Tíminn - 13.10.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. október 1979
3
13 fá Fálka-
orðuna
FORSETI Islands hefur i dag
sæmt eftirtalda islenska rfkis-
borgara riddarakrossi hinnar
islensku fálkaoröu:
Bergsvein ólafsson, augn-
lækni, fyrir læknisstörf.
Frk. Guörúnu Eiriksdóttur,
Kaupmannahöfn, fyrir félags-
málastörf.
Ingimar Jóhannesson, fv.
skólastjóra, fyrir kennslu- og fé-
lagsmálastörf.
Jóhannes Daviðsson, bónda,
Neöri-Hjaltadal, Dýrafirði, fyr-
ir félagsmálastörf.
Kristin Guðjónsson, forstjóra,
fyrir atvinnu- og félagsmála-
störf.
Lárus Ottesen, framkvæmda-
stjóra, fyrir störf i þágu ferða-
mála.
Sigfús Halldórsson, tónskáld,
fyrir tónlistarstörf.
Frú Sigriði Jónsdóttur Ragn-
ar, kennara, ísafirði, fyrir störf
i þágu fræðslu og tónlistarmála.
Séra Sigurjón Guöjónsson, fv.
prófast, fyrir prests- og fræði-
störf.
Stefán Jónsson, arkitekt, fyrir
störf aö heimilisiðnaðarmálum.
Svein Zoega, framkvæmda-
stjóra, fyrir störfað iþróttamál-
um.
Úlfar Þórðarson, augnlækni,
fyrir heilbrigöis- og iþrótta-
málastörf.
Viglund Jónsson, útgerðar-
mann, ólafsvik, fyrir störf á
sviði sjávarútvegs- og félags-
mála.
700 km Bandag-rall
dagana 20 og 21. okt.
FRI — Bandag-Hjólbaraðsólun
hf. mun i samráði við B.I.F.K.
eða Bifreiðaklúbb Reykjavikur,
standa fyrir 700 km löngu ralli
dagana 20. til 21. okt. Astæðan
fyrir þvi að B.I.F.K. fór þessa á
leit við Bandag var að sögn Pét-
urs Rafnssonarhjá Bandag sú, að
Bandag hefur stutt mikið við bak-
ið á keppendum i undanförnum
röllum og hefur ökumönnum i
þeim yfirleitt gefist vel aö keppa
með Bandag-sólaöa hjólbarða
undir bilum sínum. Sem dæmi um
þetta má nefna þaö aö i siöasta
ralli sem haldið var hér, voru bil-
ar með Bandag-hjólbarða i 1. 2. 3.
5. 6. og 7. sæti keppninnar. Þess
má að lokum geta aö 14 hafa nú
þegar skráö sig til keppni.
Þing Landssambands
slökkviliðsmanna
Dagana 6. og 7. október var
haldið þing Landssambands
slökkviliðsmanna i Félagsheimil-
inu Festi i Grindavik.
Mættir voru fulltrúar allsstaðar
að af landinu og ríkti mikill ein-
hugur um að efla uppbyggingu
brunamála til meira öryggis fyrh-
landsmenn.
Þau mál er helst voru rædd á
þessu þingi voru m.a. aukin
fræðsla, starfsréttindi slökkvi-
liðsmanna, þ.e.a.s. að unnið verði
að löggildingu á starfinu, launa-
mál og ýmislegt fleira.
Ýmsar ályktanir er varða
brunamál og öryggismál voru
samþykkt á þinginu.
Sú nýbreytni var tekin upp aö
eiginkonum þingfulltrúa var boð-
ið til þingsins og var sérstök dag-
skrá fyrir þær. Fóru þær I skoð-
unarferö um Suöurnes og bæjar-
stjórinn i Grindavik Eirikur Alex-
andersson fór með þær um bæinn
og sagði þeim sögu Grindavikur.
Voru þingfulltrúar og konur
þeirra mjög ánægðir meö allar
móttökur þeirra Suöurnesja-
manna.
