Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 56

Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 56
Þegar ég var lít- ill langaði mig til að verða forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu átt- aði ég mig á gríðar- legum áhrifamætti hans. Fljótlega eftir að ég fór að telja æviár mín í tveggja stafa tölum sá ég þó að það gæti orðið erfið- ara en ég hélt í fyrstu. Ég ákvað því að skipta um gír og næstu ár dreymdi mig um að flytja til Bret- lands og verða rokkstjarna. Þá var ég nefnilega nýbúinn að upp- götva hljómsveitina Queen og sá mig auðveldlega fyrir mér í spor- um meistara Freddie að syngja fyrir troðfullum Wembley-leik- vangi. Í þessum draumum mínum um frægð og frama á erlendri grundu datt mér hins vegar aldrei í hug að ég yrði hluti af einhverjum innflytjendavanda. Mér datt ekki einu sinni í hug að ég yrði inn- flytjandi. Ég yrði auðvitað bara Íslendingur. Enda einkennir það okkur Íslendinga. Okkur finnst ekkert sjálfsagðara en að geta flutt hvert sem okkur dettur í hug. Okkur þykir eðlilegt að börnin okkar hljóti menntun í framandi löndum og að við getum gengið að vinnu vísri, nánast sama hvar á hnettinum við kjósum að búa. En það er auðvitað af því að við erum aðeins betri en allir hinir. Við erum Íslendingar. Og Íslend- ingar verða aldrei útlendingar, eða hvað? Við ættum kannski að hafa þetta í huga þegar við ræðum um málefni þeirra sem kjósa að flytja til Íslands og við köllum innflytj- endur. Í mínum huga er það já- kvætt að hér búi fólk af ólíkum uppruna. Mér finnst jákvætt að fólk velji Ísland sem þann stað þar sem það vill búa, vegna gæða landsins og þess samfélags sem hér hefur verið byggt upp. Það getur verið að einhvern lít- inn rauðhærðan strák úti í heimi dreymi um að verða rokkstjarna á Íslandi, sérstaklega eftir 12. maí næstkomandi. Fyrir mína parta býð ég hann bara velkominn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.