Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 25. janúar 1980 20. tölublað—64. árgangur Eflum Tímann Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 : Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Umræðugrundvöllur Alþýðuflokksins: „Ýtrasti kratismT ,,l>etta er ýtrasti kratismi" er hafteftir einum af foringjum Alþýðuflokksins um þau ,,drög aö umræöugrundvelli" sem Benedikt Gröndal lagði fyrir fulltrúa annarra stjórnmála- flokka i gær. Samkvæmt heimildum blaðs- ins eru drög Alþýðuflokksins alllangt mál, en þó fyrst og fremst almenn stefnuatriði og viljayfirlýsingar. í nokkrum málaflokkum mun þó vera kveðið skýrt að orði. Þannig mun plaggið hafa að geyma ómengaðar öfgatil- lögur Alþýðuflokksins i land- búnaðarmálum. „Þeir hafa ekkert lært og engu gleymt" sagði einn alþingismaður um land- búnaðarkaflann i gær. Þá vakti það athygli manna að i drögunum er gert ráð fyrir þvi að Byggöasjóður verði lagður niður og öllum fjár- festingarlánasjóðum steypt i eitt bákn. Eins og kunnúgt er skemmti Vilmundur Gylfason sjón- varpsáhorfendumfyrir nokkru með þvi að tala um bændur og vinnslustöðvar landbúnaðar ins sem óskylda aðila, en sem kunnugt er eru vinnslufyrir- tækin samvinnufélög i eigu bændanna. i drögum Alþýðuflokksins nú er sagt að lagt sé til að sam- vinnufélög framleiðenda verði i reyndsvo gott sem bönnuð með þvi að settar verði reglur sem aðskilji hagsmuni bænda og vinnslufyrirtækjanna, þvert ofan i margyfirlýstan vilja bænda sjálfra. 1 drögunum er lagt til að Seðlabanka islands verði selt viðtækt vald, eða „þvi sem næst alræði" samkvæmt heimildum blaðsins, um mörg mikilvæg- ustu svið peningamála. Samt sem áður vilja alþýðuflokks- menn jafnframt setja á s'tofn „efnahagsráðuneyti." i drögunum er ekki gert ráð fyrir þvl að samráð verði höfð við fulltrúa launþega um kjara- málastefnuna á þessu ári. Þvert á móti er gerð tillaga um allverulega beina skerðingu vlsitölubóta á laun, „Þeir vilja hreint kauprán", sagði einn þingmaðiir I viðtali við blaðið 1 gær. I gærdag kom þingflokkur og framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins saman til fundar til að fjalla um drög Alþýðuflokksins. Fundinum var haldið áfram i gærkveldi, og var honum ekki lokið þegar blaðið fór i prentun. Fíkniefnalögreglan: Upplýst um þjófnaði á tugþúsundum lyfja- tafla — um 60 af meintum kaupendum taflanna yfirheyrðir FRI— Undanfarna mánuði hefur verið unnið að rannsókn hjá fikniefnadeild lögreglunnar i Reykjavik i nánu samstarfi við rannsóknarlögregluna á um- fangsmiklu lyfjasölu- og fikni- efnamáli. Aðsögn Guömundar Gigju lög- reglufulltrúa hjá fikniefnalög- reglunni var i byr jun upplýst um minniháttar sölu á kannabisefn- um, en við eftirfarandi húsleit fundust lyfjatöflur er beindu rannsókn að óupplýstum þjófnuðum úr apótekum á tug- þúsundum lyfjatafla. Slfk mál höfðu áður að hluta til verið rannsökuð hjá rannsóknarlög- reglunni en siðan vegna fyrr- greinds aðdraganda hjá ffkni- efnadeildinni. Um viðtæka sölu og dreifingu á lyfjatöflunum er að ræða og hafa um það bil 60 af meintum kaup- endum taflanna verið yi'ir- heyrðir. Tveir menn sátu i gæsluvarð- haldi um tima vegna málsins, annar þeirra i 50 daga. Málið verður á næstunni sent rikissaksóknara til umfjöllunar. Krafla: Rólegt landris skjálftar í Reynihlíð um 20-30 á dag FRI— Landhefur risið rólega við Kröflu allan janúarmánuð og skjálftar á mælinum I Reynihlíð hafa mælst um 20-30 á dag. Að sögn jarfræðinga á skjálftavakt- inni þá mælast um 20-30 á dag. Að sögn jarfræðinga á skjálftavakt- inni þá