Tíminn - 29.01.1980, Page 7

Tíminn - 29.01.1980, Page 7
Þriðjudagur 29. janúar 1980 7 Skólatannlæknar hafa sent dagblöðunum greinargerð til varnar blessuðum flúornum. Tilefnið er greinar i blaðinu Hollefni og heilsurækt, sem Heilsuhringurinn gefur út. En har var optið sambands flúors við krabbamein og heilaskaða. Einnig getið um, að barn hafði dáið af flúoreitrun. Þar var vissulega um „slys” að ræða, eins og tannlæknar benda á i grein sinni. öllu frem- ur þó, ákaflega alvarlegt gáleysi, að segja barninu ekki að skola munnin, en ekki drekka flúorblönduna. — En hvað á að segja um læknana, sem létu barnið biða, þrátt fyrir þrá- beiðni móðurinnar, þangað til það hafði misst meðvitund, og að dauða komið? I sambandi við flúorinn og krabbann, er i' Hollefni og heilsurækt, vitnað til visinda- manna, viðkunnra fyrir rann- sóknir sinar á krabbameini. Tannlæknarnir segja, að „byggt sé á falskri rannsókn”. Þessir visindamenn, eiga sem sagt að hafa fórnað visinda- heiðri sinum fyrir einhvern loddara, sem seldi „undralyf” gegn krabbameini, til að „hafa fé af grandalausu fólki. Ég skora á yfirlækninn að færa rök fyrir þessum alvarlegu staðhæfingum. Að sjálfsögðu vita læknarnir, að um áratugi hafa farið fram rannsóknir á þessu sviði. Hér skal birt linurit um krabbamein, fyrir og eftir flúor- blöndun vatns, Ut i Birming- ham. 1 grein læknanna um flUorinn og heilaskaðann, segja þeir, að notaðir hafi verið „miklu stærri flUorskammtar en notaðir eru til tannverndunar”. 1. Hve stórir skammtar voru notaðir? 2. Er það rangt, að heilinn sé meðal þeirra liffæra, sem eru hvað viðkvæmust fyrir flUor? Ég skal ekki efast um, að tannlæknarnir, sem að greininni standa, verji flúorinn af ein- lægni, svo mjög sem hann er þó umdeildur, einnig meðal tann- lækna. Vel vita þeir, að tannlækna- samband Bandarikjanna klofn- aði um flúorinn. Dæmi um hið gagustæða 1 greininni er ekki farið dult með, að ósk læknanna er flúor- blöndun drykkjarvatns, þótt „ná megi sama árangri með flúortöflum”. Það er þvi sama, hvort drukkið er flúorvatn eða teknar töflur.En vatn er örugg- ara, þvi að vatn drekka allir, en töflur geta gleymst. — FlUor- blöndun vatns er þvi það, sem aðer stefnt, (1 mg i litra) það er sá skammtur, sem tekin er ábyrgð á að sé innan skáða- marka. — En er hann það? Ég tek hér i þriðja skipti upp skýra frásögn af hinu gagn- stæða.: Dr. Dannegger, sviss- neskur efnafræðingur, sem Krukkað í flúorinn Átrúnaðargoö skólatannlækna trúði flúorupplýsingum, segir frá reynslu sinni i „Berner Tag- blatt” (3-2-63) þrem elstu börn- um sinum hafði hann gefið 1/2 skammt, hálfan skammt. Annað og þriðja barn fengu flUorFYRIR fæðingu.En þegar barn nr. tvö, var 2 1/2 árs, fékk það dökka bletti á tennur — flúorbletti, og hafði þó fengið aðeins 1/2 skammt. Þá var flúorgjöf til þeirra allrahætt. — Tannglerungurnr. 2, var lélegur.Og öll fengu börn- in tannátu 4-5 ára gömul. Auk þessu höfðu börn 2 og 3 sem fengið höfðu flúorfyrir fæðingu, ofnæmi og smálikamsgalla, sem þekktist ekki áður innan fjölskyldunnar. 