Tíminn - 13.10.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1979, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 13. október 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðumúla 15 slmi 89300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjald kr. 4000 á mánuöi. Blaöaprent. v--------------:_____________________________' Vilja lslendingar kreppustjórn? Þeir flokkar, sem beita sér fyrir þingrofi og skammdegiskosningum, reyna i lengstu lög að leyna þvi, sem fyrir þeim vakir, en það er stjórnarsamstarf þeirra eftir kosningar. Þess vegna reyndu þeir að beita öllum brögðum til þess að knýja rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar til að sitja áfram fram yfir kosningarnar. Þetta tókst þeim ekki. Samstarf þeirra er að verða augljóst og staðfest. Bráðabirgðastjórnin, sem Alþýðuflokknum er ætlað að mynda með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, er þeim siðar- nefnda trygging þess, að Alþýðuflokkurinn muni verða þægur þátttakandi i rikisstjórn undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar. Slikt er ekki heldur neitt óeðlilegt, þvi að ekkert ber á milli Sjálfstæðisflokksins og þess arms Al- þýðuflokksins sem nú hefur tekið forustuna i flokknum. Meginstefnan er hin sama hjá þessum aðilum. Þessi stefna er hin svokallaða markaðsstefna, sem ihaldssömustu hagfræðingar hafa verið að predika að undanförnu. Kjarni hennar er sá, að rikið eigi að hafa sem allra minnst afskipti og framboð og eftirspurn eigi að marka efnahags- stefnuna. Þetta er stefnan, sem leiddi á sinum tima til heimskreppunnar miklu. Hún er gleymd nútimafólki, sem er óánægt með ýmislegt i vest- rænu lýðræðiskerfi og heldur að lausnin sé fólgin i þvi að hverfa aftur til hinna góðu gömlu daga. Þvi er haldið fram, að þessi stefna muni leiða til hjöðnunar á verðbólgunni, en hins vegar er játað að hún muni leiða til atvinnuleysis, a.m.k. um skeið. Þar sem þessi stefna hefur verið reynd, hefur hún hvarvetna mistekizt. Stærsta tilraunin til að framkvæma hana hefur verið gerð i ísrael eftir að Begin kom til valda. Þar hefur afleiðingin orð- ið sú, að verðbólgan hefur margfaldazt. Morgun- blaðið sagði nýlega frá þeim spám, að verðbólgan i ísrael myndi komast upp i 100% á þessu ári. Begin er lika að gefast upp við hana. Fyrir nokkr- um dögum rak hann fjármálaráðherrann, sem var helzti talsmaður hennar, úr stjórn sinni. Margaret Thatcher er að reyna að fram- kvæma þessa stefnu i Bretlandi. Ráðstafanir hennar hafa ekki leitt til hjöðnunar á verðbólg- unni, heldur hefur verðbólgan tvöfaldazt á þeim fáu mánuðum, sem Thatcher er búin að fara með völd. Skoðanakannanir sýna, að íhaldsflokkurinn myndi stórtapa, ef kosið væri nú. Þeir eru orðnir margir, sem harma það að hafa stuttThatcher til valda. Það, sem kosið verður um i skammdegis- kosningunum, er ákaflega einfalt og augljóst. Spurningin, sem kjósendur eiga að svara, verður einfaldlega þessi: Vilja íslendingar fá kreppu- stjórn? Trúa þeir þvi, að atvinnuleysið sé leið til að lækna efnahagsvandann? Framsóknarflokkurinn mun taka upp hörðustu baráttu gegn þessum sjónarmiðum. Um Fram- sóknarflokkinn þurfa að fylkja sér allir þeir, sem eru á móti kreppustjórn. Hér gildir það, að það þarf að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan i, það þarf að koma strax i veg fyrir, að hér verði kreppustjórn eftir kosningarnar. Þ.Þ. Erlent yfirlít Þjóðkjörinn forseti fær völdin í Nigeríu Lýðræðið endurreist eftir 13 ára herstjóm Olusegun Obasanjo þegar annar herforingi, Mu- stala Mohammed, hrifsaöi völd- in meöan Gowan dvaldi er- lendis. Mohammed hétaö koma á lýöræöisst jórn, en var myrtur 1976, og kom Obasanjo þá til valda. Hann hét aö efna loforö Mohammeds um lýöræöisstjórn og hefur nú gert þaö. Obasanjo er 42 ára gamall. Hann þykir hafa reynzt sæmilegur stjórn- andi og þykir því líklegur til aö koma meira viö sögu slöar. HINN nýi forseti Nigeriu, Sheku Shagari, er tólf árum eldri en Obasanjo, eöa 54 ára. Hanner fráNoröur-Nigeriu, þar sem fjölmennasti þjóöflokkur landsins býr og tryggöi þaö kjör hans. Skagari lauk prófi I heimspeki viö háskólann i Kaduna og lét þaö vera fyrsta