Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 34

Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 34
BLS. 2 | sirkus | 20. APRÍL 2007 Heyrst hefur Heiðrún Lind og Halli ekki saman Frétt Sirkus þess efnis að sjálfstæðis- konan og lögfræðing- urinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem er kannski hvað þekktust fyrir að hafa verið kosningastjóri Gísla Marteins Baldurssonar í prófkjöri ajálfstæðis- manna í Reykjavík haustið 2005, og Haraldur Hansen, betur þekktur sem Halli Hansen, séu að rugla saman reytum er víst ekki rétt. Þau hafa hist nokkrum sinnum en eru ekki saman. Sirkus biður skötuhjúin velvirðingar á þessu. Lúxus BMW-partý á Nordica Það verður blásið til heljarinnar veislu á miðvikudaginn næstkomandi í hátíðarsal Nordica-hótelsins. B&L ætlar þá að bjóða vel völdum aðilum sem og eigendum BMW-bifreiða í einkapartý til að fagna því að ný gerð að BMW X5, lúxusjeppa þýska bílaframleiðands, er á leiðinni á göturnar. Ekkert verður til sparað til að gera veisluna sem glæsilegasta. Myndum eftir franska listmálarann Paul Gauguin verður varpað upp á veggi salarkynnanna með myndvarpa og þema veislunnar er Tahiti. Það má því búast við að allt verði flæðandi í framandi suðrænum ávöxtum auk þess sem sérhannaður viskíbar verður settur upp í tilefni veislunnar. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum því blúsbandið Mút mun spila á meðan gestir innbyrða kokkteila. Síðan munu Lay Low, Pétur Ben og Ólöf Arnalds, þrjú af efni- legustu tónlistar- mönnum landsins, stíga á stokk og skemmta veislugestum. Auk þess mun fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson mæta með Stradivarius- fiðluna sína og fylla loftið af háklassík. Sjónvarpsmaðurinn geðþekki Logi Bergmann mun halda utan um veislustjórnina af sinni alkunnu snilld. VANDAÐ TIL VERKA Hárgreiðslumaður- inn og stílistinn Skjöldur Eyfjörð var einbeittur á svip þegar hann gerði hár Silvíu Nætur klárt fyrir forsíðumyndatöku Sirkus. SIRKUSMYND/VALLI Það gætu margir haldið að forsíðumynd Sirkus í dag sé unnin í tölvu og að andliti Silvíu Nætur og Ágústu Evu Erlendsdóttur sem leikur þennan litríka karakter hafi verið skeytt saman með hjálp tækninnar en svo er ekki. Þetta er raunveruleg mynd sem tekin er á hárgreiðslustofu Skjaldar Eyfjörð sem hefur unnið mikið með Ágústu Evu á meðan Silvíu Nætur- ævintýrið hefur staðið. Skjöldur sá um greiðsluna en Ágústa Eva sá um förðunina líkt og hún hefur gert allan þann tíma sem Silvía hefur verið til. Það var síðan ljósmyndari Sirkus Valgarður Gíslason sem tók myndina og festi jafnframt á filmu allan undirbúninginn, sem tók fjóra klukkutíma. Mikil vinna að baki forsíðumyndinni Þ etta var æðislegt, alveg hrikalega gaman,“ segir fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir en hún var ein af rúmlega þúsund Íslending- um sem fögnuðu vetrarlokum með Sálinni og Stuðmönnum á tónleikum á skemmtistaðnum Circus í Kaupmannahöfn á miðvikudags- kvöldið. Tónleikarnir voru skipulagð- ir af Hótelbókunum í Kaupmanna- höfn (www.kaupmannahofn.dk) í samstarfi við Icelandair. Sigurður K. Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Hótelbókana í Kaupmannahöfn, segir í samtali við Sirkus að tónleikarnir og kvöldið allt hafi verið brakandi „söksess“ eins og hann orðar það, „Ég er búinn að tala við um tvo hundruð tónleikagesti og þeir höfðu aldrei upplifað annað eins,“ segir Sigurður. Um 780 manns mættu í matinn en alls voru um 1.100 gestir þegar mest var á tónleikunum sjálfum. Stuð- menn og Sálin spiluðu strax eftir að mat lauk en rétt fyrir klukkan tíu steig Eyjólfur Kristjánsson á svið ásamt meðlimum Sálarinnar og flutti hana Nínu sína við frábærar undirtektir gesta. Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar hann söng Danska lagið sem gert var ódauðlegt með Bítlavinafélaginu á sínum tíma. Gestir dönsuðu uppi á borðum og stólum og var stemningin hreint sturluð að sögn Sigurðar. Eftir hlé mættu Stuðmenn á svið með Björgvin Halldórsson í farar- broddi. Björgvin tók tvo lög, She Broke My Heart í minningu Long John Baldry sem lést í fyrra og síðan slagarann Tætum og tryllum. Stuðmenn spiluðu í tæpa tvo tíma og Sálin kláraði síðan frábærlega vel heppnaða tónleika með eins og hálfs tíma stanslausu stuði. Sigurður segir að allt hafi gengið upp. Helst hafi mátt finna að því að þjónustan á barnum var ekki nægilega góð þar sem Danirnir gerðu sér ekki grein fyrir því hversu mikið og hratt Íslendingar drykkju og loftræstingu hefði vantað. Það væru þó smámunir og stefnir Sigurður að því að halda svipaða tónleika að ári. Hverjir spila þá er leyndarmál enn sem komið er. oskar@frettabladid.is SÍÐASTA VETRARDEGI FAGNAÐ MEÐ SÁLINNI OG STUÐMÖNNUM Í KAUPMANNAHÖFN ÞÚSUND ÍSLENDINGAR DÖNSUÐU UPPI Á BORÐUM VIÐ DANSKA LAGIÐ GK-GENGIÐ Í GÓÐUM GÍR Arnar Gauti og Íris Björk Jónsdóttir, sem eiga tískuvöru- verslunina GK, virtust skemmta sér vel á tónleikunum. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR BROSMILDAR BLÓMARÓSAR Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Anna María Urbanic og Berta Guðmundsdóttir brostu út að eyrum áður en haldið var á tónleikana. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR KYLFINGUR Í KÖBEN Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur býr í Lúxemborg en það virtist ekki aftra honum frá því að mæta með eiginkonu sína Elísabetu Halldórsdóttur á tónleika Sálarinnar og Stuðmanna. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR TVÍFARAR? Veitingamaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Friðrik Weisshappel og Orri Hauksson, stjórnarformaður Tæknivara, voru skeggjaðir og vel greiddir á tónleikunum. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.