Fréttablaðið - 20.04.2007, Side 58
Nýjasta byltingin á menningarsíðum Morgunblaðsins fór fram þegj-
andi og hljóðalaust, og án nokkurra útskýringa af ritstjórnarinnar
hálfu. Fyrir tæpum mánuði var gagnrýni um klassíska tónleika skorin
niður í þriðjung af því sem áður var, og hefur verið í snöggsoðnum sím-
skeytastíl síðan. En Moggamenn eiga ráð undir rifi hverju, enda bættu
þeir fyrir niðurskurðinn með því að taka upp stjörnugjöf, sem hefur
hingað til verið bundin við dægurtónleika- og kvikmyndarýni.
Listgagnrýni er vandmeðfarið fyrirbæri og um það má deila hvort
Íslendingar hafa nokkurn tímann náð á því fullkomnu valdi. Að
minnsta kosti virðist útséð um það í bili í klassíska geiranum. Gagnrýn-
endum Moggans er gert að sjóða athugasemdir sínar niður í 1200 slög,
sem er langt frá því sem þarf til að slík umfjöllun geti talist marktæk.
Gagnrýnandi þarf að geta rökstutt mál sitt með dæmum, þarf að nefna
það sem betur mætti fara og sömuleiðis hrósa því sem vel er gert.
Hann þarf að hafa svigrúm til að setja gagnrýni sína fram á lystug-
an og lesvænan hátt, án þess þó að hin faglegu sjónarmið verði undir.
Í hinni nýju tónleikakrítík Moggans er ekki rúm fyrir annað en áhuga-
drepandi hraðsuðu og erfitt að sjá hverjum er eiginlega greiði gerður
með slíkri umfjöllun.
Maður kemst heldur ekki hjá því að velta fyrir sér stöðu tónlist-
ar gagnvart öðrum listgreinum í þessu sambandi. Nú er svo komið
að engin önnur listgrein er jafn aðþrengd á síðum Moggans og klass-
ísk tónlist. Stjörnugjöf tíðkast til dæmis hvorki í dómum blaðsins um
myndlist né leiklist. Þær listgreinar fá mun meira pláss fyrir gagn-
rýni sem þar af leiðandi er marktækari og getur tekið á fleiri þáttum.
Hvernig stendur á þessu? Tekur lengri tíma að mála málverk en æfa
sónötu? Liggur meiri vinna að baki leiksýningu en einleik með sinfón-
íuhljómsveit? Eru Bakkynjur Evripídesar mikilfenglegra listaverk en
Níunda sinfónía Beethovens, eða kannski bara meiri „söluvara“? Og á
hverju byggist það mat?
Sú stefna Morgunblaðsins að gefa klassískri tónlist minna pláss en
jafnvel öðrum tónlistargreinum er úr öllum takti við þróun mála í tón-
listarheiminum. Í síðustu viku kom bandaríska tónskáldið Nico Muhly
fram á frábærum tónleikum í Fríkirkjunni ásamt Ben Frost, Val-
geiri Sigurðssyni og öðru góðu fólki. Muhly er klassískt menntaður,
með meistarapróf frá Juilliard, en í tónverkum sínum blandar hann
saman hefðbundnum lýrískum hljóðfæraleik og nýstárlegri elektrón-
ík. Mogga-dómurinn um tónleikana fyllti næstum hálfa síðu og Muhly
getur unað glaður við sitt. En hvað hefði hann fengið mikla umfjöll-
un hefði hann kynnt verk sín sem „nútímatónlist“ í Salnum í Kópavogi?
Hvað ef Sinfónían hefði leikið eitt af hljómsveitarverkum hans í Há-
skólabíói? Múrarnir sem eitt sinn aðskildu hinar ólíku greinar tónlist-
arinnar hafa hrunið hver af öðrum síðustu misserin. Það er óskiljanlegt
að Morgunblaðið skuli leggja allan metnað sinn í að reisa þá aftur við.
En hvað er svona hrikalegt við að gefa tónleikum stjörnur? Aðal-
lega þetta. Öll góð listsköpun er línudans hinna fínu blæbrigða. Hár-
fínar tímasetningar í samtölum leikhússins, dýnamískur sveigjanleiki
tónlistarinnar, óteljandi litbrigði myndlistarinnar – þetta eru frumefni
listarinnar og þau verða ekki svo hæglega soðin niður í dósir mark-
aðslögmálanna. Í stjörnugjöf á skalanum 0-5 er allt mælt í tuttugu pró-
senta stökkum og ekkert rúm fyrir hin fínni blæbrigði upplifunarinn-
ar. Vitsmunaleg orðræða um listir mun aldrei þrífast í símskeytastíl.
Það sem í upphafi átti að vera töff og spennandi „krydd“ hefur breytt
íslenskri tónleikakrítík í óbærilega litlausa runu af smáklausum sem
allar segja það sama: ekki neitt. Eða hafa einhverjir tónleikar undan-
farinn mánuð fengið annað en þrjár eða fjórar stjörnur?
Hin nýja stefna Morgunblaðins í tónleikarýni er enn eitt dæmið um
grasserandi hraðaafgreiðsluhyggju nútímans. Hvernig væri að hætta
stjörnustælunum og hvetja í staðinn til kröftugrar, metnaðarfullrar og
fordómalausrar orðræðu um listir og menningu? Ekki veitir af.
Stjörnustælar
Er hjónabandið hagkvæmn-
isráðstöfun, fyrirtæki eða
loforð um skilyrðislausa
ást? Elva Ósk Ólafsdótt-
ir ræddi við blaðamann
um hálan ís og heilmikinn
þroska.
