Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 16
G uðrún var fyrir níu árum nýflutt í Mos- fellsbæ ásamt unn- ustanum, Páli Sæv- ari Sveinssyni, og syni þeirra Guð- mundi Atla. Þau höfðu kynnst í meðferð hjá SÁÁ og héldu upp á það um þetta leyti að hafa verið edrú í eitt og hálft ár. Litli dreng- urinn var orðinn ellefu mánaða gamall og móðirin unga naut þess að annast hann. Þennan örlaga- ríka morgun í mars ætlaði Páll að fara á batanámskeið hjá SÁÁ og Guðrún var með í bílnum. Kald- hæðni örlaganna réði því að parið komst aldrei á áfangastað. Á móts við Keldnaholt mættu þau ölv- uðum ökumanni. Sá hafði sofnað undir stýri, rekist utan í annan bíl og farið yfir á öfugan vegarhelm- ing þar sem hann hafnaði að lokum framan á bíl Guðrúnar og Páls. Áreksturinn var harður og Guðrún lést samstundis. „Ég man í raun ekkert eftir þess- um degi og veit bara það sem ég hef lesið eða mér hefur verið sagt. Það þurfti að klippa bílinn utan af mér og mér skilst að ég hafi verið með meðvitund allan tímann en ég man ekki eftir því,“ segir Páll en honum var haldið sofandi í nokkra daga eftir slysið. Hann fótbrotnaði á báðum fótum, mjaðmagrindar- brotnaði og hnébrotnaði auk þess sem bakið fór illa. Þá féll einnig lunga saman og milta sprakk. „Ég fór gegn læknisráði út af spítalan- um eftir þrjár vikur því ég vildi vera hjá syni mínum. Ég var í end- urhæfingu í heilt ár og þarf ennþá að passa mig vel,“ segir Páll. Fljótlega eftir að Páll vaknaði úr dáinu fékk hann að vita að ökumað- urinn sem olli slysinu hefði verið drukkinn. „Á einhvern ótrúleg- an hátt náði ég að halda ró minni. Þetta var búið og gert og ekkert upp úr því að hafa að vera reiður,“ segir Páll. Sigrún Ragna Sveinsdóttir, móðir Guðrúnar, fékk fréttirnar af láti dóttur sinnar um hádegis- bilið. Hún var að undirbúa barna- afmæli því sonur hennar átti af- mæli. „Guðrún og Páll voru nýflutt svo það tók svolítinn tíma að hafa uppi á aðstandendunum,“ útskýrir Sigrún og bætir því við að hún eigi erfitt með að rifja þennan morgun upp. Allt hafi gerst svo hratt. „Við fengum strax að vita að ökumaðurinn hefði verið ölvað- ur. Það breytti viðhorfinu vissu- lega en ég minnist þess ekki að ég hafi orðið reið. Það hefði verið auðveldara að sætta sig við orðinn hlut ef þetta hefði verið venjulegt slys sem gerðist af óviðráðanleg- um orsökum. Það er svo auðvelt að koma í veg fyrir ölvunarakstur og svona lagað á alls ekki að gerast. Ég fylltist ekki reiði í garð þessara drengja sem voru í bílnum. Satt að segja hef ég ósköp lítið hugsað um þá,“ segir Sigrún. Páll hefur ekki snert áfengi í rúm tíu ár. „Það er kannski hálf- gert karma að ég skuli hafa lent í þessu slysi því að sjálfur var ég einu sinni tekinn af löggunni. Ég var stoppaður eftir þriggja mínútna akstur og er glaður yfir því núna. Það er alltaf óafsakan- legt að setjast fullur undir stýri,“ segir Páll og bætir því við að hann beri engan kala til þeirrar mann- eskju sem lét lögregluna vita. „Fólk á tvímælalaust að vera á verði og láta vita ef það veit til þess að fólk sé að aka undir áhrif- um. Ég hef sjálfur stoppað menn sem ætla að setjast fullir undir stýri. Ég verð mjög reiður við slík- ar aðstæður og hringi umsvifa- laust á lögregluna,“ segir Páll og bendir á að með aukinni vínmenn- ingu landans telji hann að nú sé meira um að fólk keyri eftir að hafa drukkið einn