Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 72
Fyrir um það bil þremur
árum gekk ég niður Lauga-
veginn með Svía sem var
staddur hérlendis í fyrsta
sinn. „Det här är en ful
gata,“ sagði hann og bætti
við að borgaryfirvöld ættu að sjá
sóma sinn í að rífa kofa, fjarlægja
þessa flögnuðu, grænu stauta,
helluleggja upp á nýtt ... fjölga
bekkjum og ruslafötum.
Ég skildi ekkert um hvað gestur-
inn var að tala. Fannst eins og það
væri nýbúið að taka allt í gegn, en í
raun voru þá mörg ár síðan „flikk-
að“ var upp á götumyndina – og
glöggt var hans auga.
Ég nuddaði stírurnar og sjá! Það
er ekki það hús á Laugaveginum
sem ekki er búið að krota á og þar
bætist grátt á svart því í fæstum til-
vikum eru þetta fögur hús. Renglu-
legir bárujárnskofar á stangli
innan um byggingar sem búið er
að breyta og „bæta“ 25 sinnum á
ári eftir því hvaða rekstur fer fram
hverju sinni. Það er í raun bara eitt
og eitt hús sem kalla má fallegt
við þessa götu og fæst þeirra eru
klædd bárujárni. Samt er eins og
það sé eitthvað „nýju fötin keisar-
ans“ heilkenni í gangi. Margir tala
eins og þetta sé heilög gata sem
beri að vernda. Að það sé synd að
rífa gamalt og byggja nýtt.
Fussum svei segi ég og meinaða.
Fussum svei!
Laugavegurinn, eins og hann er
í dag, gæti eins verið hliðargata
í einhverjum útnára í gömlu Sov-
étríkjunum og ef hann væri kona,
þá væri hann þessi týpa sem klæð-
ir sig og farðar hvorki í samræmi
við aldur né vöxt. Svona „sextug
Britney Spears“ og því þarf slatti
að koma til svo þessi aðalgata verði
borgarbúum til sóma.
Kannski væri hægt að ráða úr-
valslið arkitekta, innlendra sem er-
lendra (gestsaugað) og Queer eye
for the straight guy liðið til að gefa
þessari götu það „make over“ sem
hún á skilið. Við viljum jú vera fín
fyrir útlendingana og er þá ekki
tímabært að snurfusa til áður en
gestirnir ganga í bæinn? Kannski
var Pravda-bruninn bara táknrænn
eins og krúnurakstur hinnar út-
brunnu Britney? ... Nýtt lúkk takk!
Hingað og ekki lengra!