarforsetavalds eru ekki
til staðar, — forseti Hæstaréttar
erlendis og forseti sameinaðs
þings hefur ekki verið kosinn, —
fer forsætisráðherra einn með
forsetavald. Hann gæti þess
vegna rofiö þing með þvl aö
skrifa nafnið sitt tvisvar, bæði
sem forseti og forsætisráöherra,
nú, eða þá falið einhverjum
stjórnarmyndun”, sagði Gunn-
ar.
Þaö er þvi greinilega vissara
fyrir Ihald og krata að hafa
hraðari hendur en hingað til við
að koma sér saman um kosn-
ingu forseta sameinaðs þings, ef
þeir Geir eöa Benedikt ætla að
losna við að taka við umboði til
stjórnarmyndunar frá Ólafi
Jóhannessyni, „forseta.” Nú,
eða þá eiga á hættu að ólafur
myndi stjórn upp á sitt eindæmi.
Gunnar G. Schram gat þess
einnig að þetta sýndi auðvitað
gallana á okkar kerfi, að svona
staða gæti komið upp. Þessu
væri svipað varið I írlandi, en
hann vissi ekki um állka hjá
neinni annarri þjóð. Aðrar hefðu
varaforseta.
íhaldið styður minnihlutastjórn krata:
„Því fyrr því betra”
— segir Sverrir Hermannsson, sem
telur kosningar mögulegar 25. nóv
HEI —„Þaö varð niðurstaðan, aö
veita minnihlutastjórn Aiþýðu-
flokksins hlutleysi gegn á-
kveðnum skilyröum, sem ég get
ekki skýrt frá”, sagði Sverrir
Hermannsson nýlega kominn af
siðari þingflokksfundi Sjálf-
stæðisflokksins i gærkvöldi.
,,í svona erfiðri stööu eru skoð-
anir manna auövitaö alltaf tals-
vert skiptar og það má meira en
Ijóst vera, að við viljum ekki
bendla okkur við Alþýðuflokkinn
og bera ábyrgö á honum”, svar-
aði Sverrir spurningu Timans um
hvort þeir hefðu verið á eitt sáttir
um þessa lausn mála. „Að verja
þessa minnihlutastjörn van-
trausti næði einvörðungu til þess
að þeir fullnægðu þvi, að rjúfa
þingið og efna til kosninga I lok
nóvember”, sagði Sverrir. Hann
taldi að kannski væri möguleiki á
að kosningar færu fram 25. nóv-
ember, með þvl aöstytta frest um
framlagningu kjörskrár og aug-
lýsingar um framboð. Viss'for-
dæmi væru vist fyrir þessu. „Og
þvl fyrr þvi betra”, sagði Sverrir.
Sverrir sagði þennan kost val-
inn vegna ótta um að embættis-
mannastjórnkæmistseint á lagg-
irnar. Auk þess væri þá engin
trygging fyrir þvi að slik stjórn
yröi við kröfum um þingrof og
kosningar, en slik trygging hlyti
að fást með stjórn Alþýðuflokks-
ins.
Siöasti rikisráösfundur st jórnarinnar i gær.
(Ljósm. GE)
Rikisstjómin fékk formlega lausn frá störfum i gær:
Allir ráðherrar starfa áfram
uns ný stjóm verður mynduð
HEI — Á rflusráðsfundi í gær-
morgun féilst forseti lslands á að
veita ráðuneyti ólafs Jóhannes-
sonar lausn frá störfum. Jafn-
framtfól forsetinn rikisstjórninni
að gegna störfum áfram þar til ný
stjórn hefur veriö mynduö. „Uröu
allir ráðherrarnir við þvi með
mikifli ánægju”, eftir þvi sem
Ólafur Jóhannesson sagði á Al-
þingi i gær.
Kjöri forseta sameinaðs þings
varaftur frestað á Alþingi igær. I
upphafi fundar tilkynnti Oddur
Ólafsson, sem nú gegnir störfum
forseta, að komið hefði fram ósk
um frestun til kl. 14 á laugardag,
þ.e. I dag, og fallist heföi verið á
það.
Ósk þessi var komin frá sjálf-
stæðismönnum, en láðst hafði að
minnast á frestunina við formenn
allra þingftokka. A.m.k. hafði
ekki veriö minnst á þetta við
framsóknarmenn og mótmælti
Steingrímur Hermannsson harð-
lega þessari frestun fyrir þeirra
hönd. Sagði hann nýjan meiri-
hluta hljóta að hafa haft nægan
tima til að koma sér saman um
forsetakjörið.
