Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 4
 Tveir menn, annar 26 ára og hinn tvítugur, voru handteknir um tvöleytið í gær eftir að hafa rænt handtösku af sjötugri konu á Grettisgötu. Konan slapp án nokkurra áverka. Konan tilkynnti strax um ránið á lögreglustöðinni við Hverfis- götu og voru mennirnir hand- teknir nokkrum mínútum síðar á gangi á Rauðarárstíg og færðir til yfirheyrslu. Veskið sem og innihald þess komst aftur í hendur eiganda síns. Að sögn lögreglu eiga báðir mennirnir nokkurn brotaferil að baki. Rændu veski af sjötugri konu Landspítali - háskólasjúkrahús, LSH, fær háa einkunn í könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir LSH. Langflestir svarenda, eða tæplega níutíu prósent, bera mikið traust til spítalans og ríflega áttatíu prósent telja þjónustuna góða. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, er ánægður með útkomuna og segir starfsmenn fá „ágætis- einkunn fyrir sín störf enda leggja þeir sig hér fram meira en nokkur um að sinna sjúklingum og aðstandendum vel. Það er aðalsmerki þessara starfsmanna og þessarar stofnunar“. Starfsmenn fá ágætiseinkunn Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti í heimsókn til New York í síðustu viku þeirri hættu sem öryggi mannkynsins stafar af loftslags- breytingum sem væri „meiri en af nokkrum einstökum átökum“. Sagði hún að ekkert land hefði for- sendur til að nota þá afsökun að það myndi skaða efnahagslega samkeppnishæfni þess að grípa til ráðstafana til að sporna við gróður- húsaáhrifunum. Í ræðu hjá bresk-bandarísku við- skiptasamtökunum British- American Business Inc. lagði Becket áherslu á mikilvægi ábyrgð- ar einkafyrirtækja á að umbreyta efnahagslífinu þannig að minna af gróðurhúsalofttegundum sé losað út í andrúmsloftið. Hún varaði við því að hafast ekkert að og áhrifum aðgerðarleysis á öryggi manna. Aðalerindi Becket til New York að þessu sinni var að stýra óform- legum fundi í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, þar sem afleiðingar loftslagsbreytinganna voru rædd- ar. Hún varaði þar við átökum sem loftslagsbreytingar gætu leitt til, svo sem um aðgang að drykkjar- vatni og mat. Ógn við öryggi mannkynsins Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því 27 þing- menn. Þetta er 0,6 prósentustig- um minna en fylgi flokksins var í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuð- borgarsvæðinu þar sem flokkur- inn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósenta fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjör- dæmi þar sem 48,5 prósent segj- ast myndu kjósa flokkinn. Þá segj- ast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norð- austurkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þing- menn kjörna í landsbyggðarkjör- dæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokks- ins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra og Jón- ína Bjartmarz umhverfisráðherra kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylg- ið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjör- dæmakjörinn, en þrjá jöfnunar- menn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformað- ur flokksins, Magnús Þór Haf- steinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokk- urinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 pró- sent sögðust myndu kjósa flokk- inn. Vikmörk eru 1,7 prósentu- stig. Aðeins fleiri segjast myndu kjósa flokkinn á höfuðborgar- svæðinu, eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæm- unum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokk- urinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjör- dæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokk- inn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vik- mörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæm- unum þremur þar sem 17,8 pró- sent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgar- svæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niður- staða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?“ 61,4 prósent svar- enda tóku afstöðu til spurningar- innar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkanna er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Meirihlutinn heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fram- sóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá, en enginn af þeim yrði kjördæmakjörinn. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fer fram á opinbera rannsókn á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Undanfarið hafa komið fram ásakanir um vítaverða vanrækslu Impregilo á vinnusvæðinu og vilja Vinstri græn að ríkisstjórn- in kanni hvað hæft sé í þeim. Vinstri græn segja fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og erlendum verktökum beri að fara eftir þeim reglum sem gilda um réttindi og aðbúnað launafólks í landinu. Vinstri græn vilja rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.