verk sitt aö námi loknu aö heimsækja Mecca, enhann er strangtrilaö- ur Múhameöstrúarmaöur og til- heyrir Sunni-trúflokknum. Hann hefur heimsótt Mecca oft siöan. Skagari kenndi heimspeki í 13 ár áöur en hann sneri sér alfariö aö stjórnmálum. Hann var kos- inn á þing Nigeriu 1954 og varö fimm árum siöar skipaöur aö- stoöarráöherra forsætisráö- herrans. Nigeriafékkfulltsjálf- stæöi ári síöar og hefur Shagari á þeim tima, sem siöanerliöinn gegnt ýmsum ráöherraembætt- um, t.d. veriö fjármálaráö- herra, innanrikisráöherra og efnahagsmálaráöherra. Fyrir þremur árum fól Obasanjo hon- um forstjórn stærstu bifreiöa- verksmiöju i Nigeriu, Peugot Automobile Nigeria Ltd. Þaö má ráöa af störfum Skagaris, aö hann hefur viötæka þekkingu á efnahags- og at- vinnumálum, enda mun hann þurfa þess viö sem forseti. Stjórn Nigeriu hefur viö mörg vandamálaöstriöa i atvinnu-og efnahagsmálum, en þaö bætir þó mjög úr skák, aö Nigeria er aö veröa eitt mesta oliufram- leiösluland heimsins og hefur drjúgar tekjur af oliu. Skagari hét þvi, þegar hann tók viö forsetaembættinu, aö fylgja óháðri utanrikisstefnu og bindast hver© risaveldunum. Hann stendur þvi viö hliö Titos aö þessu leyti, en er andvigur Castro. Nigeria nýtur vaxandi áhrifa meöal óháöra rikja, enda langstærst Afrikurikjanna meö um 80 milljónir ibúa. Viö þaö bætist svo gróöinn af oliunni, en hann hefur sln áhrif á þessu sviöi. Þ.Þ. ÞAÐ hafa þótt góö tiöindi, aö þremur verstu haröstjórunum i Afriku, hefur veriö steypt af stóli á þessu ári, en þeir eru Amin I Uganda, Masie i Miö- baugs-Guineu og Bokassa i Miö-Afrlku-lýöveldinu, sem Bo- kassa haföi gefiö nafniö keisaradæmi. Enn er þaö aö vísu ekki fyllilega ljóst, hvaö tekur viö i þessum löndum, en versnaö getur ástandiö ekki frá því, sem þaö var i stjórnartiö þessara grimmdarseggja. Svo ill var stjórn þeirra, aö fali þeirra geturekki oröið nema til bóta. örlög þessara þremenninga viröast annars ætla aö veröa ólik. Masie var fljótlega leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða. Dómnum hefúr þegar veriö full- nægt. Amin mun hafa komizt úr landi og fer huldu höfði. Senni- legast þykir aö hann dveljist i Líbýu, þótt fylgismenn hans segi, aö hann sé enn I Uganda. Bokassa hefur sloppiö bezt. Frakkar töldu sér aö vlsu ekki fært aö taka á móti honum og leyfa honum landvist i Frakk- landi. Þeir útveguðu honum hins vegar landvist á Filabeins- ströndinni, en forsetinn þar er mjög hlynntur Frökkum. Þar virðist Bokassa i góöu yfirlæti. Jafnhliöa þvi, aö Frakkar halda þannig verndarhendi yfir Bokassa, birtast nýir vitnis- buröir þeirra ungmenna, sem sluppu lifandi úr fangabúöun- um, þar sem framin voru fjöldamorö á börnum og unglingum á siöastliönum vetri. öllum ber þessum vitnisburöum saman um, aö Bokassa hafi sjálfur átt mikinn þátt I barna- drápunum meö þvi aö berja mörg börn i hel meö staf sinum. Þetta viröist ekki hafa nein áhrif á frönsku stjórnarvöldin. EN FLEIRI góð tiöindi hafa borizt frá Afriku en hrun ein- ræöisherranna þriggja. I stærsta riki Afriku, Nigeriu, tók nýr þjóökjörinn forseti viö völd- um 1. þ.m. eftir aö herinn haföi fariö þar meö stjórn um 13 ára skeiö. Þjóökjöriö þing er i þann veginn aö hefja störf sin. Shehu Skagari Hinn nýi forseti vinnur nú að stjórnarmyndun á breiöum grundvelli. Hann hefur boöiö flokkum keppinauta sinna úr forsetakosningunum aö taka þátt istjórnsinni. Flokkurhans, Þjóöarflokkur Nigeriu, hefur ekki nema 168 þingmenn af 449 i fulltrúadeild þingsins og 36 af 95 I öldungadeildinni. Hann þarf þvi aö fá fleiri flokka til sam- starfs viö sig, ef koma á f veg fyrir, aö deilur myndist milli hans og þingsins. Hershöföinginn, sem síöast fór meö völd I Nigerlu, Olusegun Obasanjo, hefur dregiö sig I hlé og hafiö búskap eftir aö hafa tryggt, aö bæöi forsetakjör og þingkosningar fóru fram á sómasamlegan hátt. I kveðju- ræöu sinni hét hann þvi, að þing- iö myndi kappkosta gott sam- starf viö hina nýju stjórn. Þaö var Jakubu Gowan her- foringi, sem steypti borgara- legri lýöræöisstjórn af stóli 1966 eftir aö róstusamt haföi veriö i landinu. Hann stjórnaöi til 1975,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.