Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 80
50% erlendar lágvaxtamyntir - 50% íslenskar krónur. Þannig færðu lánið á lægri vöxtum en býrð við mun minni gengisáhættu en ef lánið væri 100% í erlendri mynt. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í útibúum Glitnis eða í þjónustuveri síma í 440-4000. 4,5% * M.v. vaxtatöflu og 1 mánaða libor vexti 13.04.2007 ** Verðtryggt jafngreiðslulán *** 50% íslenskar krónur / 50% erlent lán í CHF og JPY **** EUR, USD, GBP, CHF og JPY SAMANBURÐUR Á LÁNUM 100% íslenskar krónur** NÝTT HELMINGASKIPT LÁN*** Engin Hófleg Mikil Lág Lág Há Hæg Í meðallagi Hröð 4,95% 4,50%* 6,14%*100% erlend myntkarfa**** VEXTIR GREIÐSLUBYRÐIGENGISÁHÆTTA EIGNAMYNDUN Ný helmingaskipt húsnæðislán með lægri vöxtum Það fór allt í bál og brand síð-asta vetrardag þegar óþyrmi- legasta höfuðskepnan gerði sig heimakomna í nokkrum þekktustu brunagildrum Reykjavíkurborg- ar. Sem betur fer varð ekki mann- skaði. Kannski er það vegna þess að ég er ekki uppalinn í Reykja- vík að ég ber hryssingslega litlar taugar til húsanna sem urðu eldin- um að bráð; Kebabhúsið og Prav- da skipuðu ekki stóran sess í mínu hjarta. Ég hef alltaf hálfvorkennt sagnfræðingum sem lóðsa fólk um „gömlu Reykjavík“ og reyna að út- skýra hvað sé svona merkilegt við húsin sem hýsa Strawberry Club, Café Victor og Vegas Champaigne [svo] Club. Þessi dagur markaði engu að síður tímamót í mínum huga, straumhvörf, því í fyrsta sinn sá ég holdgervingu hins ný- slegna hugtaks athafnastjórn- mála. mig hef ég ljósmynd, líklega glæsilegustu ljósmynd sem ég hef séð af núlif- andi, íslenskum stjórnmálamanni. Í gráum reykjarmekki stend- ur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í rauðum samfest- ingi og með bláan hjálm, einarð- ur til augnanna horfir hann upp, með svip sem segir: „Hér er eldur. Hann þarf að slökkva.“ að ég leit á það sem tómt tal þegar Vilhjálmur gekk fram fyrir skjöldu á sínum tíma og lýsti yfir að nú væri tími athafnastjórnmála runninn upp. Þar sem ég horfði á atburðarásina við Lækjartorg í beinni útsend- ingu og sá Vilhjálm við rústirn- ar gat ég aftur á móti ekki annað en hálfblygðast mín fyrir að hafa ekki greitt honum mitt atkvæði fyrir ári. Dindlarnir sem ég kaus hefðu ábyggilega bara komið sér vel fyrir á Bernhöftstorfunni, með sín umræðustjórnmál, og rætt málið í þaula undir snarkinu í eld- inum. En ekki Vilhjálmur. Hann er ekki maður sem talar „no-nonsen- se“, heldur gerir „no-nonsense“. Á meðan enn skíðlogaði í kofunum tók hann af öll tvímæli um að þeir yrðu reistir aftur: „Það er ekki um neitt annað að ræða.“ sem birt- ist okkur síðasta vetrardag var stjórnmálaforingi af gamla skól- anum, valdmikill og stútfullur af þesslags karlmennsku sem aðeins einkennisbúningur getur fært manni. Ég þurfti að hugsa út fyrir landsteinana til að finna saman- burð, til manna á borð við Winston Churchill og Charles deGaulle. Ég sá nýja hlið og kraftmikla á borg- arstjóranum; mann sem veður eld fyrir borgarana, foringja sem hlúir að þegnum sínum í lófa sér en kremur andstæðingana í járn- greip sinni. borgarstjór- ans í Reykjavík verður héðan í frá ekki hálsmen í mínum huga, held- ur hjálmur. Vilhjálmur. Bál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.