Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagurinn 13. janúar 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sfóu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230,- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. V Blaöaprent. Fjölbrautaskólamir I athyglisverðri ræðu, sem Guðmundur Sveinsson skólastjóri hélt við skólaslit Fjölbrautaskólans i Breiðholti 20. desember sl. minnti hann á, að nýlega hefði verið sett löggjöf um grunnskólann, en enn þá væri ekki til nein samræmd heildarlöggjöf um framhaldsskólastigið. Guðmundi Sveinssyni fórust m.a. orð á þessa leið: „Framhaldsskólastigið er ennþá okkur íslending- um til vansæmdar. Um það er ekki til nein sam- ræmd heildarlöggjöf. Þar drottnar enn þá að veru- legu leyti lögmál frumskógarins. Fyrsta skref i átt- ina til breytinga var stigið með samþykkt laga um stofnun fjölbrautaskóla á vegum Reykjavikurborg- ar og menntamálaráðuneytisins, 5. april 1973. Þau lög voru samþykkt að eindreginni ósk fræðsluyfir- valda Reykjavikur og borgarstjórnar. Hér var hugsað stórt og stefnt inn á nýjar brautir. Hefðu for- svarsmenn Reykvikinga ekki hugsað á þennan hátt væru engir fjölbrautaskólar til i landinu. Og ef til vill er sannleikurinn lika sá, að aðeins einn eigin- legur fjölbrautaskóli er til á íslandi, Fjölbrauta- skólinn i Breiðholti. Það er eini skóli raunverulegr- ar nýbreytni, raunverulegrar endurskipulagningar framhaldsskólastigsins. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti leitast við að bera nafn með réttu. Hann er skóli, sem býður nemend- um val milli sjö mismunandi námssviða. Það er mikilvægast alls að skynja sérstöðu hvers náms- sviðs fyrir sig. Eftir að væntanlegir nemendur hafa áttað sig á námssviðum kemur svo að hinu, að kynna sér námsbrautir hvers einstaks sviðs. Með nokkrum rétti má segja, að hvert námssvið beri við- mót sérskóla er áður kunna að hafa starfað i land- inu einir og einangraðir. Fjölbrautaskólar svokall- aðir, sem ekki leggja rika áherslu á mikilvægi námssviðanna verða um leið tortryggilegir vegna þess, að þeir vekja þann grun, sem sums staðar er reyndar meira en grunur, að þeir séu i reynd skólar eins námssviðs, þ.e.a.s. hreinir og ómengaðir menntaskólar með hefðbundnu sniði, er bjóði annað nám fram i námskeiðum og skipi þvi þannig á óæðri bekk”. Guðmundur Sveinsson vék siðar að þvi i ræðu sinni, að til þess að fjölbrautaskóli gæti risið undir nafni, þyrfti hann að hafa vissa lágmarkstölu nem- enda. Hann sagði: „Fjölbrautaskóli þarf a.m.k. að fá 200-300 nem- endur á hverju ári. Slik stofnun hlýtur þvi að verða 600-800 nemenda skóli að lágmarki. Þvi er lýst i blöðum, að reknir séu f jölbrautaskólar er hafa i ár- gangi milli 20 og 40 nemendur. Þegar svo er háttað er i senn verið að blekkja foreldra og nemendur. Þetta verður þvi ljósara þegar fullyrt er að þessir 20-40 nemendur eigi að skiptast á 4-8 brautir. Þær brautir geta i reynd aðeins verið nafnið eitt”. Við setningu löggjafar um framhaldsskólastigið, ber vissulega að taka þessi ummæli hins reynda skólamanns til gaumgæfilegrar athugunar. Undan- farið ár hafa legið fyrir Alþingi frumvarp um þetta efni, en það strandað af ýmsum ástæðum. En jafnframt þvi, sem hraða verður heildarlög- gjöf um framhaldsskólastigið, er full ástæða til að Alþingi kynni sér, hvernig grunnskólalöggjöfin hefur reynzt og það kerfi, sem hefur myndazt i sam- band við hana. Skólamálin þurfa sifellt að vera i endurskoðun, og þar hvilir ekki sizt sú skylda á Al- þingi að vera alltaf á verði. Þ.