Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 80
HLUTHAFAFUNDUR
GLITNIS BANKA HF.
Hluthafafundur Glitnis banka hf. verður haldinn í
höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi mánudaginn
30. apríl og hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
• Kjör stjórnar
• Önnur mál, löglega upp borin
Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra
á fundarstað á fundardegi kl. 14.00 til 15.00.
16. apríl 2007,
stjórn Glitnis banka hf.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
9
0
2
9
Það hefur aldrei verið þægilegra að eignast Aygo. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu nema
að keyra bílinn – við sjáum um restina.
Aygo. Engar áhyggjur.
Ofkeyrðu þig.
www.aygo.is
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 420-6600
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Toyota Austurlandi
Miðási 2
Egilsstaðir
Sími: 470-5070
Kostar ekkert,
þannig séð
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
3
73
72
0
4/
07
*Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84 mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar
(ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili.
26.855 kr.* á mánuði:
Innifalið: Afborgun af láni - Tryggingar - Bifreiðagjald 1. tímabils - Engin útborgun.
engin útborgun
Lokaumferð hollensku
úrvalsdeildarinnar fer fram í dag
en lið Grétars Rafns Steinssonar,
AZ Alkmaar, getur orðið hollensk-
ur meistari í dag sigri það Rotter-
dam Excelsior. Það lið er reyndar
þegar fallið og á pappírnum er AZ
því með mun sterkara lið.
Þrjú lið eru jöfn í efsta sætinu,
AZ, Ajax og PSV Eindhoven. AZ er
hins vegar með langbesta marka-
hlutfallið og ætti því sigur í dag að
duga liðinu.
Grétar Rafn hefur verið fasta-
maður í liði AZ lengst af í vetur
eftir að hafa byrjað á bekknum í
upphafi móts. Hann leikur í stöðu
hægri bakvarðar og sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að það hent-
aði sér vel.
„Ég tók ákvörðun eftir að ég
sleit krossbönd í hné árið 2002 að
færa mig aftar á völlinn,“ sagði
Grétar sem er að upplagi miðvall-
arleikmaður. „Ég vildi líka ekki
vera eins og allir hinir. Ef ég færi í
vörnina taldi ég að ég gæti skarað
fram úr og náð mjög langt. Þó ég
hafi gaman af því að spila á miðj-
unni tel ég að ákvörðun mín hafi
verið góð enda hef ég fleiri já-
kvæða eiginleika sem hægri bak-
vörður en miðvallarleikmaður.“
Grétar Rafn er hávaxinn og
skorar mörk annað slagið. Þó ekki
eins mikið og hann gerði er hann
lék á miðjunni með ÍA hér heima.
„Það er alltaf jafn gaman að skora
og yfirleitt er það nú eftir föst
leikatriði í seinni tíð. Ég hef þó
aldrei verið þekktur fyrir að vera
mikill markaskorari,“ sagði Grét-
ar Rafn.
Verði AZ meistari í dag kemst
liðið í Meistaradeild Evrópu á
næsta tímabili en annars þarf það
að taka þátt í sérstakri aukakeppni
ásamt þremur öðrum liðum um
eitt laust sæti í Meistaradeildinni.
Grétar hefur áður sagt í viðtali
við Fréttablaðið að honum finnist
það fyrirkomulag einfaldlega „fá-
ránlegt“.
Grétar Rafn getur
orðið meistari í dag
Í dag verður leikið
til úrslita í Evrópukeppnunum í
handbolta. Sigfús Sigurðsson er
eini Íslendingurinn sem verður
í eldlínunni í dag en hann og fé-
lagar hans í Ademar Leon taka á
móti Hamburg á Spáni. Leikur-
inn er sá síðari í úrslitum Evr-
ópukeppni bikarhafa en þeim
fyrri lauk með fjögurra marka
sigri Þjóðverjanna, 28-24. Sigfús
hefur átt við meiðsli að stríða en
verður væntanlega klár í slaginn
í dag.
Stærsti leikurinn í dag verð-
ur þó án efa leikur Flensburg og
Kiel í úrslitum Meistaradeild-
ar Evrópu. Fyrri leiknum lauk
með jafntefli, 28-28, á heimavelli
Flensburg. Leikurinn verður í
beinni útsendingu á Sýn og hefst
útsending klukkan 15.20.
Í EHF-bikarkeppninni kepp-
ir gamalt Íslendingalið, Magde-
burg, til úrslita gegn Aragón frá
Spáni. Fyrri leiknum lauk með
jafntefli á Spáni og stendur því
Magdeburg vel að vígi fyrir leik
dagsins.
Sigfús verður í eldlín-
unni á Spáni í dag
Í dag ræðst hvort HK
eða Fram mætir Stjörnunni í úr-
slitum í deildarbikarkeppni karla.
Liðin mætast í oddaleik rimmunn-
ar eftir að hafa hvort unnið einn
leik.
HK vann fyrsta leikinn í íþrótta-
húsinu í Digranesi, 28-26, en stein-
lá svo í Framhúsinu með tólf marka
mun.
Leikurinn verður í beinni útsend-
ingu í RÚV klukkan 16.10 en hann
fer fram í íþróttahúsinu í Digra-
nesi.
HK og Fram mættust tvívegis í
DHL-deildinni í Digranesi í vetur
og í bæði skiptin skildu liðin jöfn.
Í þriðju viðureigninni, á heimavelli
Fram, fór hins vegar HK með sigur
af hólmi. Sex stig skildu liðin að í
öðru og þriðja sæti deildarinnar.
HK mætir Fram í dag