Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 44
BLS. 12 | sirkus | 20. APRÍL 2007 TÉKKLAND Flytjandi: Kábat Lag: Mála Dáma Þriðji síðhærði rokkarinn í keppninni. Popp/rokk lag sem gæti gengið vel ef að áhorfendur eru ekki að fíla danslögin. PORTÚGAL Flytjandi: Sabrina Lag: Dança Comigo Annað af tveimur lögum í forkeppninni sem eru í suðrænni sveiflu. Því miður höfum við heyrt þetta þúsund sinnum áður. Portúgal er ekki að gera góða hluti í Eurovision í ár. MAKEDONÍA Flytjandi: Karolina Lag: Mojot Svet Karolina er svo fáránlega falleg að útlitið kemur henni í úrslitin. Lagið er hins- vegar ekkert spes en það eiga allir eftir að muna eftir þessu andliti. NOREGUR Flytjandi: Guri Shanke Lag: Ven A Bailar Conmigo Af hverju er Noregur að syngja lag á spænsku? Guri er alveg tryllt á sviðinu í suðrænum dansi. Það er eitthvað alveg vonlaust við þetta lag. Vonandi verða Norðmenn ekki fúlir þótt við gefum þeim ekki fullt hús stiga. MALTA Flytjandi: Olivia Lewis Lag: Vertigo Það er alltof mikið af óspennandi lögum í forkeppninni. Þetta er eitt þeirra. Sæt stelpa að syngja einhverja vellu. ANDORRA Flytjandi: Anonymous Lag: Salvem El Món Popp/rokk lag sem gæti alveg átt heima á MTV í Bandaríkjunum. Lagið gæti alveg eins verið flutt af Blink 182, Fall Out Boy og öllum þessum drepleiðinlegu amerísku popp/rokk sveitum. UNGVERJALAND Flytjandi: Rúzsa Magdi Lag: Unsubstantial Blues Ung skvísa með fallega rödd. Þetta er svona lag sem maður heyrir á Létt Bylgjunni. Ekki mjög Eurovisionlegt. Þessari stúlku gæti gengið mjög vel. EISTLAND Flytandi. Gerli Padar Lag: Partners in Crime Lagið er alls ekki gott, en söngkonan minnir pínu á Pink. Það er aldrei að vita nema að Eistar komist upp úr forkeppn- inni, en þeir eiga það ekki skilið. BELGÍA Flytjandi Krazy Mess Groovers Lag: Love Power Þessi sveit er að reyna að vera bland af Jamiroquai og Kc and the Sunshine Band. Þetta er svona lag sem maður fær nóg af eftir nokkrar sekúndur. SLÓVENÍA Flytjandi: Alenka Gotar Lag: Zvet z Juga Popp-óperulag sem annaðhvort á eftir að slá í gegn eða falla beint í neðsta sæti. Lagið er svo tregafullt að manni verður bara illt að hlusta á það. TYRKLAND Flytjandi: Kenan Dogulu. Lag: Shake It Shekerim Tyrkland hefur ákveðið að taka Justin Timberlake á þetta með dassi af þjóðlagastemmningu. Söngvarinn á örugglega eftir að heilla píurnar upp úr skónum og er öruggur í úrslitaþáttinn. AUSTURRÍKI Flytjandi: Eric Papilaya Lag: Get a Life-Get Alive Þessum söngvara gæti gengið vel. Hann er ágætlega vel útlítandi. Lagið er samt svo ekki skemmtilegt. Það eina góða við þetta lag er titillinn. Hann er fáránlega fyndinn. LETTLAND Flytjandi: Bonaparti.lv Lag: Questa Notte Gaman að enda kvöldið á skemmtilegu nótunum. Sönggrúppan Bonaparti Iv er meira grín en eitthvað annað. Þeir syngja poppóperu á ítölsku. Þessir strákar komast pottþétt í gegn hvort sem fólk fattar djókið eða ekki. ÞRJÁR VIKUR ÞAR TIL FORKEPPNI EUROVISION FER FRAM Í FINNLANDI SVONA ER SAMKEPPNIN HJÁ EIRÍKI Í HELSINKI F lautað verður til leiks í forkeppni Eurovision í Helsinki eftir rétt tæpar þrjár vikur, fimmtudaginn 10. maí. Sirkus skoðaði framlög þjóðanna 27 sem berjast við Eirík okkar Hauksson um sætin tíu í aðalkeppninni laugardag- inn 12. maí. Það er enginn vafi í huga Sirkuss að Eiríkur rúllar upp forkeppn- inni með lagi Sveins Rúnars Sigurðssonar Valentine Lost við texta Peters Fenner. ANNAR HLUTI UMFJÖLLUNAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.