Eftirtaldir menn voru kosnir i
stjórn Landssambands slökkvi-
liðsmanna: Guömundur Haralds-
son, formaður, Guðmundur Jóns-
son, varaformaður, Höskuldur
Einarsson, gjaldkeri, Jónas Mar-
teinsson, ritari, ólafur Sigurðs-
son, f jármálaritari, Agúst
Magnússon, meðstjórnandi, Þor-
björn Sveinsson, meðstjórnandi.
Fegurstu garðar í
Hveragerði
FI Samtök kvenna i Hveragerði,
sem nefna sig Fegrun Hvera-
gerðis, fóruafturaf staö i sumar
og voru verðlaun veitt fyrir
fegurstugaröa i bænum. Eftir all-
nákvæma skoðun voru garðinum
við Þelamörk 36 veitt fvrstu verð-
laun, en hann er i eigu Sigriðar
Sandholt og Þormóðs Torfasonar.
Næstir til viöurkenningar komu
garöarnir að Borgarheiði 9,
Kambahrauni 35, Laufskógum 41
or Heiðmörk
Boltinn virðist nokkuð heitur
— í höndum Alþýðuflokksins segir Steingrímur
HEI — „Þaö sem gerðist núna er
kannski bara enn ein sönnun þess,
að þessir flokkar (kratar og
ihald) hafa ekki kjark til að fram-
kvæma sjálfir það sem þeir telja
nii aðalatriðið, þ.e. að rjúfa þing
ogefna til kosninga,” sagði Stein-
grímur Hermannssoú eftir frest-
un þingfundar í gær.
Auðvitaö er það Alþýðuflokkur-
inn sem ber höfuöábyrgöina á þvi
ástandi sem nú rikir, þar sem
hann stofnaði til þess. Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekki gert
nokkurn skapaðan hlut til að tefja
fyrir i þessum málum. Rikis-
stjórnin sagöi af sér nokkurn veg-
inn eins fljótt og hægt var. Boltinn
er þvi algerlega I höndum
alþýðuflokksmanna, en hann
virðist vera nokkuð heitur, sagöi
Steingrimur.
Steingrlmur sagði endurtekna
frestun á kjöri forseta sameinaðs
þings hafa komiö framsóknar-
mönnum á óvart, þvi ekki hafði
verið minnst einu orði á frestun
við þá fyrir fundinn, sem er auð-
vitað óafsakanleg framkoma og
dónaskapur.
Auk þess gat Steingrimur þess,
að margir þingmenn Fram-
sóknarf lokksins hefðu löngu
ákveðiö og auglýst fundi viösveg-
ar um land 1 dag, enda engin
dæmi þess að þingfundir væru
haldnir á laugardögum i upphafi
þings. Þessum fundum hefði
kannski veriö hægt að fresta, ef
um þetta hefði verið vitaö fyrr, en
ekki nú á síðustu stundu. Yrði
þingfundur i' dag, gætu ekki nema
örfáir framsóknarmenn komiö á
þann fund.
Togarínn Klakkur
sendur til Hull
Fiskvinnslustöövarnar verkefnalausar á meöan
JSS — Togarinn Klakkur frá
Vestmannaeyjum lagði af staö sl.
miövikudag I söluferð áleiðis til
Hull með afla sinn. Mun nokkurr-
ar óánægju hafa gætt meöal
starfsfólks fiskvinnslustöðvanna
mcð þessa ráðstöfun, þar sem
stöðvarnar eru nær verkefnalaus-
ar sem stendur.
Timinn haföi i gær samband viö
Arnar Sigurmundsson fram-
kvæmdastjóra i Vestmannaeyj-
um og innti hann m.a. eftir þvi
hvers vegna togarinn hefði verið
látinn sigla meö aflann.
„Við sendum togarann i sigl-
ingu vegna þess að útlitið var
þanrag aö við héldum að hér yrði
komin mikil vinna um miðja
þessa viku. Slikar ákvarðanir
verður alltaf aö taka með nokkr-
um fyrirvara. Þegar við svo dög-
um uppi með það, að aflamagn
reynist litiö, þá er of seint að snúa
við, þvi þá er búið að gera allar
ráðstafanir.”
