Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 28
„Skipulögð trúarbrögð:
heimsins stærsta pýramída-
svindl.“
Skotárásin í Columbine
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ingvi Brynjar Jakobsson
fyrrv. lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli,
lést þriðjudaginn 17. apríl. Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnheiður Elín Jónsdóttir
Eva Bryndís Ingvadóttir
Þórunn Elísabet Ingvadóttir
Eyrún Jóna Ingvadóttir
Aðalheiður Ingvadóttir
Anna Ingvadóttir
Erla Ingvadóttir
Brynjar Ragnar Ingvason
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Vilhelm Ákason
frá Djúpavogi, Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 16. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halla Jónsdóttir
Hanna Jónsdóttir Ingólfur Hrólfsson
Alda Jónsdóttir Eyþór Guðmundsson
Axel Jónsson Margrét Gísladóttir
Áki Jónsson Bryndís Tryggvadóttir
Jóhann Jónsson Sigríður Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
50 ára í dag
Guðmundur
Sigþórsson,
framkvæmdastjóri er fimmtugur í dag.
Hann er með opið hús í kvöld og tekur á
móti ætting jum, vinum og samferðafólki
í Tónlistarhúsinu Ými, við Skógarhlíð,
kl. 20.00 - 23.00. Boðið verður upp á
léttar veitingar, söng og gamanmál.
Drekktu getur, vikuleg
spurningakeppni Grand
Rokks, verður haldin í 200.
skipti í kvöld. Freyr Eyjólfs-
son útvarpsmaður er upp-
hafsmaður kepninnar.
„Ég var nýkominn frá
Englandi þar sem ég hafði
skellt mér á „pub quiz“ og
undraðist bara yfir því að
það væri ekki til neitt slíkt á
Íslandi. Svo ég byrjaði bara
með þetta á Grand Rokki,
þar sem eigandinn, Karl
Hjaltested, var alltaf til í
að gera allt og allar flipp-
uðustu hugmyndirnar urðu
að veruleika samstundis,“
sagði Freyr.
Hann hagræddi og breytti
formi spurningakeppninnar
hins vegar aðeins og er form
Freys enn í heiðri haft í dag.
„Ég bjó til þetta form að
hafa þrjátíu spurningar, að
staðurinn splæsti bjórkassa
á það tveggja manna lið sem
ynni, og að hafa átjándu
spurningu alltaf bjórspurn-
ingu,“ útskýrði Freyr. Hann
segir þó aðeins fastara form
hafa verið á keppninni í ár-
daga hennar en það er í dag.
„Það var alltaf ein spurning
úr Tinna, ein spurning úr Ís-
lendingasögunum og ein úr
Biblíunni,“ sagði hann.
Eftir að Freyr lét af störf-
um sem umsjónarmaður
Drekktu betur fetuðu ekki
síðri vísdómsmenn í fót-
spor hans. „Jón Proppé sá
þá um að bóka spyrla og
halda utan um þetta, næstur
kom Davíð Þór Jónsson og
svo Kristinn glæpaforingi –
þetta er glæsilegur flokkur
manna,“ sagði Freyr. Gunn-
ari Árnasyni, umsjónar-
manni Drekktu betur í dag,
þykir Ómar Ragnarsson hins
vegar hafa verið hvað eftir-
minnilegastur í spyrilshlut-
verkinu. „En mismunandi
fólk kemur með mismunandi
keppni. Spyrlarnir spyrja
sinna spurninga, sama hvort
það er upp úr þeirra áhuga-
máli eða almenns eðlis. Þetta
er síbreytilegt,“ sagði hann.
Gunnar sagði fólk flykkj-
ast hvaðanæva að til að taka
þátt í keppninni. „Það koma
líka margir krakkar sem
hafa tekið þátt í Gettu betur
í gegnum tíðina og vilja við-
halda þessari hefð. Stemn-
ingin er alltaf rífandi góð.“
Í tilefni af afmælinu segir
Gunnar vel geta farið svo að
verðlaun í keppninni verði
enn veglegri. Hún hefst
klukkan hálf sex í kvöld.
AFMÆLI
AFMÆLI KVÍSKERJABRÆÐRA
FÆDDUST ÞENNAN DAG