drykk. Sigrún er á sama máli. Hún seg- ist oft sjá fólk fá sér vínglas á veitingahúsi og setjast svo upp í bíl á eftir. „Ég verð reið þegar ég sé þetta en ég hef aldrei hringt á lögregl- una. Fyrir slysið held ég að mér hafi þótt þetta allt í lagi, það er að segja að fá sér kannski einn drykk og keyra svo heim einhverjum tímum seinna. Núna kemur það alls ekki til greina,“ segir Sigrún. Sigrún og Páll segja að fólk sem ekur drukkið virðist aldrei gera sér grein fyrir afleiðingun- um. „Það er alltaf sama sagan. Þegar maður talar við fólk í þessu ástandi hefur það bara áhyggjur af því að löggan stoppi það. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að það getur valdið öðrum skaða,“ segir Páll. „Það er ekki nóg að treysta á sjálfan sig í umferðinni,“ segir Sigrún. „Þegar við erum í umferð- inni erum við aldrei ein. Það er fullt af fólki í kringum okkur sem er samferða okkur og það þýðir ekki að hugsa sem svo að maður beri einungis ábyrgð á sjálfum sér. Við berum líka ábyrgð á okkar samferðamönnum,“ segir Sigrún. Í vikunni tóku gildi ný og hert við- urlög við umferðarbrotum. Þeir ökumenn sem ítrekað brjóta af sér, til dæmis með því að aka oft undir áhrifum áfengis, geta átt á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upp- tæk. Auk þess þurfa ökumenn sem eru með bráðabirgðaskírteini og eru sviptir því nú að fara á sér- stakt námskeið og taka ökupróf að nýju. Páll er ánægður með þessar úrbætur. „Það er ekki spurning um að það á að taka harðar á þessu. Ölvunar- akstur er gríðarlegt gáleysi. Ef þú veifar byssu ertu settur í fangelsi jafnvel þótt þú drepir engan. Það er alveg eins að keyra fullur, þú drepur kannski engan en þú stofn- ar lífi annarra í hættu,“ segir Páll. Sigrún segist efast um að harð- ari refsingar hafi áhrif á þá sem aka undir áhrifum. „Ég veit ekki hvort það skilar árangri. Sjálf hef ég aldrei athugað hvaða dóm þessi maður fékk sem olli slysinu. Ég er ekkert að velta mér upp úr því,“ segir Sigrún og bendir á að líklega þurfi viðhorf manna að breytast. „Allt of mörgum finnst í lagi að keyra eftir að hafa drukkið. Það þarf að gera fólki betur grein fyrir hugsanlegum afleiðingum ölvunar- aksturs,“ segir Sigrún. Páll bendir einnig á mikilvægi þess að vera á verði gagnvart ölv- unarakstri og bendir á ábyrgð samborgara. „Vinkona mín var í partíi með þessum drukkna öku- manni nóttina fyrir slysið. Hún sá hann keyra í burtu á bílnum um morguninn og sagði mér frá því með tárin í augunum tveim- ur árum seinna. Hún skammaðist sín fyrir að hafa ekki hringt í lögg- una. Hún vildi ekki skipta sér af,“ segir Páll. Liðin eru rúm níu ár frá dauða Guðrúnar. Sigrún segir að sárin grói en það rífi alltaf í þau. „Ég fæ alltaf sting í hjartað þegar ég heyri af banaslysum í umferðinni og ég hugsa alltaf um slysið þegar ég ek eftir Vesturlandsveginum þar sem óhappið varð. Þá hellast tilfinningarnar yfir mig aftur,“ segir Sigrún. „Maður jafnar sig aldrei eftir svona reynslu. Guðrún var ofsa- lega góð stúlka og hún var tekin í burt í blóma lífsins. Hún var ný- orðin móðir og naut þess að hugsa um strákinn sinn. Það sem mér hefur alltaf þótt sárast er tilhugs- unin um að hann skuli hafa verið sviptur móður sinni. Hann man ekki einu sinni eftir henni,“ segir Sigrún. Guðmundur Atli, sonur Guðrún- ar og Páls, plumar sig vel og er nú í ævintýraferð um Taíland með pabba sínum. Þeir