Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.01.1980, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingafélag Auglýsingadeild Tímans. 18300 Þriðjudagur 22. janúar 1980 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. Vesturgötu II wUWIlwML simi 22600 —■mmeat mragBHMB Stærsti láglaunahópurinn? 200 f jölskyldur einstæðra foreldra hafa innan við 300 þús. kr. fram- færslueyri á mánuði HEI —t kjaramálaumræðunni að undanförnu hefur oft verið varp- að fram þeirri spurningu hvernig fjölskyldur eigi aö geta lifaö „mannsæmandi lifi” af dæmi- geröum mánaðarlaunum verka- manna, sem nú eru um 230-250 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóöhagsstofnun eru það sem betur fer lítill hluti af hefðbundn- um fjölskyldum þ.e. hjónum, sem þurfa að lifa af þessum tekjum, þar sem aöeins 10% af öllum hjónum I landinu þ.e. um 4.500 hjón eru talin hafa lægri brúttó fjölskyldutekjur en 420 þús. kr. á mánuði á yfirstandandi vísitölu- timabili. Innan þessa 10% hóps mun aðallega vera um að ræða fólk sem hætt er störfum fyrir aldurs sakir og nokkuð af náms- fólki. önnur 10% hjónafjöl- skyldna hefur siðan mánaðar- tekjur á bilinu 420-540 þús. kr., þannig a ð af þvi verður séð aö yfir 80% hjóna, og innan þess hóps væntanlega nær allar fjölskyldur á besta aldri, hafa yfir hálfa mill- jón I mánaðartekjur. Helminguraf hjónumeraftur á móti talinn hafa yfir 800 þús. kr. mánaðarlaun um þessar mundir. Nú spyr sjálfsagt einhver, eru þá nær engar raunverulegar lág- launafjölskyldur ilandinu? JU þvi miðureruþæralltof margar. Um 2 þús. af um 5.200 einstæðum for- eldrum, eða um 40%, eru taldir hafa innan við 220 þús. kr. brúttó mánaðartekjur á yfirstandandi mánuði. t brúttótekjum eru inni- falin mæðralaun, en ekki með- lagsgreiðslur, sem nú nema tæp- lega 40 þús. króna á mánuði með hverju barni. Samkvæmt könnun Félags ein- stæðra foreldra á högúm rúmlega 400einstæðra foreldra, kom fram að tæpur helmingur þeirra hafði eitt barn — innan 16 ára aldurs — á framfæri og rúmur helmingur 2 börn og fleiri. Af þessu má draga þá ályktun, að a.m.k. 200 — að meðaltali um þriggja manna — fjölskyldur hafa innan við 300 þús. króna sér til lifsframfæris á mánuði. Þar við bætist að i könn- uninni kom einnig fram að um helmingur þessa hóps bjó i leigu- húsnæði, sem er miklu hærra hlutfall en meðal hjónafjöl- skyldna. Til viðmiðunar bæta við að samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar hafa 2-3 þús. hjón (um 5-7%) og þá sennilega i lang flestum tilfellum tveggja manna fjölskj'ldur, brúttótekjur undir 320 þús. kr. á mánuði. Um þessar mundir er þurrviðri og frost og hentugt tlðarfar til skautafþróttaiðkana og þótt hann blási er ekki annað en búa sig þess betur. Og sumir þurfa ekki einu sinni á skautum að halda, eins og þessi á myndinni, sem Tryggvi hitti nýlega á förnum vegi. Jaröstööin býður möguleika á stórbættu sjónvarpsefni Fær sjónvarpið daglega „frettapakka” í framtíðinni? AM — Þegar við ræddum við forstöðumenn jarðstöðvarinnar viö úlfarsfell i gær, kom fram að sjónvarpiö hugleiðir nú kaup á daglegum fréttapakka sem Samband sjónvarpsstöðva I Evrópu sendir út og er einkum ætlaður fyrirlönd i Litlu Asiu og við Miðjarðarhafsbotn. Þessi „pakki” er 90 minútna sending og ætti Rikisútvarpið að geta notfærtsér hannallaneða hluta hans, fyrir milligöngu tækni jarðstöðvarinnar. Er augljóst að hér yrðiumaðræða byltingu i fréttastarfsemi sjónvarps, ef af verður. Reykjavík vel sett með óbyggðar lóðír — undir atvinnuhúsnæöi Kás — Stundum vilja vopnin snú- ast i höndum manna þegar þeir ætla að slá sér upp á kostnað ann- arra. Þannig fór fyrir Birgi Isleifi Gunnarssyni, fyrrverandi borg- arstjóra, á siöasta fundi borgar- stjórnar, þegar hann spurðist fyr- ir um það hvað væri nú óúthlutað ! af lóðum undir atvinnuhúsnæöi á skipulögðum svæðum i borginni. Eins og kunnugt er úthlutuðu Birgir og félagar öllum lóðum af þessu tagi fyrir siöustu borgar- stjórnarkosningar, hvortsem þær voru tilbúnar eöa ekki. Virðist svo sem Birgi hafi tekist með þessari timbæru umræðu