Tíminn - 14.11.1979, Page 6
6
Miövikudagur 14. nóvember 1979
iliimini
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
'arinii Þórannsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltriii:
Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiiia 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjald kr.
.4000 á mánuöi. Blaöaprent.
J
Grlent yfirlit
Walls er nú sterki
maðurinn í Ródesíu
Uppvakningar
Það er ekki öll vitleysan eins i þeirri kosninga-
baráttu sem nú er hafin. Eitt dæmið um fljót-
færnina, sem marga hendir, eru þeir ,,út-
reikningar” Þjóðviljans að raunverulegur kaup-
máttur launa i landinu fari eftir þvi hvort Alþýðu-
bandalagið á aðild að rikisstjóm eða ekki.
Það gildir einu hversu marga og hálærða menn
Þjóðviljinn kallar til liðs við sig i þvi máli.
Raunverulegur kaupmáttur launa fer vitaskuld
eftir þvi hvernig þróun þjóðarframleiðslu og
þjóðartekna verður á hverjum tima. Þegar fram-
leiðslan eykst og viðskiptakjör eru hagstæð vex
kaupmátturinn. Þegar samdráttur verður, verð-
bólga erlendis eykst eða verðfall verður á út-
flutningsvörum hlýtur það að koma niður á þjóðar-
hag íslendinga.
Reynslan á að hafa sýnt okkur að það er ekki á
visan að róa með efnahagsstöðu þjóðarinnar i utan-
rikisviðskiptum, hvað þá að þvi er snertir afla-
brögð. Af þessu leiðir að á ýmsu veltur um tekjur
þjóðarinnar og þar með um kaupmáttinn.
Það þýðir ekkert fyrir Alþýðubandalagið að
reyna að drepa þessum augljósu staðreyndum á
dreif. Og Alþýðubandalagið kemst ekki heldur
undan ábyrgð á þvi að hafa hindrað aðgerðir sem
hnigu að þvi að bæta hagstjórnina, svo að unnt yrði
að jafna þessar sveiflur eftir föngum. En slík hag-
stjórn er þeim mun mikilvægari sem á henni
byggist það hvort hægt er að tryggja réttláta skipt-
ingu þjóðarteknanna innbyrðis, og hvort hægt er
með þvi að verja þá sem minnst bera úr býtum.
önnur furðuleg uppákoma i þessari kosninga-
baráttu er sú yfirlýsing forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins að þeir ætli að hefja „leifturstrið” gegn
lifskjörum og hag almennings i landinu. Með einu
pennastriki hyggjast þeir t.d. rýra almennar tekjur
heimilanna um tæpan tiunda hluta með þvi að skera
niður niðurgreiðslur bótalaust. Þeir ætla ekki að
koma á skynsamlegu verðbótakerfi launa, heldur
taka visitöluna einhliða og án samráða úr sam-
bandi. Og þessi dæmi eru aðeins tvö um þá hrotta-
fengnu afturhaldsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn
nú hefur tekið upp i örvæntingu sinni.
Um þessar hugmyndir ihaldsins segir Stein-
grimur Hermannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, i viðtali við Timann i gær:
„Af þessu munu hljótast fleiri vikna verkföll, og
það leiðir til mikils tjóns fyrir allt þjóðarbúið sem
tæki mánuði, ef ekki ár, að risa upp úr.
Þeir vilja hef ja strið við launþega og almenning i
landinu, en við teljum að aldrei verði við þessi mál
ráðið án þess að það sé gert i samráði við launþega
og i samvinnu við almenning i iandinu”.
Um reynsluna sem þegar er fengin erlendis af
afturhaldsstefnu þeirri, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú horfið að, segir Steingrimur m.a.:
„Þegar ég sá þetta slagorð þeirra fyrst þurfti ég
að lesa nokkuð oft til þess að trúa þvi að þeir opin-
beruðu svo þennan uppvakning sinn, ómengaða
ihaldsstefnu sem hefur verið reynd og olli heims-
kreppunni 1929. Hún var reynd á Italiu og olli 20%
atvinnuleysi, og hefur verið reynd i ísrael og olli þar
90% verðbólgu á einu ári”.
Er það nokkur furða þótt fjöldamörgum fyrri
kjósendum Sjálfstæðisflokksins þyki nú nóg um?
JS
Smith er kominn I skugga hans
Peter Walls
BREZKA þingiö hefur sam-
þykkt ályktun, sem heimilar
rlkisstjórninni aö létta viö-
skiptabanninu af Ródesiu og
viöurkenna sjálfstæöi hennar.
Verkamannaflokkurinn greiddi
atkvæöi gegn ályktuninni, þar
sem hann taldi, aö ekki væri rétt
aö samþykkja hana fyrr en séö
væri fyrir endalokin á Ródesiu-
ráöstefnunni, sem nú stendur
yfir I London. thaldsflokkurinn
taldi hins vegar svo mikinn
árangur hafa náöst þar, aö
timabært væri oröiö aö þingiö
léti til sin heyra.