Sagði Arnar að litil vinna hefði
verið i vinnslustöðvunum i gær og
fyrradag, vegna gæftaleysis við
sildveiðar. Hins vegar færu bát-
arnir sennilega út i dag og þá
færu veiöarnar vonandi aö glaeð-
ast.
Það sem af er þessu ári eru
Eyjabátar búnir aö fara i 50 sigl-
ingar. Klakkur hefur nú veriö
gerður út i tvö ár, og er þetta i
þriðja skipti sem hann siglir.
Annaö sem gleymist i þessu sam-
bandi, sagöi Arnar.er aö togarinn
Breki er nú búinn aö vera bilaöur
i Reykjavik i einn og hálfan mán-
uð. Hráefnisöflun er þvi I lág-
marki, þarsem gæftaleysi bættist
nú við. Höfðu menn taliö og vonaö
að nógyrðiaö gera i fiskvinnslu-
stöðvunum á þessum tima, enda
yrðiBrekiþá kominn i lag ogsild-
veiðar farnar að glæöast.
Reykvíkingar sem skrá lögheimili sitt úti á landi:
Borgin undirbýr
herferð
Kás — Ljóst er aö I Reykjavik er
búsettur all nokkur fjöldi manna,
sem samkvæmt gildandi lögum
ættiaðhafa lögheimili I borginni,
en er skráðurmeö lögheimili úti á
landi. Þaö er borginni verulegt
hagsmunamál aö þessir aðilar
veröi skráðir i Reykjavik, eins og
lögmæla fyrir um. I framhaldi af
þessu hefur borgarráð einróma
samþykkt að hefja aögeröir til að
ná til þessa fólk.
Undanfariö hefur veriö kannað
hvernig best væri að standa að
þessari aðgerö, og m.a. verið haft
samband við fulltrúa hjá Skatt-
stofunni, Rafmagnsveitu Reykja-
vikur, Innheimtudeild útvarps,
Landsima Islands og Skýrsluvélar
rikisins og Reykjavikurborgar.
Niðurstaða þeirrar könnunar
benti til þess að skynsamlegast
væri að útbúa skrá yfir þá laun-
þega með lögheimili utan
Reykjavikur sem greidd hafa
fengiö laun frá atvinnurekendum
i Reykjavik á sl. ári. Þarna yrðu
þó undanskildir þeim sem lög-
heimili hafa I nágrannasveitar-
félögunum.
Skráöverði sérstaklega hverjir
Framhald á bls. 19
Húsnæðisstjórnarlán í
80 % strax
FRI — „Við höfum reyndar ekki
séð þetta frumvarp hjá félags-
málaráöherra eins og það liggur
fyrir núna, en samkvæmt þvi þá
eiga lánin aö fara i 80% einhvern
timann eftir áratug eöa svo. Það
finnst okkur vera algerlega
óaögengilegt og höföum i' hyggju
að leggja fram frumvarp sem
gerði ráð fyrir þvi aö lán til frum-
byggjenda færu strax i 80%”,
sagði Ellert Schram þingmaöur
Sjálfstæðisflokksins isamtali við
Timann er við spurðum hann um
þessi mál.
„Þetta byggist að visu á þvi að
hægt sé að breyta lögunum á þann
veg varðandi fjármagnið að
ýmsir sjóöir hafi áhuga á þvi aö
kaupa bréf sem út yröu gefin af
byggingasjóði.
Þaö er enginn vafi á þvi, að ef
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
meirihluta á þingi, þá hefði hann
fullan hug á þvi að leggja slikt
frumvarp fram á þingi, en ef um
einhverja samsteypustjórn yrði
að ræða, þá auðvitað get ég ekki
fullyrt neitt um að af þessu yrði”,
sagöi Ellert.
Almennur
stjórnmálafundur
Framsóknarfélag Reykjavikur efnir til al-
menns stjórnmálafundar í átthagasal Hótel
Sögu mánudaginn 15. október kl. 20.30.
Ölafur Jóhannesson, ræðir stjórnmálavið-
horfin. Fundarstjóri verður Kristján Bene-
diktsson, borgarfulltrúi.
Framsóknarfélag Reykjavíkur.