Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 72
Fyrir um það bil þremur árum gekk ég niður Lauga- veginn með Svía sem var staddur hérlendis í fyrsta sinn. „Det här är en ful gata,“ sagði hann og bætti við að borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að rífa kofa, fjarlægja þessa flögnuðu, grænu stauta, helluleggja upp á nýtt ... fjölga bekkjum og ruslafötum. Ég skildi ekkert um hvað gestur- inn var að tala. Fannst eins og það væri nýbúið að taka allt í gegn, en í raun voru þá mörg ár síðan „flikk- að“ var upp á götumyndina – og glöggt var hans auga. Ég nuddaði stírurnar og sjá! Það er ekki það hús á Laugaveginum sem ekki er búið að krota á og þar bætist grátt á svart því í fæstum til- vikum eru þetta fögur hús. Renglu- legir bárujárnskofar á stangli innan um byggingar sem búið er að breyta og „bæta“ 25 sinnum á ári eftir því hvaða rekstur fer fram hverju sinni. Það er í raun bara eitt og eitt hús sem kalla má fallegt við þessa götu og fæst þeirra eru klædd bárujárni. Samt er eins og það sé eitthvað „nýju fötin keisar- ans“ heilkenni í gangi. Margir tala eins og þetta sé heilög gata sem beri að vernda. Að það sé synd að rífa gamalt og byggja nýtt. Fussum svei segi ég og meinaða. Fussum svei! Laugavegurinn, eins og hann er í dag, gæti eins verið hliðargata í einhverjum útnára í gömlu Sov- étríkjunum og ef hann væri kona, þá væri hann þessi týpa sem klæð- ir sig og farðar hvorki í samræmi við aldur né vöxt. Svona „sextug Britney Spears“ og því þarf slatti að koma til svo þessi aðalgata verði borgarbúum til sóma. Kannski væri hægt að ráða úr- valslið arkitekta, innlendra sem er- lendra (gestsaugað) og Queer eye for the straight guy liðið til að gefa þessari götu það „make over“ sem hún á skilið. Við viljum jú vera fín fyrir útlendingana og er þá ekki tímabært að snurfusa til áður en gestirnir ganga í bæinn? Kannski var Pravda-bruninn bara táknrænn eins og krúnurakstur hinnar út- brunnu Britney? ... Nýtt lúkk takk! Hingað og ekki lengra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.