Fréttablaðið - 20.04.2007, Side 66

Fréttablaðið - 20.04.2007, Side 66
Afmælistónleikar hljóm- sveitarinnar Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á mið- vikudagskvöld heppnuðust frábærlega. Helgi Björns- son og félagar voru í miklu stuði og áhorfendur nutu stundarinnar vel. Það var ekki að sjá á tónleikum Síðan skein sól í Borgarleikhús- inu á miðvikudagskvöld að þar færi hljómsveit sem sjaldan kæmi fram. Helgi Björnsson og félag- ar fögnuðu þetta kvöld 20 ára af- mæli sveitarinnar og léku á tvenn- um mögnuðum tónleikum. Björn Jörundur Friðbjörnsson, KK og Silvía Nótt komu auk þess fram með sveitinni og heppnaðist inn- koma þeirra ágætlega. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið mikið fjarverandi frá skjánum undanfarna tvo mánuði og fyrir því er góð ástæða. „Ég hef verið í starfsnámi enda útskrif- ast ég úr sjúkraþjálfunarnáminu sextánda júní,“ sagði Ragnhild- ur þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Sjónvarpskonan góðkunna segist verða ákaflega fegin þegar þessari törn lýkur. Ragnhildur hóf starfsþjálfun sína á Landspítalanum en færði sig síðan yfir á Hrafnistu þar sem gamla fólkið tók vel á móti henni. „Þetta hefur verið heljar- innar lífsreynsla og það er alveg ótrúlegt hvað gamla fólkið getur gert,“ segir Ragnhildur og bætir því við að þarna hafi hún séð að eldri borgararnir sitja ekki bara með hendur í skauti heldur aðhaf- ast ótrúlegustu hluti. Ragnhildur er þekkt andlit enda verið á skjánum í þó nokkur ár. En á Hrafnistu segist hún hafa feng- ið ágætis „reality check“. „Þegar maður var kominn úr sjónvarps- fötunum og yfir í hvíta sloppinn var maður sjúkraþjálfari. Reynd- ar var fólkið á Hrafnistu alltaf að segja við mig hvað ég líktist þess- ari Ragnhildi í sjónvarpinu,“ segir hún og hlær. Og sjónvarpskonan telur að allir sem eru í fjölmiðlum hefðu hrein- lega gott af því að fara í stutta dvöl á Hrafnistu. „Þarna lærir maður að tala kjarnyrt og gott mál,“ segir Ragnhildur, reynslunni ríkari. Þótti lík þessari Ragnhildi í Kastljósinu Idol-dómarinn Simon Cowell hefur skotist upp listann yfir rík- ustu menn Bretlands síðasta árið. Velgengni hans er slík að hann er orðinn ríkari en söngvarinn Robb- ie Williams sem lengi hefur verið meðal ríkustu manna í poppbrans- anum. Auðævi Simons Cowell eru metin á yfir 13 milljarða króna og hafa aukist um yfir fimm millj- arða síðasta árið. Simon Cowell, 46 ára, er nú í hópi 700 ríkustu manna Bret- lands og meðal þeirra allra rík- ustu í poppbransanum. Þau tíð- indi að hann sé ofar á listanum en Robbie Williams eiga ekki eftir að gleðja söngvarann enda hafa þeir oft á tíðum eldað saman grátt silf- ur. Cowell sagði á dögunum að Robbie þyrfti ekki að vera í eitur- lyfjameðferð, hann þyrfti bara að „taka sig taki“. Robbie, 33 ára, er dottinn niður í sæti 755 yfir ríkustu menn Bretlands. Auðævi hans eru metin á rúma 12 milljarða króna og skýrist fall hans niður listann af dræmum viðtökum sem síðasta plata hans, Rudebox, fékk meðal almennings. Robbie gortaði sig einu sinni af því að vera „rík- ari en mig gæti dreymt um“ en í ljósi þess að Cowell er orðinn rík- ari en hann eiga þau ummæli ekki leng- ur við. Á síðasta ári var Cow- ell í sæti 944 yfir auð- ugustu menn í Bretlandi. Gífur- leg vel- gengni hans í Bandaríkj- unum með American Idol auk vel- gengni með sjónvarps- þætti í föð- urlandinu hefur aftur á móti flutt hann hratt upp listann. Eins og undanfarin ár er Bítillinn Sir Paul McCartney ríkasti ein- staklingurinn í popp- bransanum. Hann situr í sæti 102 yfir rík- ustu menn Bretlands og auðævi hans eru metin á um 95 millj- arða króna. Cowell ríkari en Robbie Jude Law hefur fundið ástina á ný. Sex mánuðir eru liðnir síðan sam- bandi hans og leikkonunnar Si- ennu Miller lauk og síðan þá hefur hann verið orðaður við ótal konur í fjölmiðlum. Ein þeirra er Halla okkar Vilhjálmsdóttir eins og kunnugt er. Nú er Jude ástfanginn upp fyrir haus af Kim Hersov sem er ritstjóri tímaritsins Harpers & Queen. Hersov er 38 ára og á tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Turt- ildúfurnar hafa verið saman í fríi á Indlandi og njóta þess að vera ástfangin. Jude Law ástfanginn SMS LEIKUR BESTI PLAYSTATION 2 LEIKUR ALLRA TÍMA 11. HVER VINNUR! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . SENDU SMS BTC FGW Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU: GOD OF W AR 2 DVD MYNDIR, FULLT AF PEP SI, AÐRIR TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA STRANGLEGA BANNAÐUR INNAN 18 ÁRA! LENDIR 26. APR ÍL Í BT!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.