Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 11

Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 11
ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 53 62 0 4 /0 7 Aldraðir hafa átt allan okkar stuðning í áratugi. Taktu þátt því þörfin er brýn. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. Opið um helgina í aðalumboðinu Tjarnargötu 10, kl. 12:00 - 18:00. Hringdu núna í síma 561 7757 - Kauptu miða á www.das.is V- RO DHarley6x + 3 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! + 6,3 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! 6xLexus GS 300 Miðasalan er hafin -vinningur í hverri viku 768 skattfrjálsar milljónir í peningum á árinu Vinningarnir ver ða til sýnis í Smáralindinni um helgina Smáralind um helgina Nýtt happdrættisár - enn glæsilegri vinningar! „Ég vonast að sjálfsögðu til þess að þessi hús fái að vera áfram í borg- armynd Reykjavíkur eins og borg- arstjóri hefur gefið til kynna,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt og leggur til að húsin verði endur- byggð í upprunalegri mynd. „Það á sérstaklega við um húsið við Aust- urstræti 22. Það hefur ekki verið mikið augnayndi undanfarin ár og því ætti að endurreisa það eins og það var fyrir árið 1905 eða þegar landsréttur var til húsa þar,“ segir Pétur og bætir því við að húsið hafi verið ákaflega fallegt áður en því var breytt. „Það eru ýmsir mögu- leikar þarna. Það kæmi til dæmis til greina að nýta baklóðina betur og búa til einhvers konar garð þar,“ segir Pétur. Pétur segir alls ekki koma til greina að byggja nútímalegar bygg- ingar á reitnum. „Þetta er allt of mikilvæg götumynd til þess að eyði- leggja hana með þeim hætti. Þetta horn er hluti af umhverfi stjórnar- ráðsins og Bernhöftstorfunnar. Það er líka mikilvægt að þarna rísi ekki háhýsi því þá næði sólin ekki að skína niður á Lækjartorg og Aust- urstræti yrði heldur dimm og óspennandi gata,“ segir Pétur. Vill sjá uppbyggingu húsanna „Þetta er ömurlegt. Ég get samt sagt að ég vil ekki fá annað Iðuslys í þetta sinn. Ég vil láta byggja þetta upp eins og það var,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir. Hún hafnar öllum hugmyndum um að húsin sem brunnu verði hreinsuð burt. Það gerir Þorgeir Ingvarsson einnig: „Ég vil halda í það eins og þetta var og allir sem ég þekki til eru á þeirri skoðun. “ Ekki annað Iðu- slys í þetta sinn Helena Dröfn Kristjánsdóttir vildi halda því fyrir sjálfa sig hvað hún vildi fá í staðinn fyrir húsin sem brunnu í Austurstræti. Eldri systir hennar, Edda Sóley, var hins vegar með mótaða hugmynd. „Ég vil eitthvað gamalt og alveg eins í staðinn. Ég vil ekki að stórt glerhús komi í staðinn. Alls ekki.“ Við viljum ekki stórt glerhús „Ég er orðlaus vegna eyðilegging- arinnar og ég vildi helst að þetta væri áfram eins og þetta var. Það er samt fáránlegt á vissan hátt að byggja eitthvað upp sem er ekki lengur,“ segir Nicola Christoph, „Ég veit það eitt að ég vil ekki einhvern skókassa hér.“ Nicola vill að götumyndin haldi sér en segir að vissulega sé það hluti sögunnar að húsið brann. Bruni er hluti af sögunni „Ég vil sjá eitthvað annað en næturklúbb hér í götunni. Ég vil fallegt hús þar sem fólk getur komið saman allan sólarhring- inn,“ segir Almar Halldórsson, starfsmaður í Vöffluvagninum í Austurstræti. Samstarfskona hans, Ragnheiður Pálsdóttir . „Ég vil fá það sama og ekki breyta neinu. Ég vil hafa þetta eins og í gamla daga.“ Vilja stað sem eflir miðbæinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.