Þ. Erlent yfirlit Geta vesturveldin treyst Kínverjum? Eru kommúnistar betri í Kína en Sovétríkjunum? HAROLD Brown, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, dvelst um þessar mundir i Kina og ræðir við valdhafana þar um varnarmál. För þessi hafði ver- ið ákveðin og undirbúin áður en rússneski herinn réðist inn i Afghanistan. Ætlun Browns var aðræða viðKinverja um aðstoð, sem Bandarikin gætu veitt Kina við eflingu landvarna, án þess þö að selja þeim vopn. Að þvi leyti hugðist Bandarikjastjörn láta Kina sitja áfram við sama borð og Sovétrikin. Þá var ætl- unin að ræða um samstarf Kina og Bandarikjanna varðandi þróun mála i Asiu. Fréttaskýrendum þykir nú liklegt, að atburðirnir i Afghan- istan hafi orðið til þess, að um- ræðuefnið hafi orðið meira og viðtækara. M.a. verði rætt um, hvaða aðstoð sé hægt að veita skæruliðum i Afghanistan, en fram að þessu mun þeim aðal- lega hafa borizt aðstoð frá Kina og Pakistan. Þá mun ekki siður rætt um, hvaða samvinnu Kina og Bandarikin geti haft til að stöðva frekari sókn Rússa á þessum slóðum, ef til hennar kæmi. t þessu sambandi hefur þeirri hugmynd verið hreyft, að ekki dugi neitt minna en að Banda- rikin og Kina gangi i eins konar varnarbandalag og verði Atlantshafsbandalagið i óbein- um tengslum við það. Yrði horf- ið að þessu ráði, myndu Banda- rikin og raunar öll vesturveldin hjálpa til að vigbúa Kinverja sem mest. EF ÞESSAR hugmyndir næðu fram að ganga, sem ekki er þó sennilegt að sinni, hefði óneitan- lega orðið mikil breyting á sam- búð Bandarikjanna og Kina á einum áratug. 1 rúm tuttugu ár eða frá 1950-1970 beittu Banda- rikin öllum áhrifum sinum til að koma i veg fyrir, að alþýðulýð- veldið fengi sæti Kina hjá Sam- einupu þjóðunum. Siðast gerðist þetta á allsherjarþinginu 1970. Þessi afstaða Bandarikjanna rakti rætur til þess, að Kina hafði skorizt i leikinn i Kóreu- styrjöldinni, þegar bandariskur her sótti inn i Norður-Kóreu. Þá birtust skyndilega svokallaðir kinverskir sjálfboðaliðar I hundraða þúsunda tali og hröktu bandariska herinn til baka. Segja má, að þetta sé fyrsti hernaðarlegi ósigur Bandarikjamanna. Þetta gátu Bandarikjamenn ekki fyrirgefið og hefndu sin m.a. á þann hátt að halda alþýðulýðveldinu utan Sameinuðu þjóðanna. Bandarikjamenn hafa á ann- an háttorðið fyrir barðinu á kin- verska herveldinu. Kinverjar Hua studdu Vietnama með margvis- legum hætti i Vietnamstyrjöld- inni og áttu þannig verulegan þátt i þvi, að Bandarikin biðu ó- sigur þar. Hér hefur þvi sú saga endur- tekið sig, að óvinir geta orðið vinir á stuttum tima og einnig öfugt. Það hefur hins vegar oft reynzt svo, að slik vinátta byggðist á veikum grunni. AÐUR en Bandarikjam enn hverfa að þvi ráði að gera hern- aðarbandalag við Kinverja, þurfa þeir margt að ihuga. Kin- verjar hafa á liðnum timum ekki siður reynt að færa út yfir- ráð sin en Rússar, Af þvi stafar m.a. hinn mikli fjandskapur, sem er milli þeirra og Viet- nama. Hinir kommúnistisku valdhafar Kina virðast ekki ólikir forfeðrum sinum að þessu leyti. Eittfyrsta verk þeirra var að hertaka Tibet. Þeirhafa átt i styrjöld við Indver ja til að ná af þeim nokkrum umdeildum landamærahéruðum. Og þeir gerðu innrás i Vietnam á sið- astl. vetri og sýndu með henni að hverju þeir stefna i Suðaust- ur-Asiu. Þegar Kinverjar hafa vigbúizt vel og eflzt á annan hátt, mun ekki draga úr þjóð- ernisstefnu þeirra. Valdhafar Kinverja eru engu minni kommúnistar en ráða- menn Sovétrikjanna. Þeir dýrka ekki aðeins Maó, heldur Leninog Stalin.og ásaka RUssa fyrir að hafa svikið stefnu þeirra. Nýlega minntustþeir 100 ára afmælis Stalins með þvi að gefa út frimerki með mynd af honum. Kinverski kommúnism- inn er ekkert frábrugðinn rúss- neska kommúnismanum að þvi leyti, að hann er útþenslustefna. Markmið beggja er að vinna að sigri kommúnismans um heim allan. Það, sem veldur mest misklið valdhafanna i Peking og Moskvu, er að báðir gera tilkall til að vera forustumenn hinnar kommúnistisku heimshreyfing- ar. Ef vesturveldin tækju það ráð að vigbúa Kinverja i þeirri von að halda RUssum I skefjum, myndu Rússar að sjálfsögðu- auka vigbúnað sinn og nýtt vig- búnaðarkapphlaup hefjast, sennilega enn stórfelldara en nokkru sinni fyrr. Þegar fram' liðustundir, gætu hin kinversku vopn ekki siður beinzt gegn vesturveldunum en vopnRUssa. Fyrir vesturveldin er þvi vafalaust hyggilegast að bind- ast hvorugu hinna kommUnist- isku risavelda, heldur gæta vöku sinnar gagnvart þeim báð- ium. Hins vegar getur komið til greina takmarkað samstarf við þau til að halda i skefjum þvi þeirra, sem eryfirgangssamara hverju sinni. Þ.Þ. Hua og Brown við hersýningu i Peking.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.