mælast um þrefalt fleiri skjálftar á mælunum við Kröflu sjálfa en hún er nær umbrota- svæöinu. í desember s.l. varð hægt sig við Kröflu og skjálftar duttu niður. Má búast við að þá hafi eitthvað lekið út af svæðinu neðanjarðar. Land byrjaði svo að risa aftur og hefur verið á hægri uppleið siöan. Að sögn fólksins á skjálfta- vaktinni þá treystir enginn sér til að segja um framhaldið en menn biða og sjá hvað veröur . Verðhækkanir á gjald- skrám opinberra fyrirtækja JSS — Rlkisstjórnta heimil- aðif gær á fundi sinum hækkun á gjaldskr á nokkurra opin- berra stofnana og fyrirtækja. Fargjöld Strætisvagna Reykjavikur hækka um 13%, Póstur og sími um 13%, og gjaldskrá Landsvirkjunar uni 27%. Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur hækkar um 20%, Og Hafmagns veitu Reykjavíkur um 12%. Loks hækka aogöngu- miðar Þjóðleikhússins og Sin- fóníunnar um 16%. Fer skilvísi manna eftir fasteignamati? Sjá baksíðu ,Grálúsugt' — segir Páll Pétursson um um- ræðugrundvöll Benedikts Gröndal HEI— „Þetta er fráleitt plagg sem ég tel tilgangslaust og niðurlægjandi að ræða" svaraði Páll Pétursson, al- þingismaður er Timinn spuröi hann I gærkvöldi hvernig hon- um litist á umræðugrundvöll þann sem Benedikt Gröndal hefur nú lagtfyrir alla flokkana til undirbúnings stjórnar- myndunarviðræðna. „Þeir kalla þetta sjálfir til- raun til málamiolunar og segj- ast hafa hliðsjón af hugmynd- um og tillögum sem komið hafa frá öðrum flokkum. Ekki leynir sér þó þeirra ættarmót. Plagg- ið er grálúsugt af atriðum sem engin leið er að koma heim og saman við stefnu Framsóknar- flokksins. Það er miklu fjar- stæðara en hinar upphaflegu tillögur Alþýðuflokksins sem ræddar hafa verið I stjórnar- myndunarviðræðum að undan- förnu" sagði Páll. Um einstök atriði sagði hann m.a.: „Landbúnaðarstefnan i tillögunum er alveg forkastan- leg frá orði til orðs og ekkert atriði hennar nýtilegt. T.d. ætla þeir að fella að mes tu niður út- flutningsbætur á búvöru. Kjaramálastefnan er bullandi kauprán i fullkominni andstöðu við launþegasamtökin og sam- ræmistá engan hátt stefnu okk- ar fr amsóknar manna . Peningamálastefnan er vægast sagt stórgölluð og ég er ekki einu sinni til viðtals um að leggja Byggöasjóð niður. Þarna felast einnig ótrúleg stóriðjuplön og verslun við út- lendinga um auðlindir lands ins. ftg get þvi ekki séð að þetta sé umræðugrundvöllur á nokk- urn hátt og að mér læðist sá grunur að það hafi heldur ekki verið útbúið til þess", sagði Páll að lokum. Nú er veriö að leggja sfðustu hönd á framkvæmdir við þann atanga verkamannabústaðanna f Breiðholti, sem afhentur verður I byrjun næsta mánaðar. Timamynd Róbert Verkamannabústaðir í Eólahverfi: Fyrstu Mð- ir afhentar ánæstunní JSS — Fyrstu verkamannabú- staðirnir i Hólahverfi I Breið- holti verða afhentir á næstunni. Eins og áður hefur komið fram er samtals um að ræða 18 fjöl- býlishús og eru 12 ibúðir i hverju þeirra. Aðsögn Magnúsar L. Sveins- sonar varaformanns stjórnar verkamannabústaða er fyrir- hugað að afhenda fyrstu 12 ibúðirnar i fyrstu viku febrúar og aðrar 12 i annarri viku sama mánaðar. I upphafi hafði verið gertráðfyrir aösíöustu ibúðirn- ar yrðu afhentar I febrúar á næsta ári, en Magnús sagði að til stæði að reyna að flýta fram- kvæmdum, þannig að allir bú- staðirnir yrðu afhentir á þessu ár i. Væri vonas t til að það tækist. Ibúöirnar i fjölbýlishúsunum skiptast þannig eftir stærðum að i hverju þeirra eru 6 þriggja herbergja ibúðir, 4 tveggja manna og 2 einstaklingsfbúöir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.