Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 2
Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu handtók 16
manns í húsi í Garðabæ í gær-
morgun. Fólkið var undir áhrifum
fíkniefna.
Að sögn lögreglu barst tilkynn-
ing frá borgara, um klukkan 10
um morguninn, að mikil fíkni-
efnaneysla ætti sér stað í
samkvæmi. Á vettvangi fannst
talsvert magn fíkniefna af
ýmsum gerðum og greinileg
merki um neyslu.
Fólkið brást illa við lögreglunni
sem handtók stóran hluta gest-
anna, eða 16 manns, sem fyllti
fangageymslur lögreglunnar á
Hverfisgötu og í Hafnarfirði. Allt
tiltækt lið lögreglunnar sinnti
útkallinu.
16 handteknir í
heimahúsi
„Aðkoman var skelfileg og mér
sýnist allur lagerinn ónýtur,“ segir
Finnbjörn Þorvaldsson, starfsmað-
ur í tölvuversluninni Hugver á Vita-
stíg 12. Á miðvikudagskvöld rofn-
aði heitavatnsæð undir gangstéttinni
fyrir framan húsið með þeim afleið-
ingum að 80 gráðu heitt vatn flæddi
niður götuna og inn í kjallara húss-
ins. Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var um 100 tonnum af heitu vatni
dælt upp úr kjallaranum.
„Við geymum tölvur, skjái og
annan dýran búnað þarna á lagern-
um og þegar verst lét var þar um
30 cm djúpt vatn. Gufan var líka
mikil svo það sem blotnaði ekki
varð hálf gufusoðið,“ segir Finn-
björn.
Þá lak einnig inn í verslunina
sjálfa sem er á jarðhæð og þar
urðu talsverðar skemmdir. „Þetta
er mjög sorglegt sérstaklega með
tilliti til þess að við lentum í vatns-
tjóni í desember. Þá eyðilagðist
stór hluti lagersins og verslunin
var lokuð í rúman mánuð meðan
verið var að koma öllu í samt horf,“
segir Finnbjörn.
Að sögn Helga Péturssonar,
almannatengslafulltrúa hjá Orku-
veitu Reykjavíkur, er óvenjulegt
að heitavatnsrör rofni með þess-
um hætti. Svo virðist sem tæring
hafi verið komin í rörið og það því
gefið sig. Um 40 mínútur liðu frá
því tilkynnt var um lekann og þar
til búið var að stöðva hann. Þá
hafði lögreglan lokað Vitastígnum
og hluta Laugavegs fyrir umferð
vegna vatnsflaumsins. „Það má
segja að það hafi verið lán í óláni
að þetta gerðist á þessum tíma sól-
arhringsins en ekki þegar fleira
fólk var á ferli,“ segir Helgi.
Vegfarendur sem áttu leið um
svæðið áttu fótum fjör að launa.
Sjö manns leituðu á slysadeild
vegna brunasára á miðvikudags-
kvöld og einn í gær. Flestir brennd-
ust á fótum og í flestum tilfellum
var ekki um alvarlegan bruna að
ræða. Þrír voru þó lagðir inn vegna
sára sinna.
Starfsmenn Orkuveitunnar unnu
við viðgerð leiðslunnar alla nóttina
og var viðgerð lokið um klukkan
11 í gærmorgun.
Skelfileg aðkoma á
lager tölvuverslunar
Gríðarlegt tjón varð í tölvuverslun á Vitastíg þegar heitavatnslögn gaf sig í mið-
borg Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Sjóðandi heitt vatn flæddi niður Vitastíg
og Laugaveg. Átta vegfarendur leituðu á slysadeild vegna brunasára.
Þrítugustu og fyrstu
Andrésar andar-leikarnir voru
settir í íþróttahöllinni á Akureyri
á miðvikudagskvöld. Um 800 börn
á aldrinum 6 til 14 ára eru í bænum
vegna leikanna sem hafa farið
afar vel fram.
„Þetta gengur bara snilldarvel.
Við fengum brakandi blíðu á
fimmtudag þannig að hér í fjall-
inu voru 800 brosandi börn og
álíka margir brosandi foreldrar,“
segir Ingólfur Gíslason, formað-
ur Andrésar andar-nefndarinnar.
Skíðabörnin og aðstandendur
þeirra troðfylltu íþróttahöllina á
miðvikudagskvöld og segir
Ingólfur að stemningin hafi verið
eins og á Ólympíuleikunum.
„Það er gaman að sjá að nú eru
fleiri keppendur en í fyrra svo
snjóleysið virðist ekki hafa áhrif á
skíðaáhugann,“ segir Ingólfur og
bætir því við að snjóframleiðslan í
Hlíðarfjalli hafi svo sannarlega
sannað gildi sitt. „Það er lítill nátt-
úrulegur snjór í fjallinu og alveg
ljóst að þessir leikar væru ekki í
gangi núna ef ekki væri fyrir snjó-
byssurnar,“ segir Ingólfur.
