Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 2
VINSTRI GRÆN OPNA KOSNINGAMIÐSTÖÐ Í GÚTTÓ Suðurgötu, Í HAFNARFIRÐI í dag kl: 15:00 Komið og spjallið við frambjóðendur, heitt á könnunni! Allir velkomnir Á bilinu 500 til þúsund lítrar af olíu fóru úr tengivagni olíuflutningabíls sem valt á Öxnadalsheiði í gærmorgun. Bílstjórinn, maður um fertugt, var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Ekki liggur fyrir hvað olli veltunni, en göt komu á olíutank- inn, sem innihélt tíu þúsund lítra af olíu, og þurfti að kalla til bíla og tæki frá Vegagerðinni og slökkvi- liði, auk annarra olíubíla til að tæma tankinn áður en bíllinn var reistur við og hreinsa olíu af veginum og þar í kring. Lögregla lokaði veginum í um fimm klukkustundir og beindi umferðinni um hjáleiðir. Nokkrar tafir urðu á umferð. Olía lak úr tanki eftir veltu Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Suðurkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður var hafnað af yfirkjörstjórnum í gær. Framboðslistarnir bárust eftir að auglýstur framboðsfrestur rann út á hádegi á föstudag. Samtökin höfðu þó sólarhrings- frest til að kæra úrskurðinn til landskjörstjórnar. Baráttusamtökin hafa fengið framboðslista sinn samþykktan í einu kjördæmi, Norðausturkjör- dæmi. Yfirkjörstjórnir höfnuðu listunum Sex kiðlingar bættust í dýrahópinn í Húsdýragarðinum á föstudaginn var þegar fjórar af huðnum garðsins báru. Kiðlingarnir eru þrjár huðnur og þrír hafrar. Mæðurnar heita Perla og Snotra, sem eru tvíkiða og Dáfríð og Ísbrá, sem eru einkiða. Kiðlingarnir eiga allir sama föður og er það hafurinn Brúsi. Geitur eru nú aðeins um fjögur hundruð á Íslandi og eru þær því í útrýmingarhættu. Þrjár huðnur og þrír hafrar Svo virðist sem brennuvargur leiki lausum hala í Reykjanesbæ, sem svalar fýsn sinni með því að kveikja í gömlum bifreiðum. Kveikt var í gömlum númerslausum bíl í Reykjanesbæ í fyrrinótt, og er það í fimmta sinn á innan við tveimur vikum sem eldur er lagður að gömlum og óskráðum bíl. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn í fyrrinótt á skammri stundu. Lögregla Suðurnesja óskar eftir upplýsing- um um þann eða þá sem kunna að eiga sök á þessum íkveikjum. Fimm sinnum kveikt í bílum Dagur B. Eggertsson er mjög ánægður með þá ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að kanna möguleika á því að koma að lagningu sæstrengsins FARICE-2. „Það er fínt að Orkuveitan taki frumkvæði í þessu máli því að það hefur liðið fyrir áratuga trassaskap ríkisstjórnarinnar,“ segir Dagur. Vonir standa til að sæstrengur- inn eigi eftir að tryggja öryggi í samskiptum milli Íslands og ann- arra landa sem er mjög mikilvægt fyrir hátækniiðnaðinn og fjöl- mörg fyrirtæki að mati Dags. „Ég vona bara að það komi fleiri fyrir- tæki til liðs við Orkuveituna, bankar og síðast en ekki síst ríkið, því eins og staðan er í dag skortir töluvert á með öryggi í millilanda- samskiptum.“ Dagur segir að honum finnst þó svolítið spaugilegt að Guðlaugur Þór Þórðarson sé í forystu fyrir stjórninni sem leggur til að tekið verði þátt í lagningu sæstrengs- ins, þar sem hann hafi verið helsti gagnrýnandi þess að Orkuveitan legði ljósleiðara um borgina. „Sæstrengurinn er náttúrulega bara rökrétt framhald af lagningu ljósleiðara Línu.nets og Gagna- veitunnar og ákvörðunin studd með nákvæmlega sömu rökum. Ég lagði það því til í stjórninni, bæði í gamni og alvöru, að nýja fyrirtæk- ið fengi nafnið Lína.net Inter- national, við kátínu allra nema Guðlaugs Þórs,“ segir Dagur og hlær. Sinnaskipti Guðlaugs brosleg Líklegt mun vera talið að sjúkdómur sé orsök blæð- ingar mannsins sem lést á föstu- dagskvöld eftir að hann fannst meðvitundarlaus í heimahúsi í Hveragerði. