Tíminn - 29.02.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. febrúar 1980
7
Viö lestur greinar Þvj. 23.2.,
Dátasjónvarp inn á hvert
heimili, datt mér i hug samtal,
sem ég fyrir mörgum árum átti
viB forstöBumann ameriska
hermannasjónvarpsins á Kefla-
vikur-flugvelli, er hann hafBi
boöiB mér til snæBings. Tal okk-
ar barst m.a. aB sjónvarpi hers-
ins hér á landi. SagBist hann þá
furBa sig á þeirri fikn ls-
lendinga, aB vilja endilega
glápa á þetta efni, sem væri lé-
leg seriu-framleiBsla, tilbúin
handa amerfskum setuliös-
flokkum erlendis, allsstaöar
eins á þeim um 120 stööum þar
sem þeir væru dreiföir um alla
jarökringluna. Slik litilþægni
kæmi sér vissulega á óvart.
Þetta samtal okkar rifjaöist
óþægilega upp, er ég sá ofan-
greinda fregn um áróöur og
undirskriftasöfnun um aö gera
slikt efni aB islenskri heimilis-
afþreyingu. Hver þjóB verndar
sina hagsmuni. Og hagsmunir
tveggja þjóöa fara aldrei sam-
an. titbreiösla og innræting
þeirra hagsmuna á sér styrka
stoö i fjölmiölum. Jafnvel al-
mennar fréttir geta tekiB þeirra
svip. Skólar eru einnig athvarf
þeirra. Innræting þeirra er inn-
prentuö sem átrúnaöur: allt er
gott, sem fósturjöröin gerir. A
þetta ekki sist viö um Bandarik-
in.
Forseti Bandarikjanna, Ge-
org Washington, sagöi i viö-
frægri skilnaBarræBu sinni, aö
þaB væri hrein glópska aö
reikna meö greiBasemi I sam-
skiptum milli þjóöa. Sú þjóö
sem þiggur greiöa af annarri
veröur henni þvi háö. Endir
verBur sá, aB tekiB er meira en
gefiö hefir veriö. I þessu tilliti
eru tslendingar ekki aflögufær-
ir. Ber margt til þess.
Áhættusöm
itök
ÞjóBin er ung og nýbyrjuB
menningarviöleitni hennar enn-
þá yngri. Landiö er stórt en fólk
er fátt, enda felst i þvi bæBi
vandi og áhætta fyrir fámenni
aö byggja og geta nytjaö svo
stórt hnattsvæöi. Þar af leiöir
svo, aö þjóBin er vanþróuö og
landiö aö miklu leyti enn órækt-
aö. Verkefnin eru þvi óþrjót-
andi, og hver maöur veröur aB
skipa margra manna rúm.
Þetta landnámsstarf hvilir á
heröum heimamanna. ABrar
þjóöir leysa þaB ekki fyrir okk-
ur, nema þá meö þvi aö eignast
hér þau itök, sem verr er aö
veita en neita.
Svo áhættusöm fyrir sjálf-
stæöi þjóöar sem itök til jaröar-
gæöa eru, þvi háskalegri eru öll
andleg og sálarleg Itök. Þetta
ætti sagan aö hafa kennt okkur,
þá er viB vorum þrautplnd og
kúguö nýlenduþjóö Dana og lltiU
munur var geröur á Islendingi
og villimanni. ViB vorum
stjórnarfars-kólónia Dana og
þar á ofan fiski-kólónia Eng-
lendinga. Fyrir ötullega baráttu
þjóörækinna forystumanna
tókst loks aö hrinda hvoru-
tveggja þessu veldi.
Sjálfstæði
og sjónvarp
En sjálfstæöisbarátta þjóöar
er ævarandi. Einn liöur hennar
er nú á dögum andóf gegn land-
setu ameriskra hermanna. Móti
þvi standa svo allir þeir, sem
efla vilja aöstööu og loks Ihlutun
erlends rikis á Islenskri grund. 1
staöinn fyrir fyrrum danska ís-
lendinga eru nú upp risnir ame-
riskir tslendingar. Mest þjóB-
hollusta hefir þó löngum reynst
sú, aö vera „Islenskur Is-
lendingur.” Af tvennu illu mætti
þá máske segja, aö hollara væri
þaö dvergriki þvl, sem ísland
er, aö standa I tengslum viö nor-
ræna bræöraþjóö en aö vera
smápeö i valdatafli óskylds
stórveldis, þvi aö meira eigum
viö, þrátt fyrir allt, aö þakka
danskri menningu en amerlskri
siötækni.
Dr.
