Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stuttmynd Kosta Ríka-búans Estebans Richmon um samband sitt við fyrirsætuna Heiðveigu Þráinsdóttur hefur slegið í gegn á YouTube.com. Tengill á umrætt myndband, Love Story on My Space, hefur gengið manna á milli á netinu við miklar vinsældir. Tenglasíðan 69.is setti upp teng- il á heimasíðu sinni og yfir átta þúsund manns hafa barið mynd- bandið augum samkvæmt talningu YouTube. Þegar Fréttablaðið náði tali af Heiðveigu í gær baðst hún undan því að tjá sig um málið. Myndbandið er ákaflega tilfinn- ingaþrungið og þar greinir Este- ban frá því hvernig þau kynntust í gegnum My Space. Fljótlega hafi þau farið að ræða málin á msn og loks hafi Heiðveig komið í heim- sókn til hans í Suður-Ameríku. En þegar fyrirsætan var komin aftur heim hafi hins vegar slitnað upp úr sambandinu. Esteban er ekki sáttur við þær lyktir mála og bjó hann myndbandið til án samþykk- is Heiðveigar. Þegar farið er inn á heimasíðu Kosta Ríka-búans á My Space má augljóslega sjá að hann hefur kol- fallið fyrir Heiðveigu því hana prýðir mikill fjöldi mynda af henni og þeim tveim saman. „Ég trúði því ekki að svona stelpur væru til,“ skrifar Esteban. „En vegir ástarinnar eru órannsakan- legir og þetta litla ævintýri sann- ar það,“ bætir hann við. Íslensk ástarsaga slær í gegn á netinu Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson situr nú sveittur og semur hljóm- sveitarverk úr tónlist Ávaxtakörf- unnar fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Áætlað er að það verði flutt 12. júní en þetta barnaleikrit Þor- valds og Kristlaugar Maríu Sig- urðardóttur sló eftirminnilega í gegn þegar það var frum- sýnt árið 1998. Það var síðan tekið aftur til sýningar árið 2003 og var aðsóknin engu síðri þá. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt efni og það er gaman að gera svona sinfónískt efni fyrir krakkana,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Söngleikurinn fjall- ar um liti og hvað allir eru ólíkir og ég ætla að leitast við að reyna að sýna hið ótrúlega fjölbreytta litróf hljómsveitarinnar þannig að börnin átti sig betur á hlut- verki hennar,“ bætir Þorvaldur við en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sinfónían og Þorvaldur taka höndum saman því hljómsveit- in Todmobile hélt tón- leika með sveitinni fyrir nokkrum árum þar sem lög hennar höfðu verið færð í stílinn. Enn á eftir að semja við sögu- menn og söngvara fyrir tónleik- ana en eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst munu þau Selma Björnsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Andrea Gylfadóttir, Örn Árna- son og Björgvin Franz Gíslason lesa og bresta í söng þegar við á. Þorvaldur er annars að leggja lokahöndina á tónlistina fyrir kvikmyndina Astrópíu en ný- lega auglýsti hann eftir lögum frá lítt þekktum hljómsveitum fyrir myndina. „Okkur hefur borist alveg heill hellingur af góðri tónlist og við ætlum að setjast niður eftir helgi til að hlusta á herlegheitin.“ Ávaxtakarfan verður að sinfóníu „Icelandic Fish and Chips er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyld- unni en þar er góður og hollur matur og þar má lita á dúkinn." Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafg- holi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrir- tækisins Najaf Coins and Collect- ibles, sem Chalabiani rekur í Van- couver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður,“ sagði Örn- ólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættisins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur,“ sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að þarna sé um raunveru- legar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftir- líkingar á ferð,“ sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorð- urnar á heimasíðu Chala- biani séu raunveruleg- ar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles seg- ist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Frétta- blaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annaðhvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Hann sagð- ist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslensk- um orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna ein- hvern áhugasaman,“ sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upp- hafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7.500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kost- ar ríflega 700.000 íslenskar krón- ur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð,“ sagði Chala- biani. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undir- ritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður eru ekki núm- eraðar og því er ógerningur að rekja þær,“ sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heild- arskrár yfir þá. Verður skráin að- gengileg innnan skamms á heima- síðu embættisins. Í dag veitir for- seti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.