Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 83
Norska úrvalsdeildin Þýska úrvalsdeildin Ítalska úrvalsdeildin Miami Heat er á leið úr úr- slitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað þriðja leiknum í röð fyrir Chicago Bulls í fyrra- kvöld, 104-96. Miami varð meist- ari í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem ríkjandi meistar- ar lenda 3-0 undir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Gordon var sem fyrr í miklu stuði fyrir Chicago-liðið en hann skoraði 27 stig í leikn- um. Hann segir það mikið þroska- merki á leik liðsins að það hafi unnið meistarana á þeirra eigin heimavelli. „Nú verðum við ein- faldlega að halda áfram á sömu braut í næsta leik,“ sagði Gordon. Önnur óvænt úrslit litu dags- ins ljós í fyrradag er Golden State vann Dallas, 109-91, og komst þar með í 2-1 forystu í rimmunni. Dallas vann Vesturdeildina en Golden State rétt svo slapp inn í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í þrettán ár. Jason Kidd fór á kost- um með Golden State og náði þre- faldri þrennu. Hann gerði sex- tán stig, tók sextán fráköst og gaf nítján stoðsendingar. Fjórði leikur Miami og Chicago verður í beinni útsendingu á Sýn Extra í dag klukkan 17. Meistararnir í miklum vanda Aðeins sex árum eftir að Leeds komst í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu blasir fall í ensku C-deildina við liðinu. Liðið gerði í gær 1-1 jafntefli við Ips- wich og er staðan í deildinni þannig að liðið þyrfti að helst að vinna átta marka sigur í lokaum- ferðinni um næstu helgi og treysta á að Hull tapi sínum leik. Richard Cresswell kom Leeds yfir í gær á 12. mínútu en ógæfan dundi yfir á 88. mínútu er Ipswich jafnaði metin. Stuðningsmenn Leeds voru margir hverjir svo reiðir að þeir réðust inn á völlinn áður en leikn- um lauk og þurfti að bíða í þrjátíu mínútur þar til hægt var að spila síðustu mínútu leiksins. „Þessar gjörðir stuðningsmanna Leeds gætu haft alvarlegar afleið- ingar fyrir félagið,“ sagði John Nagle, talsmaður ensku Champ- ionship-deildarinnar. Dennis Wise, stjóri liðsins, var fenginn til liðsins fyrr í vetur til að bjarga liðinu frá falli. Það virð- ist ekki ætla að takast og var hann heldur fámáll í leikslok. „Þetta er nógu sorglegur dagur fyrir. Ég vil ekki ræða um það sem gerðist í lok leiksins,“ sagði Wise. Gylfi Einarsson var sem fyrr ekki í náðinni hjá Wise og var hann ekki í leikmannahópi liðsins í gær. Hann er samningsbundinn liðinu í eitt ár til viðbótar en lík- legt verður að teljast að hann söðli um í sumar. Hann hefur afar lítið komið við sögu hjá liðinu í vetur. Falli liðið verður það í fyrsta sinn í 88 ára sögu félagsins sem það leikur ekki í einni af efstu tveimur deildunum í Englandi. Liðið á sér mikla sögu og fjölda- marga aðdáendur víða um heim, þar af fjölmarga á Íslandi. Leeds á leið í C-deildina í fyrsta sinn í sögunni Undanúrslit í Lengju- bikarkeppni kvenna fóru fram á Stjörnuvelli í gær. Í fyrri leikn- um vann Valur Keflavík 3-0. Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö marka Vals, hið fyrra úr víta- spyrnu. Í hinum leiknum tryggði Olga Færseth KR-ingum 1-0 sigur á Breiðabliki. Það verða því KR og Valur sem mætast í úrslitaleikn- um á föstudaginn kemur en leik- urinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.15. Þá fóru fram undanúrslit í B- deild Lengjubikarsins í gær. Fjarðabyggð vann Selfoss 1-0 og mætir Aftureldingu sem vann Hauka örugglega, 4-0. KR mætir Val í úrslitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.