Fréttablaðið - 20.04.2007, Side 36
BLS. 4 | sirkus | 20. APRÍL 2007
É g hef mikinn áhuga á fötum og finnst skemmtilegast að blanda
saman gömlu og nýju,“ segir Hildur
Magnúsdóttir, söngkona Hara, en
Sirkus fékk að kíkja í fataskápinn hjá
þessari hressu 23 ára konu sem býr í
Hveragerði. Hildur viðurkennir að
eiga mikið af fötum en hún verslar
aðallega í Spútnik og á e-Bay. „Mér
finnst voðalega gaman að versla á
netinu og líka í útlöndum, bæði í
H&M, í second hand-verslunum og á
mörkuðum. Ég er sérstaklega veik
fyrir kjólum og síðum peysum við
leggings og belti en í rauninni er ég
jafn veik fyrir þessu öllu saman,“ segir
hún hlæjandi.
Hildur segist hafa verið hálfgerð
strákastelpa þegar hún hafi verið
barn og fataáhuginn hafi ekki komið
fyrr en hún hafi komist á unglings-
árin. „Þegar ég var lítil var ég
stuttklippt og gekk stundum um í
jakkafötum.“ Spurð hvernig henni
finnist Íslendingar standa sig þegar
komi að tísku segir hún okkur standa
okkur mjög vel. „Fólk er farið meira
að klæða sig eins og það vill í stað
þess að elta tískuna og það finnst
mér mjög skemmtilegt. Eins eru
alltaf fleiri íslenskir hönnuðir að
koma fram sem er gaman að fylgjast
með,“ segir hún en bætir við að sjálf
skoði hún aldrei tískublöðin. „Ég bý
bara til minn stíl sjálf,“ segir hún en
Hildur starfar eins og er í rósarækt
hjá pabba sínum. „Í vinnunni er ég
klædd rifnum gallabuxum og ljótum
peysum enda rifnar allt í rósavinn-
unni. Það er samt alltaf gaman að
koma heim eftir vinnu og klæða sig
upp því ég er svo mikil kjólamann-
eskja.“
Eins og alþjóð veit sló Hildur í gegn
í þættinum X-factor þar sem hún og
systir hennar Rakel lentu í öðru sæti,
á eftir hinum færeyska Jógvan.
Stelpurnar unnu hug og hjörtu
landsmanna með dansatriðum og
flottum búningum. Hildur segir
Rakel systur sína reglulega fá föt hjá
sér lánuð. „Við skiptumst ekki mikið
á fötum en hún er samt dugleg að fá
lánað hjá mér. Hún er náttúrlega
ferlega hallærisleg en er sem betur
fer farin að taka mig meira til
fyrirmyndar,“ segir Hildur hlæjandi.
indiana@frettabladid.is
HILDUR MAGNÚSDÓTTIR SÖNGKONA ÚR HARA HEFUR MIKINN ÁHUGA Á FÖTUM OG
TÍSKU. HÚN SKOÐAR SAMT ALDREI TÍSKUBLÖÐ HELDUR BÝR TIL SINN EIGIN STÍL.
Veik fyrir öllum fötum
UPPÁHALDSKJÓLLINN „Þetta er útskriftarkjóllinn minn,
sem er svartur og bleikur tjullkjóll og einn sá flottasti
sem ég hef séð. Ég keypti hann í Spútnik fyrir nokkrum
árum en skóna keypti ég á e-Bay. Þeir voru upphaflega
brúnir en ég spreyjaði þá svarta.“ SIRKUSMYND/ANTON
KÚREKAPEYSA „Ég nota þessa rauðu og svörtu peysu
við glansleggings. Ég fékk peysuna í second hand-
verslun í London og ég hélt að Rakel myndi gubba
þegar hún sá hana. Mér finnst hún geðveik og það á
enginn annar svona peysu.“ SIRKUSMYND/ANTON
EUROVISION-JAKKINN „Svörtu peysuna fékk ég í Urban
Outfitters en beltið í Spútnik. Jakkinn er brjálaður
Eurovision-jakki og ég var kölluð Sigga Beinteins eftir
að hafa farið í honum á djammið. Þegar ég kemst á
Eurovision verð ég í þessum jakka.“ SIRKUSMYND/ANTON
350 KRÓNA KJÓLL „Ég fékk þennan
bláa, bleika og hvíta kjól á e-Bay og
borgaði aðeins 350 krónur fyrir hann.
Hann er mjög flottur og mér finnst fárán-
legt hvað hann var ódýrt.“
SIRKUSMYND/ANTON