Fréttablaðið - 29.04.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 29.04.2007, Síða 80
HLUTHAFAFUNDUR GLITNIS BANKA HF. Hluthafafundur Glitnis banka hf. verður haldinn í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi mánudaginn 30. apríl og hefst kl. 15.00. Dagskrá: • Kjör stjórnar • Önnur mál, löglega upp borin Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað á fundardegi kl. 14.00 til 15.00. 16. apríl 2007, stjórn Glitnis banka hf. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 9 0 2 9 Það hefur aldrei verið þægilegra að eignast Aygo. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að keyra bílinn – við sjáum um restina. Aygo. Engar áhyggjur. Ofkeyrðu þig. www.aygo.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Kostar ekkert, þannig séð ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 73 72 0 4/ 07 *Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84 mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar (ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili. 26.855 kr.* á mánuði: Innifalið: Afborgun af láni - Tryggingar - Bifreiðagjald 1. tímabils - Engin útborgun. engin útborgun Lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag en lið Grétars Rafns Steinssonar, AZ Alkmaar, getur orðið hollensk- ur meistari í dag sigri það Rotter- dam Excelsior. Það lið er reyndar þegar fallið og á pappírnum er AZ því með mun sterkara lið. Þrjú lið eru jöfn í efsta sætinu, AZ, Ajax og PSV Eindhoven. AZ er hins vegar með langbesta marka- hlutfallið og ætti því sigur í dag að duga liðinu. Grétar Rafn hefur verið fasta- maður í liði AZ lengst af í vetur eftir að hafa byrjað á bekknum í upphafi móts. Hann leikur í stöðu hægri bakvarðar og sagði í sam- tali við Fréttablaðið að það hent- aði sér vel. „Ég tók ákvörðun eftir að ég sleit krossbönd í hné árið 2002 að færa mig aftar á völlinn,“ sagði Grétar sem er að upplagi miðvall- arleikmaður. „Ég vildi líka ekki vera eins og allir hinir. Ef ég færi í vörnina taldi ég að ég gæti skarað fram úr og náð mjög langt. Þó ég hafi gaman af því að spila á miðj- unni tel ég að ákvörðun mín hafi verið góð enda hef ég fleiri já- kvæða eiginleika sem hægri bak- vörður en miðvallarleikmaður.“ Grétar Rafn er hávaxinn og skorar mörk annað slagið. Þó ekki eins mikið og hann gerði er hann lék á miðjunni með ÍA hér heima. „Það er alltaf jafn gaman að skora og yfirleitt er það nú eftir föst leikatriði í seinni tíð. Ég hef þó aldrei verið þekktur fyrir að vera mikill markaskorari,“ sagði Grét- ar Rafn. Verði AZ meistari í dag kemst liðið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en annars þarf það að taka þátt í sérstakri aukakeppni ásamt þremur öðrum liðum um eitt laust sæti í Meistaradeildinni. Grétar hefur áður sagt í viðtali við Fréttablaðið að honum finnist það fyrirkomulag einfaldlega „fá- ránlegt“. Grétar Rafn getur orðið meistari í dag Í dag verður leikið til úrslita í Evrópukeppnunum í handbolta. Sigfús Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem verður í eldlínunni í dag en hann og fé- lagar hans í Ademar Leon taka á móti Hamburg á Spáni. Leikur- inn er sá síðari í úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa en þeim fyrri lauk með fjögurra marka sigri Þjóðverjanna, 28-24. Sigfús hefur átt við meiðsli að stríða en verður væntanlega klár í slaginn í dag. Stærsti leikurinn í dag verð- ur þó án efa leikur Flensburg og Kiel í úrslitum Meistaradeild- ar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 28-28, á heimavelli Flensburg. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 15.20. Í EHF-bikarkeppninni kepp- ir gamalt Íslendingalið, Magde- burg, til úrslita gegn Aragón frá Spáni. Fyrri leiknum lauk með jafntefli á Spáni og stendur því Magdeburg vel að vígi fyrir leik dagsins. Sigfús verður í eldlín- unni á Spáni í dag Í dag ræðst hvort HK eða Fram mætir Stjörnunni í úr- slitum í deildarbikarkeppni karla. Liðin mætast í oddaleik rimmunn- ar eftir að hafa hvort unnið einn leik. HK vann fyrsta leikinn í íþrótta- húsinu í Digranesi, 28-26, en stein- lá svo í Framhúsinu með tólf marka mun. Leikurinn verður í beinni útsend- ingu í RÚV klukkan 16.10 en hann fer fram í íþróttahúsinu í Digra- nesi. HK og Fram mættust tvívegis í DHL-deildinni í Digranesi í vetur og í bæði skiptin skildu liðin jöfn. Í þriðju viðureigninni, á heimavelli Fram, fór hins vegar HK með sigur af hólmi. Sex stig skildu liðin að í öðru og þriðja sæti deildarinnar. HK mætir Fram í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.