Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 1

Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 1
59% 36% 0% F ré tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið Sunnudagur Blaðið 30 10 20 40 0 50 60 www.xf.is AFNEMUM TEKJUTENGINGU VIÐ MAKA ÖRYRKJA Menn búast við að fjör verði á uppboðinu sem Gallerí Fold stendur fyrir á Hótel Sögu í kvöld. Þar verða boðin upp ríf- lega 130 verk af ýmsu tagi og þurfti að taka á fimmta tug verka af uppboðsskránni vegna góðs framboðs. Á verkaskránni í kvöld eru fyrirferðarmikil verk eftir stóru kanónurnar í íslensku olíumál- verki: hæst er metin olíumynd frá 1918 eftir Jóhannes Kjarval af skútu í kvöldskini og er mats- verð 5-6 milljónir. Svo gamlar myndir eftir Kjarval eru fágæt- ar. Þar er einnig að fá olíuverk eftir Þórarin B. Þorláksson frá 1910 metið á 3,5 til 4 milljónir, Blómauppstilling eftir Jón Stef- ánsson, sem er metin nokkuð hærra, og eina af mörgum Húsa- fellsmyndum Ásgríms Jónssonar sem metin er á 3 til 3,5 milljónir. Þá hafa vakið nokkra athygli litlar dúkristur eftir Svavar Guðnason sem hann vann í Kaup- mannahöfn 1941 en dúkristur hans eru afar fáar. Um 30 list- munir eru að auki á uppboðinu. Leirverk eftir Guðmund frá Mið- dal þar á meðal. Í auglýsingum Gallerís Foldar af uppboðinu hefur borið á árituðu printi eftir Andy Warhol frá 1965 og þrykk- verkum eftir Dieter Roth og Richard Serra. Dieter er þekktur hér á landi og þrykk eftir hann hafa oft sést áður á uppboðum Foldar. Þetta mun þó í fyrsta sinn sem verk eftir Serra er til kaups hér á landi en hann er kunnastur hér fyrir Áfanga, útilistaverk sitt í Viðey. Þá er einnig á uppboðinu ljósmynd eftir Cindy Sherman. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem verk eftir Sherman, Serra og Warhol eru til sölu á opinberu uppboði hér á landi en þau eru öll virtir og mikilsmetnir listamenn vestanhafs og víðar um lönd. Uppboðið hefst í Súlnasalnum kl. 18.45 í kvöld. Kjarvalsverk frá 1918 til sölu Fylgi Sjálfstæðis- flokksins er nú 40,6 prósent sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í öðrum könnun- um blaðsins hefur verið hringt í 800 manns en nú var hringt í 3.600 manns, 600 í hverju kjördæmi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnk- ar eilítið frá síðustu viku og fengi flokkurinn 27 þingmenn kjörna. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 10,1 prósents fylgi og fengi sex þingmenn kjörna. Allir þing- mennirnir kæmu frá landsbyggðar- kjördæmunum þremur, sem þýðir að Jón Sigurðsson, Jónína Bjart- marz og Siv Friðleifsdóttir myndu ekki ná kjöri. Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, segir að þessar tölur yrðu ekki ásættan- legar í kosningum. „Sem betur fer eru enn tvær vikur til þeirra. Þannig að nú er það okkar að fara um og tryggja að við fáum inn mann í hverju kjördæmi hér á Suð- vesturhorninu.“ Fylgi Frjálslynda flokksins er nú 5,4 prósent, aðeins meira en í síðustu viku, og fengi flokkurinn því þrjá þingmenn kjörna. Allir þingmennirnir yrðu jöfnunar- menn. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, sem býður sig fram í Reykjavíkurkjör- dæmi norður, kæmist ekki á þing. Þrátt fyrir það er Magnús bjart- sýnn. „Það er hálfur mánuður í kosningar þannig að ég held að við eigum eftir að bæta við okkur. En það eru náttúrulega kjósendur sem ráða. Við pöntum auðvitað ekki fylgi.“ Samfylking mælist nú með 22,5 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu viku, og fengi því fimmtán þingmenn kjörna. Fylgi Vinstri grænna dalar örlít- ið frá síðustu viku og mælist nú 18,0 prósent og fengi flokkurinn því tólf þingmenn kjörna, þar af sjö af höfuðborgarsvæðinu. Þeirra á meðal er Paul Nikolov, sem yrði þá eini innflytjandinn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður Vinstri grænna, segir ánægjulegt að flokkurinn mælist hvað eftir annað með tvöfalt kjör- fylgi. „Það yrðu nú aldeilis tíðindi til næsta bæjar, að fá fyrsta inn- flytjandann inn á þing. Það myndi kannski gera þessa innflytjenda- umræðu á þingi markverðari.“ Þrír ráðherrar Framsóknar ná ekki kjöri til Alþingis Framsóknarflokkurinn fær sex þingmenn, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Formaður Frjálslynda flokksins er inni en ekki varaformaður flokksins. Innflytjandi yrði meðal tólf þingmanna Vinstri grænna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.