4ða barnið fékk ALDREI flúor, heldur kalk frá þvi fyrir fæðingu. Það hafði allar tennur HEILAR á þeim aldri, sem hin höfði fengið tannskemmdir. Og það var laust við ofnæmi og likamsgalla. — Ekki bera þessi dæmi flúornum góða sögu. KALKIÐ reyndist miklu betra. Engin svör Tannskemmdir er almennur og alvarlegur sjúkdómur hér á Islandi. Hann kostar hið opin- bera mikið fé. Einnig ein- staklinginn. Annað heilsutjón i tengslum við tannátuna, veit enginn, hve mikið og alvarlegt kann að vera. Það var þvi ekki að ófyrirsynju, að form. tannlækna flutti erindi um þennan heilsufarsþátt á ráð- stefnu um heilbrigðismál, á fyrri helmingi liðins árs. — En aðalráð hans var flUorblöndun vatnsins, sem við drekkum, not- um i mat, og er aðalinnihald öls og gosdrykkja. Ég skrifaði strax grein, og lagði fyrir hann spurningar sem ég óskaði svars við. — Ekkert svar — Ég skrifaði nýja grein méð sömu spurningum, sem birt var i Dagblaðinu 12. des og oskaði svara. — En ekkert svar. Það verður-að teljast mjög al- varlegt, er forystumaður tann- lækna neitar að gefa upplýsing- ar um það efni, sem hann mælir með að blandað verði i mat og drykk almennings. Ekki sist þar sem þetta efni er eitthvert sterkasta eitur sem þekkist. Og spurn ætti það að vekja leitandi læknum, að ýmsir vis- indamenn, sem fylgdu flúorn- um, sneru við honum baki og gegn honum, er þeir hófu eigin rannsoknir, eða ky nntu sér hann frá sem flestum hliðum. Mikilvægar spurningar Af öllu ofangreindu má oiium ljóst vera, að það er ekki Ut i bláinn að óska upplýsinga. Ég leyfi mér þvi að beina spurning- um til yfirlæknisins, og vænti svars: 1. Varflúorblöndunvatns hafin að gerðum tilraunum gegn tannátu? 2. Hafði gildi þess, eða hugsan- leg skaðsemi, gegn öðrum sjúkdómum, verið rannsakað? 3. Hvað hefur reynslan sannað um gildi þess, eða skaðsemi gegn öðrum sjúkdómum? 4. Heíur natriumflúor sama gildi og náttúrlegur flúor. Eða hver er munurinn? 5. Er flUor óskaðlegur hvers konar sjúklingum? 6. Er flúor heilsusamlegur þunguðum konum? 7. Hvers vegna banna ýmsar þjóðir flúorblöndun vatns? 8. Hve margar borgir Banda- rikjanna hafa horfið frá flúorblöndun, og hvers vegna? 9. Er flUor nauðsynlegur góðri tannheilsu? 55 58 60 64 66 68 70 73 Tölurnar fengnar úr heilbrigöisskýrslum frá Birmingham. 10. Að hvaða leyti er flúor betri en kalk og fósfór? 11. Vinna þau efni, er tann- skemmdum valda, ekki víðar tjóni en i tönnum? Sé svo, bætir flúor þá það? 12. Var ekki flúorblandað vatn dæmt heilsuskaðlegt, af dómstól i Bandarikjunum? 13. Hefur læknasambandið amerlska — AMA — mælt með flúorblöndun vatns? 14. Hvers vegna kaupir for- göngumaður flúorblöndunar dr. Cox, flúorsnautt vatn, i stað þess að drekka hið „heilsusamlega” flúorvatn, sem hann berst fyrir handa öðrum? 15. Engum hefur tekist að sanna, að flUorblandað vatn sé skaðlaust. — 20.000.00 — dollarar, biða þvi enn. 16. 1 Japan hafa 6000 börnum verið dæmdar skaðabætur vegna heilsutjóns af flúor- blönduðu vatni, Vitnar það um það öryggi sem predik- ið er? I þessum greinastúf er getið örfárra atriða, af fjöida mög- um. — Ljóster af afstöðu skóla- tannlækna, að ræða þarf þessi mál. Grein þeirra þakka ég þvi, og efast ekki um að ofangreind- um spurningum verði svarað. þá veit almenningur litið eitt meira um að blanda þann drykk eitri, sem nátturan hefur gefið okkur hollastan vatnið. Ókeypis flúortöflur gegn tannskemmdum EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást í öllum pösthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift Q heila □ hálfa á mánuðÍ Nafn____________________________________________ Heimilisf.-------------------——— -------------- _____________________________________________Slmi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.