i borgarstjórn Til átaka kom milli tveggja ungra Reykvikinga við biöskýli SVR á Sogavegi aðfararnótt sunnudagsins. Deilur munu hafa komiö upp milli þeirra I strætisvagni á leið um Sogaveg- inn og enduðu þær með þeim af- leiðingum aö annarpiltanna hljóp að koma þvi til leiðar, að þeim sem hann Uthlutaöi lóöum undir atvinnuhUsnæði fyrir kosningar, verði settur ákveðinn byggingar- frestur og lóðirnar teknar af þeim að þeim tima liðnum hafi þeir ekki hafist handa eða ef bygging- aráform þeirra eru ekki fullnægj- andi aö mati borgaryfirvalda. Egill Skúli Ingibergsson, borg- arstjóri, byrjaði á þvi að svara Birgi hvar fyrirhugað væri að skipuleggja og gera byggingar- hæf næstu svæði fyrir iðnaðar- og atvinnustarfsemi, ef frá eru talin svæði þau sem þegar er bUið að úthluta á, og byggingafram- úr vagninum á fyrrgreindum staö en hinn elti. Kom til slagsmála milli þeirra viö biðskýlið. Meiðsli munu ekki hafa oröið mikil en sá er flýði hefur þá einhverja áverka. Arásin var kærð tilrannsóknar- lögreglunnar og er i rannsókn. kvæmdir eru komnar á lokastig eðaerurétt að hefjast, þ.e. Skútu- vogur, Borgarmýri, Vatnagarð- ar, ArtUnshöfði, og 3ja hektara svæði austan Skeifunnar. Eru það tvö svæði sem nú er verið að und- irbúa að þessu leyti, þ.e.a.s. svæði i Selási og annað við Úlf- arsfell og i Reynivatnslandi. Er þessar vikurnarveriðaðbera þau saman og verður i framhaldi af þvi tekin ákvörðun um á hvoru verður byrjað fyrr. Verða þau til- búin til Uthlutunar á árunum 1981-82. Kristján Benediktsson sagði að það væri vissulega áhyggjuefni ef ekki yrði hægt að Uthluta lóðum undir atvinnuhúsnæöi fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. — Við vitum hins vegar öll, að þegar nú- verandi meirihluti tók við i borg- arstjórn, þá haföi fyrirrennari hansúthlutað öllum Ióðum semtil voru á þessu sviði, og það tekur tlma að undirbúa ný svæði, sagði Kristján. — Birgir tsleifur var duglegur við að úthluta öllu þvi landi sem hanngat fyrir siðustu kosningar, en þörfin virðist ekki alltaf hafa verið fyrir hendi, ef marka má byggingarframkvæmdirnar á þessum svæöum nú, sagði Kristján ennfremur. Sigurjón Pétursson, tók i sama streng, og sagöi að sjálfsagt væru fá sveitarfélög eins vel sett og Reykjavik með óbyggðar bygg- ingalóðir undir atvinnuhúsnæöi, sem þó væri búið að úthluta. Hlut- fallið væri ótrúlega hátt. Sagði Sigurjón ljóst, aö stund- aðar hefðu verið óþarfa úthlutan- ir i tið fyrri meirihluta i borgar- stjórn. Hann hefði áhyggjur af þeim fyrirtækjum sem setjast vildu að i borginni en fengju ekki lóð undir starfsemi sina, vegna úthlutana til fyrirtækja sem ekki ætluðu eða hefðu ekki hafist handa við byggingaframkvæmd- ir. Þessum fyrirtækjum yrði að setja ákveðinn byggingarfrest og siðan að taka af þeim lóðirnar ef þáu hefðu ekki hafist handa. — Mér finnst rétt að þær lóðir sem fyrir hendi eru veröi byggðar, og það sem allra fyrst, sagði Sigur- jón. Björgvin Guömundsson, mælt- ist einnig til um að borgin óskaði eftir bygginaráformum frá þess- um fyrirtækjum, og væru þau ekki fullnægjandi að matiborgar- yfirvalda, þá yrði löðarúthlutunin afturkölluð. Birgir tsleifur sté siðastur I pontu og sagðist harma að fyrir- tæki sem úthlutað hefði verið góð- um lóðum nýttu þær ekki. Endaöi hann á þvi að taka undir orð odd- vita meirihluta flokkanna i borg- arstjórn, og segja að sjálfsagt væri að taka lóðirnar af þessum fyrirtækjum, eftir að settur heföi verið ákveðinn byggingarfrestur. Bræla á loðnunni AM — Bræla er enn á loðnumið- unum og ekkert hefur veiðst frá þvi á föstudag, þegar nokkrir bát- ar veiddu um 8 þúsund tonn. Munu flestir bátanna hafa leitað hafnar eða liggja i vari. Saxa Lid- man hlaut verðlaun Norður- landaráðs Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hefur verið úthlutað og hlaut þau að þessu sinni sænska skáld- konan Sara Lidman, fyrir verk sitt „Börn reiðinnar”. Er þetta i fyrsta sinn sem kona hlýtur bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Líkamsárás við biðskýli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.