Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 68
Óhefðbundna fegurðarsam- keppnin Óbeisluð fegurð var haldin með pompi og prakt í félagsheimilinu í Hnífsdal á miðvikudags- kvöld. Matthildur Helga- dóttir, einn skipuleggjenda, segir stemninguna hafa verið ólýsanlega. „Stemningin var eins og á fyrstu Aldrei fór ég suður hátíðinni. Það er eins og það gerist eitthvað sér- stakt þegar margir koma saman í svona litlu húsi og eru svona ofsa- lega kátir,“ sagði Matthildur. Að hennar sögn gekk kvöld- ið eins og í sögu. „Veislustjórinn, Halldór Jónsson, er snillingur í stemningu,“ sagði hún. Þar fyrir utan sungu kórar matar- og keppn- isgestum til skemmtunar, boðið var upp á uppistand og einleik. „Þetta var líka allt svo afslappað,“ sagði Matthildur. „Ég veit að ein- hverjir höfðu áhyggjur af því að þetta yrði eitthvað kjánalegt, af því að hugmyndin er náttúrlega svo fíflaleg. Það var alls ekki. Öll skipulagning gekk líka út á að bera virðingu fyrir keppend- um og sýna fram á að fegurðin er afstæð og persónuleg upplifun,“ sagði hún. Í takt við þá afstöðu var aðal- titill keppninnar, Óbeisluð fegurð 2007, dreginn út. Hann hlaut Ásta Dóra Egilsdóttir, sem salurinn kaus jafnframt Uppáhalds 2007. „Hún kom, sá og sigraði þessi kona,“ sagði Matthildur. Öðrum titlum útdeildi dómnefndin sjálf, með mismunandi skýringum. Sjálf hlaut Matthildur titilinn Michelin 2007, þrátt fyrir að vera ekki keppandi. „Gröfukarlinn, félagi minn í dómnefndinni, sagði að það væri vegna þess að ég væri svo slitsterk,“ sagði Matthildur hlæj- andi. Þegar Ólöf Hildur Gísladótt- ir var útnefnd Töltari 2007 skilaði hrossaræktandinn í dómnefnd- inni séráliti með útskýringum á valinu. „Hann las upp einhverja rullu um fótaburð á fagmáli sem ég get ekki haft eftir,“ sagði Matt- hildur. Enn liggur ekki fyrir hversu mikils fjár Óbeisluð fegurð hefur aflað fyrir Sólstafi á Vestfjörð- um, en Matthildur er bjartsýn á að það hafi verið töluvert. „Þórey Vil- hjálmsdóttir, sem sat í dómnefnd- inni, kom líka færandi hendi með styrk frá V-deginum,“ sagði hún. Spurð um mögulega Óbeislaða fegurð 2008 hikar Matthildur. „Eins og ég lít á þetta í dag var þetta ein- stakur viðburður. Hins vegar er alveg gerlegt að gera þetta aftur. Það er ekkert sem útilokar það,“ sagði hún. „Í dag erum við bara þreyttar og stefnum ekkert að því. En maður veit samt aldrei hvað maður gerir, maður skyldi tala var- lega,“ sagði hún og hló.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.