Gunnar Thoroddsen sagði eðli-
legt að kjör forseta kæmi inn I
nýja stjórnarmyndun. ólafur
Framhald á bls. 19
Tillögur Hafísnefndar samþykktar
Lán til fóðurkaupa
og vegna uppskerubrests á garöávöxtum
HEI — A fundi rikisstjórnarinnar
i fyrradag voru samþykktar
helstu tillögur Harðindanefndar-
innar sem skipuð var 24. sept. sl„
en hún hafði þá skilað áliti þann
sama dag.
Samþykkt varað heimila stjórn
Bjargráðasjóðs lántöku upp á 400
milljónir, er varið veröi til að
endurlána bændum til fóður-
kaupa vegna lélegs heyfengs og
uppskerubrests á garöávöxtum i
haust. Gert er ráð fyrir að lána
þeim bændum sem skortir meira
en 20% á heyfeng miðað við 1978,
verðmæti um 80% þess sem á
vantar. Verði lánin til 5 ár, af-
borgunarlaus i 2 ár, óvisitölu-
tryggð og vextir ekki yfir 10%.
Búnaðarfélaginu verði falin öflun
og úrvinnsla nauðsynlegra
gagna.
Garðyrkjubændum verði hins
vegar veitt lán er nemi 80% af
meðalframleiðsluverðmæti siö-
ustu þriggja ára, að frádregnu
verðmæti framleiöslunnar i
haust, með sömu lánakjörum.
Til að standa straum af þessum
kostnaði, verður lögum um
Bjargráðasjóð breytt þannig, aö
framlag sveitarfélaga hækki úr
150 I 300 kr. á hvern íbúa. Auk
þess verði búnaðarmálasjóðs-
gjald hækkað um 0,25% árin 1979
til 1981 og renni það fé til sjóðsins
auk mótframlaga rlkissjóðs er
hækki I sama hlutfalli.
Rlkisstjórnin tók hins vegar
ekki afstöðu til annarra tillagna
nefndarinnar, en þarer m.a. gert
ráð fyrir að bændum meö minna
en 300 ærgilda bú er skorti meira
en 12% á heyfeng og fækki búfé I
samræmi viö það, verði greiddur
uppeldisstyrkur árin 1980 og 1981.
Greitt verði andvirði 1,5 dilka
fyrir hvert ærgildi er fargað er.
Nefndin telur mikilvægt að bú-
fjárfækkun taki mið af markaðs-
aðstæðum og beitarþoli I hverjum
landshluta ogbeinir þvl til bænda
á Vestfjörðum. Norðausturlandi,
Austfjörðum og Suður- og Suð-
vesturlandi að fækka fremur
sauðfé en mjólkurkúm. Skagfirð-
ingum og Húnvetningum er bent
á að fækka hrossum.
Þá hvetur nefndin eindregið til
varfærni I ásetningsmálum I
haust og telur mikla þörf á eftir-
liti með fóörun og fóðureyðslu.
„Mannránið” kært til
rannsóknarlögreglu
FRI — „Mannrán” það sem átti
sér stað um hábjartan dag i
Menntaskólanum við Hamrahlið i
fyrradag hefur verið kært til
Rannsóknarlögreglunnar. Til-
drög málsins eru þau að s.l.
fimmtudag ruddust fjórir grimu-
klæddir menn inn i svonefndan
Norðurkjallara i M.H., en þar fór
þá fram kosning til skemmti-
nefndar M.H. Fjórmenningarnir
gripu kjörstjórann (Harald
Böðvarsson) og kjörkassann,
hentu báðum inn i Lödu-bifreið og
óku síöan á ýlfrandi dekkjum á
brott frá skólanum.
Kjörstjóran-
um var siðan hent út úr bilnum
sunnan viö álveriö I Straumsvik
og þurfti hann að ganga i um 45
min. áður en hann gat fengið far I
bæinn.
Fjórmenningarnir teljast til
svonefndar „Anarkistakliku” I
M.H. en hún mun vera algerlega
á móti kosningum sem þeim er
fram fóru I morgun.
Fjórmenn-
ingarnir hafa veriö yfirheyrðir af
rannsóknarlögreglunni og
væntanlega fara næstu skemmti-
nefndarkosningar friðsamlega
fram.