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, vill ekki stað- festa þetta. Hann segir þó að ekk- ert bendi til þess að átök hafi átt sér stað en að ekki sé hægt að full- yrða eitt eða neitt. Engir auðsjáan- legir áverkar munu hafa verið á manninum. „Við vitum ekki hvað gerðist og dánarorsökin er ókunn en við bíðum eftir niðurstöðu krufning- ar. Embættið mun óska eftir því að henni verði hraðað. Við eigum líka eftir að sjá allar niðurstöður úr tæknirann- sókninni. Að svo komnu máli er ekkert full- yrt, ekkert úti- lokað og allt rannsakað,“ segir sýslu- maðurinn. Það var laust eftir klukkan fimm síðdegis á föstudag að lögreglunni á Sel- fossi barst tilkynning um að maður lægi meðvitundarlaus í blóði sínu í húsi við Kambahraun í Hvera- gerði. Það var gestkomandi kunn- ingi sem fann manninn. Maðurinn var þegar fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Lífgunar- tilraunir á sjúkrahúsinu báru ekki árangur og maðurinn var úrskurð- aður látinn um kvöldmatarleytið. Hann var 52 ára gamall. Er að var komið svaf húsráð- andinn, kona um fimmtugt, ölvun- arsvefni í húsinu. Konan var flutt á lögreglustöðina á Selfossi þar sem hún var of drukkin til að gefa skýrslu. Hún var síðan frjáls ferða sinna eftir að tekin var af henni skýrsla í gærmorgun. Einnig voru teknar skýrslur af öðrum sem höfðu upplýsingar um málið. Sérfræðingar úr tæknideild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru austur til að aðstoða við athuganir á vettvangi sem var lokað af í þágu rannsóknarinnar. Blæddi líklega af völdum sjúkdóms Líklegt er talið að sjúkdómur hafi valdið blæðingu mannsins sem lést í fyrra- kvöld eftir að hann fannst meðvitundarlaus í Hveragerði. Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, vill ekki staðfesta þetta en segir ekkert útilokað. Ólafur, þurfið þið ekki bara að hafa sólarhringsopnun? „Nei, kettirnir eru langt því frá átta talsins, þeir eru miklu, miklu fleiri,“ segir Laufey Sigurð- ardóttir, heilbrigðisfulltrúi Vestur- lands, um fjölda katta á Akranesi. Bann við kattahaldi tók gildi á Akranesi um síðust áramót. Hægt er að sækja um undanþágu frá banninu gegn skráningu kattarins og framvísun vottorðs um orma- hreinsun og örmerkingu. Auk þess þarf samþykki nágranna ef kattar- eigandinn – og þar með kötturinn – býr í fjölbýlishúsi. Aðeins átta kettir hafa nú verið skráðir til heimilis í bænum. Laufey segir kattaeigendur á Skaganum hafa verið fremur seina til en bendir á að fólk þurfi tíma til að aðlagast breytingunum. Skessu- horn, héraðsfréttablað Vestur- lands, birti í vikunni frétt með fyrirsögninni „Eru aðeins fimm kettir á Akranesi?“ Blaðið vitnar svo í bæjarbúa sem segir undarlega tilviljun að allir fimm kettir bæjar- ins búi í götunni hjá sér. Laufey segir fréttina hafa ýtt við einhverj- um kattaeigendum því skráðum köttum Akraneskaupstaðar hafi aðeins fjölgað frá því þá. „Það er erfitt að eiga við þetta því það þarf að senda einhvern á staðinn til að eltast við kettina, eða kattaeigendurna, ef á að bæta úr þessu,“ segir Laufey. Von sé þó til frekari úrbóta þegar dýraeftirlits- maður taki til starfa í bænum. Átta kisur skráðar á Akranesi Lögreglan í Berlín notaði heldur nýstárlega aðferð til að hafa hendur í hári þyrsts farsímaþjófs á dögunum. Eftir að eigandi símans hafði tilkynnt um þjófnaðinn hringdi lögreglumaður í númerið og sagði þjófnum að hann hefði unnið kassa af bjór. Því næst spurði lögreglumaður- inn þjófinn hvar hann ætti heima, svo hægt væri að koma bjórkass- anum til skila. Þjófurinn gaf samstundis upp heimilisfang sitt og var handtekinn þar skömmu síðar. „Ég held að hann hafi verið ölvaður,“ sagði talskona lögregl- unnar. Beittu bjór fyrir þyrstan símaþjóf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.