Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 6
 >> www.khi.is P IP A R • S ÍA • 7 0 7 8 1 Umsóknarfrestur um grunnnám er til 18. maí B.Ed. nám B.Ed. nám B.Ed. nám B.S. nám B.A. nám B.A. nám >> Kennaraháskóli Íslands sími 563 3800 > www.khi.is Mótaðu framtíð Íslands > > > > Á flugvöllurinn að fara úr Vatnsmýrinni? Á að endurreisa húsin sem brunnu á fimmtudag í sömu mynd? „Maður lifandi! Þetta eru stórfelld pólitísk tíðindi,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Íslands-Palestínu, um yfir- lýsingu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um málefni Pal- estínumanna. Valgerður sagði í Fréttablaðinu í gær að hún teldi rétt að koma á eðli- legum samskiptum við þjóðstjórn Palestínumanna. „En svona stórpól- itískar ákvarðanir verða ekki tekn- ar í samsteypustjórnum án sam- þykkis forsætisráðherra. Valgerður verður að hafa Geir Haarde með sér í þessu,“ segir Sveinn Rúnar. Málið ætti að vera hafið yfir flokkadrætti, segir Sveinn, því sam- kvæmt samhljóða þingsályktun frá 1989 viðurkennir Alþingi sjálfs- ákvörðunarrétt Palestínumanna. „Hvernig getum við þóst viður- kenna sjálfsákvörðunarrétt þjóðar ef við viðurkennum ekki þau stjórn- völd sem hún kýs í lýðræðislegum kosningum?“ Sveinn segir framsóknarmenn ávallt hafa sýnt Palestínumönnum ákveðna samúð. „Forystumenn Framsóknarflokksins hafa alltaf haft svolitla sérstöðu í málefnum Palestínumanna, alveg frá því að Steingrímur Hermannsson fór til Túnis að hitta Arafat. Það voru álíka stór pólitísk tíðindi því þá var enn þá verið að hamra á PLO sem ein- hverjum hryðjuverkasamtökum,“ segir Sveinn. Ekki náðist í Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. Verður að hafa Geir með sér Endurnýjun og nýbygging fjósa með tilheyrandi vélabúnaði hefur leitt til verulegr- ar skuldaaukningar kúabænda. Er talið að heildarskuldir kúabænda nemi 25 milljörðum króna. Um 760 kúabú eru á Íslandi og sé heildarskuldunum jafnað á þau reiknast skuld hvers bús um 33 milljónir króna. Meðalskuldir heimilanna í land- inu eru 13 milljónir. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir skuldirnar hafa vaxið á síðasta rúma áratug en þá hófst uppbygg- ingarskeið í greininni eftir langvarandi tímabil stöðnunar. Ekki eru til upplýsingar um eigna- stöðu kúabænda en í ljósi hækkun- ar jarðaverðs á síðustu árum telur Þórólfur að eignastaðan hafi styrkst. „En þetta snýst um rekstr- arhæfi en ekki eignastöðu og það er óþekkt fyrirbæri að banka- stofnun tapi einni einustu krónu á viðskiptum við kúabændur enda pottþétt veð fyrir þessu öllu.“ Þórólfur segir mjólkurfram- leiðslu freka til fjárins – binda þurfi þrjár til fjórar krónur í eign- um og aðstöðu fyrir hverja eina krónu í veltu. Tekjur kúabænda lækka að raungildi á þessu ári frá árinu í fyrra þar sem þeir skuldbundu sig til að hækka ekki heildsöluverð mjólkurvara. Þórólfi reiknast til að tekjuskerðingin nemi tveimur prósentum; 300 þúsund krónum á bú. „Við gengumst inn á þetta og á móti kemur að ekki voru lækkaðir tollar á mjólkurvörur. Við mátum það svo að þetta væri skyn- samlegt,“ segir hann og bætir við að afkoma búanna verði lakari sem þessu nemi þegar upp er staðið. Rekst- ur kúabúa á síðasta ári hafi hins vegar verið þokkaleg- ur og því hafi menn borð fyrir báru. Nýafstaðinn aðalfundur kúa- bænda telur æskilegt að leyfður verði takmarkaður innflutningur erfðaefnis í tilraunaskyni. Með því binda menn vonir við að framleiðslukostnaður mjólkur lækki. Þórólfur segir Landbúnaðarháskól- ann vinna að hagkvæmniút- tekt en sex ára upplýsingar bendi til að með nýju kúa- kyni sé hægt að lækka fram- leiðslukostnað hvers mjólk- urlítra um tíu krónur. Kostnaðurinn nemur nú 99 krónum. „En þetta tekur langan tíma,“ segir Þórólfur, „og ekkert liggur fyrir um hvort og þá hvernig þetta yrði gert.“ Kúabændur skulda 25 milljarða króna Skuldir kúabúa hafa aukist síðasta áratug og nema meðalskuldir búanna 33 milljónum. Kúabændur verða af 300 þúsund krónum í ár vegna aðgerða til lækkunar matarverðs. Leiða er leitað til að lækka framleiðslukostnað mjólkur. Fimm þúsund kanínur trufluðu umferðina á þjóðvegi í Ungverjalandi eftir að flutningabifreiðin sem flutti þær lenti í árekstri og valt á mánu- dagsmorgun. Loka þurfti þjóðveginum M1 í nokkrar klukkustundir meðan reynt var að safna saman kanínun- um. Þjóðvegurinn er aðalumferð- aræðin milli Ungverjalands og Austurríkis. Um miðjan dag var búið að hafa uppi á um 4.400 kanínum og flytja þær burt, en um 500 kanínur drápust í slysinu. Hundrað kanínur sluppu en þær verða þó ekki eltar uppi. Kanínur lokuðu þjóðveginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.