Leikritið Hjónabandsglæpir er
eftir þekktasta samtímaleikskáld
Frakka, Eric-Emmanuel Schmitt,
sem íslenskir leikhúsgestir þekkja
mæta vel. Verk hans Abel Snorko
býr einn og Gesturinn hafa fengið
afbragðsviðtökur hér á landi en í
þessu stykki leggst heimspeking-
urinn Schmitt í krufningu á hug-
myndum fólks um hjónaband-
ið. Hjónin í verkinu eru leikin af
Elvu Ósk og Hilmi Snæ Guðna-
syni en leikstjóri er Edda Heiðrún
Backman.
„Þetta verk er ekki um þetta róm-
antíska upphaf sem allar ástarsög-
ur fjalla um,“ segir Elva Ósk og
útskýrir að aðalpersónurnar tvær
séu hjón sem búið hafa saman í
fimmtán ár. „Þetta er verk um ást
sem varir og höfundurinn tekur á
því hvernig tvær ólíkar manneskj-
ur líta ólíkt á ástina. Fólk hefur
mismunandi forsendur fyrir því
að giftast og orð hafa mismun-
andi merkingu í hugum þeirra. Er
hjónabandið bara þægilegt fyrir-
komulag, fyrirtæki eða er það til
vegna þess að þú elskar skilyrð-
islaust þessa manneskju sem þú
býrð með?“
Verkinu hefur verið lýst sem
sálfræðidrama en það hefst þegar
konan kemur heim með mann sinn
af sjúkrahúsi eftir að hann miss-
ir minnið. „Hún ætlar að búa til
úr honum mann eins og hentar
henni,“ útskýrir Elva Ósk. „Það
er líka komið að ákveðnu uppgjöri
í sambandinu. Það er alls ekki
verið að rífast um hlutina held-
ur reyna að leysa vanda – svo er
bara spurning hvort það er mögu-
legt eða hvort þau fara hvort í
sína áttina.“ Inn í frásögnina flétt-
ast síðan glæpurinn sem Elva Ósk
segir laumulega að ekki megi láta
neitt uppi með. „Áhorfendur verða
bara að upplifa hann sjálfir,“ segir
hún kankvís.
Elva segir að aðalpersónurnar séu
eins og svo margir aðrir í sam-
bandi sem gleymst hefur að rækta.
„Það kannast allir við eitthvað í
þessu verki. Það er hálf broslegt,
til dæmis þessir barnalegu hlutir
og vitleysa sem maður lætur út úr
sér. Fólk sem hefur séð verkið líkir
þeirri reynslu við að vera fluga
á vegg. Þetta samband gæti allt
eins verið milli mín og þín.“ Elva
Ósk segir að æfingatímabilið hafi
verið mikið ferðalag. „Jú guð minn
góður,“ segir hún og hlær, „þetta er
búið að vera rosalegt. Í verkinu er
verið að fjalla um alls konar tilfinn-
ingar, til dæmis afbrýðisemi, hatur
og sjálfsfyrirlitningu. Tilfinningar
sem eru kannski ekki svo kunnug-
legar en maður þarf að sökkva sér
ofan í og kafa djúpt til að skilja. En
það er list leikarans og leikstjórans
að finna leið til að koma þessu öllu
til skila.“
Hún segir að hlutverkin í sýning-
unni séu afar bitastæð fyrir leikar-
ana því þar fái listamennirnir að
spila á allan tilfinningaskalann.
„Maður er bæði góður og vondur,
fallegur og ljótur, blíður og grimm-
ur. En það fallegasta í þessu öllu er
að verkið fjallar um fólk sem elsk-
ar hvort annað.“
Þetta er í fyrsta sinn sem Elva Ósk
vinnur með leikstjóranum Eddu
Heiðrúnu en þær hafa margoft
leikið saman. „Hún hefur vissar
aðferðir og dregur fram skemmti-
lega hluti í okkur Hilmi,“ segir
hún íbyggin. „Það er svo gefandi
og gaman þegar einhver er tilbú-
inn til að ýta við manni og draga
mann út á hálar brautir.“ Hún seg-
ist þó ekki myndu hafa verið til-
búin fyrir þessa rullu fyrir tíu
árum. „Sem betur fer erum við
komin á ákveðinn aldur og búum
yfir þroska til þess að takast á við
svona verk,“ segir hún og vísar
til þess sársauka sem óneitanlega
fylgir samböndum. „Hópurinn er
búinn að fara heilmikið á trúnó,“
segir hún og hlær. „Við höfum rætt
mikið um sambönd, bæði okkar
eigin og þau sem við könnumst við
hjá fólki í kringum okkur.“
Hún líkir ferðalaginu að frum-
sýningunni við skautasvell.
„Maður er búinn að fara fram og
til baka, detta á rassinn og standa
upp aftur. Þetta er allur pakkinn.
En nú erum við tilbúin að skauta
áfram.“ Verkið Hjónabandsglæpir
er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhús-
inu.
Rætt um listir í skólakerfinu
Hljómsveitin Dr. Spock hyggst
veita rokkþyrstum almúganum
fyllingu á skemmtistaðnum Grand
Rokki í kvöld. Þeim til fullting-
is verða félagar úr hljómsveit-
inni Drep. Fyrrgreinda bandið er
þekkt fyrir líflega og hressandi
sviðsframkomu og má því líklegt
teljast að það verði svolítið fútt í
þessu hjá þeim.
Áætlað er að fjörið hefjist kl. 23.
Fyrir rokkþyrsta
Kl. 10
Í Listasafni Íslands standa yfir yf-
irlitssýningar listamannanna Jóns
Engilberts og Jóhanns Briem. Safnið
er opið til 17 og aðgangur er ókeypis.
Sýningarstjóri er Harpa Þórsdóttir.