Hallgrimur
Helgason
b. ........ ......... j
Hernám
hugarfars
Einn þáttur þess aö festa i
sessi hersetu er hernám hugar-
fars. Þaö virtist i óliklegustu
myndum, jafnvel kveöju jafnt
sem klæönaöi (halló I staö fag-
urrar ávarpskveöju, komdu
blessaöur, sem jafnvel ensku-
mælandi þjóöir öfunda okkur af,
peysur meö ameriskum fánalit-
um og áþrykktum eöa innofnum
áletrunum ameriskra háskóla).
Endahnútur á svo aö vera ame-
riskt setuliössjónvarp inn á gafl
1 hverju húsi. Fleiri trúöleikir,
meira brauö, sögöu Rómverjar,
þá er lýöurinn ánægöur. En fyr-
ir bragöiö leiö Rómaveldi undir
lok.
Tilvera þjóöar byggist nefni-
lega ekki á dægrastyttingu og
afþreyju, ekki á þvi aö drepa
timann, heldur á þvi aö láta
hann lifa meö eiginvirku viö-
fangsefni. Innantóm afþreyja
sem tlöaruppfylling er lifs-
blekking, sem fyrr eöa siöar
leiöir til óánægju, vansælu og
örvæntingar, meö öllum hennar
hroðalegu afleiöingum fyrir
fulloröna og forspilltu siöerni
fyrir böm og unglinga, þvi aö
hérlendis er óviöast haföur
hemill á þvi, hvaö börnum leyf-
ist aö sjá á skjá.
I hnattstööulegri einangrun
sinni hafa lslendingar jafnan
veriö helsti ginnkeyptir fyrir
hverskyns útlendum áhrifum.
Gegn um fjögurra áratuga her-
setu hafa þau áhrif nú lengi ver-
iö næsta einhliöa engilsaxnesk.
Margir uppvaxandi Islendingar
þekkja þvi ekki alfrjálst Island,
' þar sem hersetiö land er i raun-
inni ekki fullfrjálst land. Allur
áróöur fyrir lögleiöingu dáta-
sjónvarps er þá um leiö bón um
aukin áhrif þess stórveldis, sem
aö hersetu stendur, þvi aö hlut-
leysi um efnisflutning er ekki
til.
Spilað á
veikleika
landsmanna
Samanburöur viö stórþjóöir
er I reynd ódrengilegur mál-
flutningur. Litil þjóö megnar
ekki aö veita sér allt þaö, sem
stórþjóö getur. Hér er spilaö á
þann veikleika landsmanna aö
vilja ekkilifaá landi hér i sam-
ræmi viö aöstööu þjóöar. Hér
veröa stjórnmálamenn aö taka I
taumana, fýrr eöa siöar, ef land
á aö standa. Lausnarorö er
„real-pólitik”, sem miðast viö
nauösyn og möguleika þjóöar,
þvi aö velferöastefna landsbúa
getur aldrei byggzt á óskhyggj-
unni einni saman.
Samanborið viö aörar þjóöir
megum viö vera ánægö og stolt
af okkar eigin sjónvarpsstöö.
Kanada hefir t.d. 20 milljónir
ibúa, og þar er aöeins völ á
tveim stöövum, og ekki koma
þar ameriskar stöövar inn á
skermi. Engin óánægjurödd
heyrist vegna þess i þvi landi.
AD hvaöa leyti er um aö ræöa
„fullkomna sjónvarpsstöö” á
Keflavikurflugvelli, eins og
gyllt er i undirskriftaskjali
dátasjónvarps-dýrkenda, hefir
veriö skýrt i upphafi greinar.
Atvinnuhermenn og málaliðar
hafa aldrei veriö úrval samfé-
lags, oftar úrhrak, og eftir þvi
er framreitt efni handa þeim
sniöiö. Hvar er þá reisn og sómi
þessarar þjóöar, sem af evróp-
Iskum rithöfundum hefir veriö
kölluö „frummóöir Evrópu”, ef
hún lætur bjóöa sér bein og ruö-
ur sem ölmusu af boröi hersetu-
veldis?
Sem Islendingur, er hvar-
vetna hefir haldiö fram sæmd
sinnar þjóöar, ber ég kinnroöa
fyrir hennar hönd, aö til skuli
vera hópur manna, sem leggj-
ast vill svo lágt. Útigangshestar
fyrrum lögöu sér i haröindum til
munns fóöur úr sorptunnum, en
Htiö leggst þá fyrir vel metta
þegna velferöar-samfélags, ef
þeir þiggja þvilikan „veislu-
kost”. Stundum geta haröindi
hugarfars oröiö sjálfri náttúr-
unni yfirsterkari.
EFLUMTIMANN
Sjálfboðaliðar hringi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavik, á venjulegum skrif-
^tofutíma.
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öllum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið tii Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Ég undirritaður vil styrkja Timann með
þvi að greiða í aukaáskrift
Qj heila Q] hálfa Ú> mánuði
Nafn_________________________________________
Heimilisf.--------------------—-----------------
Sími