Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 12
Félagið Einstök börn fagnar tíu ára af- mæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í raun- inni ekki heima í neinum öðrum starf- andi félögum,“ sagði Helga Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. „Í félaginu eru foreldrar barna sem eru með það sjaldgæfa sjúkdóma, að barnið er kannski það eina á land- inu, og jafnvel í heiminum, sem er með þann sjúkdóm,“ bætti hún við. Í dag eiga 137 fjölskyldur aðild að Einstök- um börnum, sem hefur um 80 mismun- andi sjúkdóma á skrá. Helga segist finna mikla sam- kennd meðal foreldra, þó að börn- in kljáist við mismunandi sjúkdóma. „Þegar fólk stendur frammi fyrir því að það er eitthvað alvarlegt og mikið að hjá barni þess, þá leitar það auð- vitað fyrst í fjölskylduna sína. En síðan finnst manni svo gott að kom- ast í samband við einhvern sem hefur svipaða reynslu,“ sagði Helga. „Við fáum stuðning hvert frá öðru, þó svo að börnin séu ekki með nákvæmlega sama sjúkdóm,“ sagði hún. Félagið styður einnig við bakið á for- eldrum og hefur til að mynda styrkt fjölskyldur til að halda á ráðstefnur er- lendis. „Þótt barnið sé það eina á land- inu með einhvern ákveðinn sjúkdóm eru samt oft fjölskylduráðstefnur um þennan sama sjúkdóm í boði erlendis,“ sagði Helga. „Fólk hefur verið gríð- arlega ánægt með að geta sótt þær,“ sagði hún. Félagið hefur nýlega sett á fót ungl- ingahóp undir handleiðslu Freyju Har- aldsdóttur. „Þar geta unglingarnir komið saman og spjallað um sín mál og notið þess að vera í umhverfi þar sem fátt þarf að útskýra,“ sagði Helga, sem segist finna að starfið sé krökkunum gríðar- lega mikils virði. Þar fyrir utan stend- ur félagið fyrir ýmsum skemmtunum og uppákomum yfir starfsárið. „Við erum alltaf með ýmislegt í gangi,“ sagði Helga. Afmælishátíðin í dag fer fram í Gerplusalnum í Kópavogi á milli 13 og 16. „Hún er aðallega fyrir félagsmenn og ættingja þeirra, en vinir og velunn- arar félagsins eru líka velkomnir. Við erum ekki ríkisstyrkt, svo við erum háð því að það séu einhverjir velvilj- aðir í þjóðfélaginu sem vilja styrkja okkur,“ sagði Helga. „Í kvikmyndum er leikstjórinn guð. Í heimildarmyndum er guð leik- stjórinn.“ Óeirðir í Los Angeles Ástvinur okkar, Svavar Guðmundsson frá Odda á Seltjarnarnesi, starfsmaður Vífilfells hf., lést 13. apríl síðastliðinn á heimili sínu að Seljahlíð. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 11.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Þorgerður Sigurjónsdóttir Guðrún Þorgrímsdóttir Útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, Skúla Þórðarsonar fer fram frá Akraneskirkju 30. apríl kl. 14.00. Bragi Skúlason Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir Ólafur Jón Guðmundsson Hafdís Skúladóttir Magnús Árnason Sigríður Birna Bragadóttir Sigurjón Þorsteinsson Ámundi Steinar Ámundason Hrafnhildur Vala Grímsdóttir Hafdís Anna Bragadóttir Grímur Arnar Ámundason Sara Skúlína Jónsdóttir Arnar Már Símonarson Arnar Ólafsson Skúli Bragi Magnússon Árni Þórður Magnússon Bragi Þórðarson Elín Þorvaldsdóttir Birgir Þórðarson Ása Gústavsdóttir Hilmar Þórarinsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Aðalsteinsdóttir frá Vaðbrekku, Lindasíðu 4, Akureyri, áður til heimilis á Ásgarðsvegi 15, Húsavík, er látin. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. maí kl. 14.30. Aðalsteinn Helgason Ágústa Þorsteinsdóttir Kristjana Helgadóttir Arnar Björnsson Bjarni Hafþór Helgason Margrét Þóroddsdóttir Helgi Helgason Anna Guðrún Garðarsdóttir Ingibjörg Helgadóttir Halldór Benediktsson barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Þorgeirsson prófessor var útnefndur heiðursvísindamaður Land- spítala – háskólasjúkrahúss 2007 á föstudag. Útnefning- in fór fram á vísindadag- skrá við upphaf Vísinda á vordögum. Við sama tæki- færi var Sveinn Hákon Harðarson valinn Ungur vísindamaður ársins 2007. Guðmundur Þorgeirs- son er sviðstjóri lækninga á lyflækningasviði I á LSH. Hann útskrifaðist sem læknir frá læknadeild Há- skóla Íslands árið 1973. Að loknu kandídatsári á Land- spítalanum lagði Guðmund- ur stund á framhaldsnám við Case Western Reserve háskólann í Cleveland og varði þar doktorsritgerð sína. Guðmundur hefur starfað á Landspítalanum frá heimkomu sinni árið 1982, fyrst sem sérfræð- ingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum og síðar sem yfirlæknir á bráða- móttöku spítalans og yfir- læknir hjartadeildar. Hann hefur kennt við læknadeild Háskóla Íslands og setið í ritstjórn Læknablaðsins og erlendra vísindatímarita. Sveinn Hákon stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Að loknum þrem- ur námsárum við lækna- deild tók Sveinn sér hlé frá námi. Hann vann þá við rannsóknir, fyrst á raflíf- eðlisfræðilegri kortlagn- ingu á sjónhimnu í rottum og síðar á súrefnismettun í augnbotnum, undir hand- leiðslu Einars Stefánsson- ar, prófessors í augnsjúk- dómum. Vísindamenn heiðraðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.