hafa dvalið ytra í nokkra mánuði og Sigrún fær reglulega fréttir af ævintýraferð- um þeirra og segist reyna að verða ekki hrædd um drenginn. „Fyrst eftir slysið var ég mjög hrædd um börnin mín. Hrædd um að eitthvað kæmi fyrir. Svo áttaði ég mig á því að maður verður að halda áfram. Þau eru líka svo sterk og dugleg,“ segir Sigrún og útskýrir að slysið hafi þjappað fjölskyldunni saman. „Systkinin misstu pabba sinn fimm mánuðum fyrir slysið svo það var mikið á þau lagt. En þau eru sterk og ég treysti á tölfræðina og vona að það komi ekkert fyrir aftur,“ segir Sigrún. Ekki nóg að treysta á sjálfan sig Í marsmánuði árið 1998 lést Guðrún Björg Andrésdóttir í umferðarslysi á Vesturlandsvegi aðeins 22 ára gömul. Ökumaðurinn sem olli slysinu var ölvaður. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við Pál Sveinsson, unnusta Guðrúnar sem slasaðist alvarlega í slysinu, Sigrúnu Sveinsdóttur, móðurina sem syrgir dóttur sína og Ólaf Guðjónsson, ölvaða ökumanninn sem kennir sér enn þá um. Ó lafur Ingvar Guðjónsson, sem var vald-ur að dauða Guðrúnar, var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Hann var 17 ára þegar slysið átti sér stað. Þótt sektin hafi verið greidd og dómurinn afplánaður getur Ólafur ekki sagt skilið við fortíðina því að samviskubitið nagar hann enn. „Ég sé ekki fram á að jafna mig eftir þetta. Það eru níu ár síðan þetta gerðist og ég hef ekki enn fyrirgefið sjálfum mér. Ég geri það líklega aldrei,“ segir Ólafur. Ólafur var ekki að keyra fullur í fyrsta skipti þegar slysið varð. „Ég hafði gert þetta áður. Ein- hvern veginn pældi ég aldrei í því að ég gæti skaðað einhvern. Það versta sem gat gerst var að lögreglan stoppaði mig,“ segir Ólafur og útskýr- ir að eftir slysið hafi viðhorf hans gjörbreyst. „Í dag get ég ekki horft upp á menn setjast undir stýri eftir að hafa fengið sér að drekka. Ég hef meira að segja löðrungað menn til þess að stoppa þá,“ segir Ólafur. En hvers vegna keyra menn undir áhrifum? „Ég vildi að ég gæti svarað því. Menn eru fullir og vit- lausir en það er engin afsökun. Ofast eru það ein- hverjar fáránlegar litlar ástæður sem liggja að baki. Svona hlutir eins og að tíma ekki að borga 2 .000 kall í leigubíl eða nenna ekki að sækja bílinn daginn eftir. Það þarf að gera fólki betri grein fyrir afleiðingun- um. Það er eins og menn sjái ekki heildarmyndina. Það er svo miklu meira í húfi og þessi litla ákvörðun getur fylgt þér alla ævi,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikilvægt að áróðurinn gegn ölvunarakstri sé alltaf í gangi. „Um daginn var sýnt í Kastljósinu með aðstoð ökuhermis hvaða áhrif drykkja hefur á aksturshæfni. Það var gott framtak. Það þarf að gera meira af því að sýna afleiðingarnar svona svart á hvítu og það þarf að halda því stöðugt áfram því fólk er allt of fljótt að gleyma,“ segir Ólafur. Ólafur og félagi hans sem var með honum í bílnum slösuðust töluvert við áreksturinn. „Báðar hnéskeljarnar á mér fóru í mél og fimm hryggjar- tindar brotnuðu. Ég er enn að glíma við þetta og var bara að koma frá lækninum síðast núna áðan,“ segir Ólafur en bendir á að líkamlegu af- leiðingarnar séu litlar miðað við þær andlegu. „Alltaf þegar mig verkjar í hnén er það sársauka- full áminning um hvað ég hef gert,“ segir Ólafur. Boðskapurinn verður að komast til skila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.