Fréttablaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 83
Norska úrvalsdeildin
Þýska úrvalsdeildin
Ítalska úrvalsdeildin
Miami Heat er á leið úr úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar
eftir að hafa tapað þriðja leiknum
í röð fyrir Chicago Bulls í fyrra-
kvöld, 104-96. Miami varð meist-
ari í fyrra og er þetta í fyrsta sinn
í sögunni sem ríkjandi meistar-
ar lenda 3-0 undir í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar.
Ben Gordon var sem fyrr í
miklu stuði fyrir Chicago-liðið
en hann skoraði 27 stig í leikn-
um. Hann segir það mikið þroska-
merki á leik liðsins að það hafi
unnið meistarana á þeirra eigin
heimavelli. „Nú verðum við ein-
faldlega að halda áfram á sömu
braut í næsta leik,“ sagði Gordon.
Önnur óvænt úrslit litu dags-
ins ljós í fyrradag er Golden State
vann Dallas, 109-91, og komst
þar með í 2-1 forystu í rimmunni.
Dallas vann Vesturdeildina en
Golden State rétt svo slapp inn
í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í
þrettán ár. Jason Kidd fór á kost-
um með Golden State og náði þre-
faldri þrennu. Hann gerði sex-
tán stig, tók sextán fráköst og gaf
nítján stoðsendingar.
Fjórði leikur Miami og Chicago
verður í beinni útsendingu á Sýn
Extra í dag klukkan 17.
Meistararnir í
miklum vanda
Aðeins sex árum eftir að
Leeds komst í undanúrslit Meist-
aradeildar Evrópu blasir fall í
ensku C-deildina við liðinu. Liðið
gerði í gær 1-1 jafntefli við Ips-
wich og er staðan í deildinni
þannig að liðið þyrfti að helst að
vinna átta marka sigur í lokaum-
ferðinni um næstu helgi og treysta
á að Hull tapi sínum leik.
Richard Cresswell kom Leeds
yfir í gær á 12. mínútu en ógæfan
dundi yfir á 88. mínútu er Ipswich
jafnaði metin.
Stuðningsmenn Leeds voru
margir hverjir svo reiðir að þeir
réðust inn á völlinn áður en leikn-
um lauk og þurfti að bíða í þrjátíu
mínútur þar til hægt var að spila
síðustu mínútu leiksins.
„Þessar gjörðir stuðningsmanna
Leeds gætu haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir félagið,“ sagði John
Nagle, talsmaður ensku Champ-
ionship-deildarinnar.
Dennis Wise, stjóri liðsins, var
fenginn til liðsins fyrr í vetur til
að bjarga liðinu frá falli. Það virð-
ist ekki ætla að takast og var hann
heldur fámáll í leikslok. „Þetta er
nógu sorglegur dagur fyrir. Ég vil
ekki ræða um það sem gerðist í
lok leiksins,“ sagði Wise.
Gylfi Einarsson var sem fyrr
ekki í náðinni hjá Wise og var
hann ekki í leikmannahópi liðsins
í gær. Hann er samningsbundinn
liðinu í eitt ár til viðbótar en lík-
legt verður að teljast að hann söðli
um í sumar. Hann hefur afar lítið
komið við sögu hjá liðinu í vetur.
Falli liðið verður það í fyrsta
sinn í 88 ára sögu félagsins sem
það leikur ekki í einni af efstu
tveimur deildunum í Englandi.
Liðið á sér mikla sögu og fjölda-
marga aðdáendur víða um heim,
þar af fjölmarga á Íslandi.
Leeds á leið í C-deildina í fyrsta sinn í sögunni
Undanúrslit í Lengju-
bikarkeppni kvenna fóru fram á
Stjörnuvelli í gær. Í fyrri leikn-
um vann Valur Keflavík 3-0. Mar-
grét Lára Viðarsdóttir skoraði
tvö marka Vals, hið fyrra úr víta-
spyrnu.
Í hinum leiknum tryggði Olga
Færseth KR-ingum 1-0 sigur á
Breiðabliki. Það verða því KR og
Valur sem mætast í úrslitaleikn-
um á föstudaginn kemur en leik-
urinn fer fram í Egilshöllinni og
hefst klukkan 19.15.
Þá fóru fram undanúrslit í B-
deild Lengjubikarsins í gær.
Fjarðabyggð vann Selfoss 1-0 og
mætir Aftureldingu sem vann
Hauka örugglega, 4-0.
KR mætir Val í
úrslitum