Tilbúinn snjór til bjargar skíðamóti
Randver, látið þið ekki undan
Pressu?
„Ég lít svo á að íbúakosn-
ing um þessi mál séu farsælasta
leiðin til þess að skapa sátt,“ segir
Jóhanna Lilja Arnardóttir, íbúi í
Brautarholti og varamaður í
hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps.
Forsvarsmenn hreppsins hafa
það á sínu valdi hvort virkjana-
framkvæmdir í neðri hluta Þjórsár
ganga eftir eða ekki, í þeirri mynd
sem Landsvirkjun áætlar. Íbúar í
hreppnum eru rúmlega 500.
Fjallað var um athugasemdir
við umhverfismat vegna virkjana-
áformanna á fundi hreppsnefndar
í vikunni en samtals bárust um 90
athugasemdir.
Sigurður Jónsson, oddviti í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi, úti-
lokar ekki að það komi til íbúa-
kosningar vegna málsins. „Það
hafa ekki borist formlegar óskir
um að það fari fram íbúakosning
um þessi mál en það er ekki útilok-
að að svo fari en þá munum við
skoða þau mál í sveitarstjórninni.
Við fórum yfir athugasemdir
vegna fyrirhugaðra framkvæmda
í vikunni og það liggur fyrir að við
þurfum að meta þær og svara
þeim hverri fyrir sig.“
Landsvirkjun hyggst byggja
þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs-
ár fyrir neðan Búrfellsstöðvar.
Efsta virkjunin hefur verið nefnd
Hvammsvirkjun, næsta Holta-
virkjun og neðsta virkjunin
Urriðafossvirkjun. Gert er ráð
fyrir því að samanlögð stærð lón-
anna vegna þessara virkjana verði
um 21 ferkílómetri en heildar-
framleiðsla þeirra verður um 255
megavött, sem nemur um 2000
gígavattstundum á ári.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
undirbúning vegna virkjananna
vera langt á veg kominn. „Undir-
búningur vegna útboðs fyrir fram-
kvæmdirnar er langt kominn en
hann hefur gengið vel. Vitanlega
hefur íbúakosningin í Hafnarfirði
[vegna fyrirhugaðrar stækkunar
álversins í Straumsvík] áhrif á
tímapressuna sem var uppi en við
ráðgerðum að geta hafið fram-
kvæmdir í haust til þess að geta
afhent rafmagn til stækkaðs álvers
á tilsettum tíma. Það sem við erum
að gera núna er að undirbúa okkur
undir að geta hafið framkvæmdir
með skömmum fyrirvara.“
Kosningabaráttunni
fyrir forseta-
kosningarnar
sem fram fara í
Frakklandi á
sunnudag lauk í
gærkvöldi. Afar
mjótt er á
munum milli
Nicolas
Sarkozy,
frambjóðanda
hægrimanna,
og Segolene
Royal, fram-
bjóðanda sósíalista, samkvæmt
skoðanakönnunum.
Sarkozy hefur ögn betur
samkvæmt nýjustu könnun Le
Figaro, en þar mælist hann með
28,5 prósenta fylgi, en Royal með
25 prósent. Francois Bayrou er
þar spáð 19 prósenta fylgi og
þjóðernissinnanum Jean-Marie
Le Pen 14 prósentum. Helmingur
kjósenda á eftir að gera upp hug
sinn.
Helmingur er
enn óákveðinn
Samfylkingin bætir mest
við sig allra flokka í nýrri könnun
sem Capacent gerði fyrir
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið,
fær 24 prósent atkvæða og bætir
við sig sex prósentustigum úr
síðustu könnun.
Vinstri græn tapa hins vegar
sex prósentustigum og mælast
með 19 prósent. Ríkisstjórnin
heldur velli samkvæmt könnun-
inni, með 33 þingmenn. Sjálfstæð-
isflokkur mælist með 41 prósent
atkvæða og Framsóknarflokkur
tapar tveimur prósentustigum og
mælist með átta prósent. Frjáls-
lyndir mælast með 4,3 prósent,
Íslandshreyfingin með 3,3 og
Baráttusamtökin með 0,5.
Samfylkingin
hækkar mest
Ísbjarnarhúnninn
Knútur nýtur nú gæslu fimmtán
öryggisvarða í dýragarðinum í
Berlín eftir að honum bárust
líflátshótanir.
Þýska dagblaðið Bild greinir
frá því að dýragarðinum hafi
borist handskrifað bréf þar sem
bjarnarhúninum er hótað lífláti.
Þýska lögreglan vill ekkert
frekar segja um efni bréfsins.
Hún tekur það þó mjög alvarlega
og sendi lögreglu á vettvang um
leið og bréfið barst og tóku fjórir
lögreglumenn sér þegar í stað
stöðu við búr hans.
Knútur í gæslu
eftir morðhótun
Það hafa ekki borist
formlegar óskir um að
það fari fram íbúakosning um
þessi mál.