Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 72
skemmtilegri Kallaður Chris Webber af félögunum Tvær breytingar urðu á stjórn HSÍ á ársþinginu. Inn koma ÍR-ingurinn Hólmgeir Ein- arsson og Vestmannaeyingur- inn Hlynur Sigmarsson. Sá síðar- nefndi er með umdeildari mönn- um innan hreyfingarinnar en seint verður deilt um drifkraft og dugnað Eyjamannsins. „Ég fór bara beint í uppvask- ið eftir þingið. Það var mitt fyrsta verk. Flestir fóru út en ég varð eftir og fór að safna saman glös- um og diskum. Þannig gerum við hlutina í Eyjum,“ sagði Hlynur léttur í gær. Hann hefur verið ófeiminn við að gagnrýna handknattleiksfor- ystuna um árin en gerir væntan- lega minna af því þar sem hann er sjálfur kominn í stjórn. „Nú hefur maður tækifæri til að láta til sín taka. Stefnan er að gera sitt besta og láta gott af sér leiða,“ sagði Hlynur en hyggst hann beita sér fyrir einhverju sérstöku? „Ég vil sjá HSÍ í betri tengslum við félögin í landinu en forystan er of langt frá félög- unum í dag. Það kemur vonandi ferskara blóð með okkur Hólm- geiri.“ Hlynur fékk mjög góða kosn- ingu sem hann segist vera þakk- látur fyrir en það kom honum ekkert sérstaklega á óvart að hafa komist inn. Fór beint í uppvaskið Ársþing HSÍ fór fram á miðvikudag. Margt athyglisvert gerðist á þinginu en upp úr stend- ur að fallið var frá tillögu um að fjölga liðum í efstu deild og setja úrslitakeppnina aftur á koppinn. Ekki var samstaða um þá tillögu. Annars vekur mikla athygli að HSÍ skilar tæplega þriggja millj- óna króna hagnaði og það er af sem áður var í rekstri sambands- ins. Hann hefur gengið ótrúlega vel og skuldir verið þurrkaðar út á methraða. „Staðreyndin er sú að Handknatt- leikssambandið skuldar í dag að- eins þrjár milljónir og síðan ég tók við sem framkvæmdastjóri hafa skuldirnar minnkað um einar 50 milljónir króna. Vonandi komumst við í plús á næsta ári,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins, en hann má vera stoltur af þessum árangri sem og Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður sem tók við ónýtu búi árið 1996. „Staðan var glórulaus þegar ég tók við en skuldirnar voru hátt í 200 milljónir króna með öllu. Þessi árangur náðist með hjálp góðra manna. Við neyddumst til að keyra sambandið í nauðasamn- inga og ríkisstjórnin studdi okkur verulega og veitti okkur fjárveit- ingar af fjárlögum. Nauðasamningar tókust þótt ekki hefðu allir verið sáttir og einhverjir hefðu ætlað að koma í veg fyrir það,“ sagði Guðmund- ur Ágúst við Fréttablaðið í gær en allt starf sambandsins hefur verið mun markvissara síðan. „Þrátt fyrir fjárhagsvandann gerðum við okkur grein fyrir því að við yrðum að keyra stíft á afreksstefnu. Það hefur enginn áhuga á að styrkja eitthvað sem er ekki neitt. A-landslið karla hefur oftar en ekki verið í fremstu röð og það hefur skapað okkur tekjur. Svo eru stelpurnar að sækja í sig veðrið og unglingaliðin hafa unnið mörg mót. Þetta hjálpar allt til.“ Það var ekki beint slegist um að setjast í formannsstól HSÍ þegar Guðmundur tók við stjórnartaum- unum og sumir sögðu það vera óðs manns æði. „Það voru ekki margir eins vit- lausir og ég og þeir sem tóku slag- inn með mér en ég er að sjálfsögðu ekkert einn í þessu,“ sagði Guð- mundur og hló. „Auðvitað er ég stoltur af því sem við höfum náð að afreka en þetta hefur líka verið skemmtilegt. Maður hefur kynnst mörgu skemmtilegu fólki og lent í ýmsum uppákomum. Á ársþinginu var stjórn HSÍ gefin heimild til að skipa heiðurs- formann og Guðmundur hlýtur að vera fyrstur manna til að hljóta þá nafnbót. Staða HSÍ er loksins orðin góð eftir áralangt basl. Eftir HM-ævintýrið árið 1995 var staða sambandsins mjög alvarleg. Guðmundur Ágúst Ingvarsson og félagar hafa unnið þrekvirki við að koma HSÍ-skútunni aftur á réttan kjöl og sambandið skuldar aðeins þrjár milljónir króna í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.