Fréttablaðið - 20.04.2007, Qupperneq 16
fréttir og fróðleikur
Átta ráðherrar hafa kred-
itkort ráðuneytisins á sínu
nafni og nota það einkum til
að greiða ferðakostnað og
veisluhöld á vegum emb-
ættisins, fyrst og fremst
erlendis. Engar skýrar
skriflegar reglur eru til um
kortin og notkun þeirra aðr-
ar en reglur um risnu. Ekki
er til neitt yfirlit yfir það
hvaða ráðherrar og stjórn-
endur eru með kreditkort
ríkisins á sínu nafni.
Kreditkort á nafni ráðherra hafa
tíðkast í flestum ráðuneytanna
frá því snemma á tíunda áratugn-
um. Kreditkortanotkun er bundin
við 700 þúsund krónur á hverju
úttektartímabili nema í utanríkis-
ráðuneytinu, þar er heimildin
bundin við 700 þúsund krónur inn-
anlands og 500 þúsund krónur
erlendis. Kortin eru ekki ætluð til
persónulegra innkaupa. Ráðherr-
arnir fá einnig í mörgum tilfellum
dagpeninga á ferðalögum sínum.
Fréttablaðið sendi erindi til
ráðuneytanna í byrjun mars þar
sem óskað var eftir upplýsingum
um það hvaða ráðherrar hefðu
kreditkort ríkisins á sínu nafni og
hvaða reglur væru í gildi. Í ljós
kom að engar skýrar reglur eru
til um kortin eða notkun þeirra.
Ráðuneytin svara því til að kortin
séu ekki ætluð til persónulegra
innkaupa heldur til að greiða
ferðakostnað og veisluhöld á
vegum ráðuneyta. Að öðru leyti
séu ekki til reglur.
Fréttablaðið óskaði einnig eftir
útskriftum á notkunaryfirliti ráð-
herranna fyrir árið 2006. Þeirri
beiðni var hafnað á þeim grund-
velli að upplýsingaréttur tæki
ekki til þess að stjórnvöld útbúi
eða taki saman skjöl með tilteknu
efni. Upplýsingar úr bókhaldi
falli undir þetta ákvæði og því sé
beiðninni hafnað. Synjunin hefur
verið kærð til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál.
Erfiðlega hefur gengið að fá
símaviðtal við ráðherrana til að
fá þeirra viðhorf til kreditkort-
anna og notkun þeirra. Þetta gild-
ir þó alls ekki um alla ráðherrana.
Þannig er Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra með kreditkort
en kveðst ekki nota það fyrir
sjálfan sig, aðeins til að greiða
kostnað sem augljóslega á að falla
ráðuneytinu í skaut.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, hefur þá sérstöðu
að forverar hans hafa haft kredit-
kort ráðuneytisins á sínu nafni en
hann hefur það ekki. Jón segist
vera íhaldssamur í fjármálum og
vilja hafa hreinar línur. Honum
hafi ekki verið boðið kreditkort,
hann hafi ekki óskað eftir því,
hann vilji það ekki og þurfi þess
ekki. Hann leggi út fyrir ráðu-
neytið og framvísi reikningum ef
á þarf að halda.
„Ég hef alla mína ráðherratíð
komist af án greiðslukorts á
vegum ríkisins,“ segir Björn
Bjarnason, dóms- og kirkjumála-
ráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir að ráðherra-
kort hafi verið í notkun í ráðu-
neytinu og hann hafi tekið við
korti fyrri ráðherra. „Ég nota
þetta mjög lítið og kæmist alveg
af án þess,“ segir hann.
Árni Mathiesen fjármálaráð-
herra telur fréttaflutninginn
ómerkilegan og subbulegan þar
sem verið sé að reyna að gera
heiðarlegt fólk að skúrkum að
ástæðulausu. „Það er búið að
svara öllu í þessu máli og segja
frá því mörgum sinnum hvaða
reglur gilda um þessi kort,“ segir
hann og vill ekki taka þátt í
umræðunni.
Heilbrigðisráðherra hefur ekki
kreditkort á vegum ríkisins og
segir að það hafi ekki tíðkast í
ráðuneytinu seinni ár. „Sjónarmið-
in eru þau að það sé betra að ég
leggi út fyrir því sem þarf að
greiða erlendis og skili svo inn
reikningum. Þetta er talið henta
okkur betur,“ segir Siv Friðleifs-
dóttir. Hún var með ráðherrakort
meðan hún var umhverfisráð-
herra.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, segir að það sé mikilvægt
að skýrar verklagsreglur gildi
um útgjöld ríkisins og að stjórn-
sýslan sé opin um það í hverju
útgjöldin felast. Öll óvissa varð-
andi útgjöld sé bagaleg, sérstak-
lega þegar komi að ráðherrum.
Það sé verst fyrir þá sjálfa því að
erlendis hafi komið fyrir að kred-
itkort á nafni ráðherra hafi verið
misnotuð þó að það sé algjör und-
antekning.
„Það skapar óvissu þegar ekki
eru klárar leikreglur um það
hvernig á að fara með fjármagn.
Þess vegna er mikilvægt að skýr-
ar vinnureglur séu samræmdar
milli ráðuneyta þannig að hvert
ráðuneyti sé ekki með sínar eigin
útfærslur. Það er bara sjálfsagt í
opnu lýðræðislegu þjóðfélagi að
vinnureglur séu skýrar og kjós-
endur fái aðgang að því í hvað
skattpeningar séu nýttir.“
Ráðuneytisstjórar, bílstjórar
og jafnvel forstjórar ríkisstofn-
ana hafa einnig kreditkort ríkis-
ins á sínu nafni. Hvergi er til yfir-
lit yfir það hverjir eru með
kreditkort af þessu tagi og hverj-
ir ekki. Ríkisendurskoðun var
upphaflega mótfallin því að ráðu-
neyti og stofnanir væru með
kreditkort á nafni stjórnmála-
manna og embættismanna en Sig-
urður Þórðarson ríkisendurskoð-
andi segir að ekki hafi verið hægt
að banna það. Hver stofnun
ákveði þetta fyrir sig.
Öll óvissa um útgjöld er bagaleg
Afkvæmi stjörnustríðsáætlunar Reagans
Skógrækt
gegn mengun