A ráöstefnunni, sem búin er
aö standa I tvo mánuöi, hefur
þegar náöst fullt samkomulag
um veigamikil atriöi, en eftir
stendur enn aö ná samkomulagi
um, hvernig stjórn landsins
skuli háttaö þangaö til
kosningar hafa fariö fram og ný
stjórn tekiö viö aö þeim loknum.
Brezka stjórnin vill láta yfir-
stjórnina vera i höndum brezks
rikisstjóra og Breta fylgjast
meö þvi aö kosningarnar fari
vel fram. Muzorewa og fylgis-
menn hans sætta sig viö þetta,
en Nkomo og Mugabe vilja, aö
eftirlitiö meö kosningunum
veröi I höndum Sameinuöu þjóö-
anna. Þeir vilja einnig aö sú
breyting veröi á her landsins, aö
skæruliöar taki þátt I honum aö
jöfnu.
Meö framangreindri ályktun
þingsins viröist brezka stjórnin
vera aö setja Nkomo og Mugabe
tvo kosti. Annar er sá aö sam-
þykkja tillögur hennar i megin-
atriöum. Hinn er sá, aö ráö-
stefnunni ljúki án fulls sam-
komulags, en Bretar aflétti viö-
skiptabanninu og viöurkenni
stjórn Muzorewa sem löglega
stjórn Ródesiu, þótt brezkur
landsstjóri hafi um sinn form-
lega æöstu völd og fylgist meö
þeim kosningum, sem eiga aö
ákveöa framtlöarstjórn lands-
ins.
ÞEGAR ráöstefnan hófst, var
þaö almennt álitiö, aö Ian
Smith, áöur forsætisráöherra,
myndi raunverulega ráöa
mestu um gang hennar. Hann
átti sæti I sendinefnd Muzorewa,
og liklegt þótti, aö hann heföi
eins konar neitunarvald innan
hennar. Þetta hefur ekki reynzt
rétt. Annar maöur viröist nú
ráöa miklu meira um afstööu
hvitra manna I Ródesiu en
Smith. Þaö er Peter Walls hers-
höföingi, yfirmaöur hersins I
Ródesiu.
Eftir aö Muzorewa varö
forsætisráöherra, hefur Walls
sýnt honum fulla hollustu og
tekizt meö þeim góö samvinna.
Þegar Smith tók neikvæöa af-
stööu á ráöstefnunni til ýmissa
tillagna Breta, kvaddi
Muzorewa Walls til London.
Éftir komu hans þangaö komst
meiri skriöur á málin og svo fór
aö lokum, aö Muzorewa og
sendinefnd hans féllust á allar
tillögur Breta. Smith fylgdist
meö, en segist þó litt ánægöur,
en sennilega sé ekki um annaö
skárra aö velja.
PETER Walls er sagöur njóta
mikils trausts hermanna sinna
og hann hefur fengiö mikla
viöurkenningu sem góöur
stjórnandi I skæruhernaöi.
Hann hefur fyrir alllöngu kveöiö
upp þann úrskurö, aö lausn
Ródesiumálsins fáist ekki á vlg-
vellinum, heldur veröi hún aö
vera pólitisk lausn. t samræmi
viö þaö hefur hann stutt aö þvl á
ráöstefnunni, aö samkomulag
næöist. Hann hefur jafnvel
gengiö svo langt aö segja, aö
hann gæti vel hugsaö sér, aö
skæruliöar gengju aö meira eöa
minna leyti I her Ródeslu. Hann
segist einnig reiöubúinn til sam-
starfs viö Nkomo og Mugabe, ef
þaö gæti greitt fyrir lausn. Hann
geti einnig vel sætt sig viö þaö
aö draga sig I hlé.
Walls er 56 ára, fæddur I
Ródesiu, en faöir hans, sem var
brezkur, var þá I brezka
hernum þar . Walls gekk I herinn
um tvltugt og var sendur til
Bretlands til frekara náms viö
hinn fræga Sandhurst-herskóla.
Hann kom aftur til Ródeslu eftir
fjögurra ára dvöl I Bretlandi, og
gekk þá aftur I herinn þar. Ariö
1951 var hann sendur til
Malasiu, en Bretar áttu þá I
höggi viö skæruliöa þar. Sú
reynsla, sem hann öölaöist þar,
hefur komiö honum aö góöum
notum á siöari árum. M.a.
brýnir hann hermenn sina á þvl
aö skæruliöar leiki ekki golf á
sunnudögum, og þvi þurfi
jafnan aö vera vel á veröi.
Smith skipaöi Walls yfirmann
hersins I Ródesiu fyrir sjö
árum. Ekkert vinfengi var þá
milli þeirra og hefur ekki veriö
siöar. Walls hefur veriö sagöur
hlynntari Bretum en Smith, og
honum hefur veriö ljósara, aö
hvitir menn I Ródeslu yröu aö
leita samkomulags. Siöan
Muzorewa varö forsætisráö-
herra, hefur veriö ljóst, aö
Walls var meira fylgismaöur
Muzorewa en Smith. Muzorewa
og brezka stjórnin viröast nú
treysta meira á Walls en
nokkurn annan.
Þ.Þ.
Carrington lávaröur, Muzorewa og Smith.