Tíminn - 29.02.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.02.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 29. febrúar 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síöu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuði.__ ____________________Blaöaprent. Þeir komast ekki undan ábyrgðinni Það er út af fyrir sig skiljanlegt að margir Sjálf- stæðismenn séu enn þá dálitið ringlaðir og vegvilltir eftir það sem gerst hefur innan flokksins á undan förnum vikum. Það er þannig ekkert undarlegt þótt mörgum þeirra hafi þótt það einkennilegt að lesa i helsta málgagni flokksins, Morgunblaðinu, slikar óbótaskammir um varaformann Sjálfstæðisflokks- ins, dr. Gunnar Thoroddsen, sem þar hafa birst i þessum mánuði, — eða að lesa á siðum blaðsins hvers kyns furðulegustu dylgjur og athugasemdir um vel metna og virta þingmenn flokksins, Friðjón Þórðarson og Pálma Jónsson. Það sem einkum hefur furðað þá fjölmörgu flokksmenn i Sjálfstæðisflokknum sem hafa haft samband við TIMANN út af þessum hávaða er sú staðreynd að forysta Sjálfstæðisflokksins með Geir Hallgrimsson fremstan skyldi ekki ganga til stjórn- armyndunarviðræðnanna, þegar dr. Gunnari Thor- oddsen hafði tekist að hrinda þeim af stað, og i ann- an stað hefur þetta fólk verið furðu lostið yfir þvi að ráðherrar Sjálfstæðismanna i hinni nýskipuðu rikisstjórn skuli ekki hljóta þakkir og stuðning flokksins, ekki sist með þá löngu stjórnarkreppu i huga sem staðið hafði öllum aðgerðum i þjóðmálum fyrir þrifum. Þannig er fjöldi almennra stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins undrandi yfir viðbrögðum foryst- unnar og flokksblaðsins. En það er þá eitthvað ann- að hugarástand sem rikir á ritstjórn Morgunblaðs- ins. Ritstjórn blaðsins hefur staðið á öndinni undan farnar vikur, og eftir að hafa fyrst tekið frumkvæði að umræðum um svo nefndar „sögulegar sættir” við sósialista hefur hún rekið upp hin ógurlegustu gól yfir þeim „sögulegu svikum”, sem svo eru nefnd, þegar Sjálfstæðismenn gengu til samstarfs við sósialistana eftir forskrift blaðsins sjálfs. Heiftin sem rikir á ritstjórn Morgunblaðsins kem- ur greinilega fram i forystugrein blaðsins i gær þegar allt ætlar um koll að keyra yfir þvi að Fram- sóknarmenn skuli voga sér að standa vörð um Byggðasjóð sem sjálfstæða opinbera stofnun með eigin stjórn og fjárhag. Morgunblaðið hikar ekki við að staðhæfa i þessum leiðara að ein breytingartil- laga frá Tómasi Árnasyni hafi tafið fjárhagsaðstoð til bænda fram yfir þinghlé það sen nú stendur. Nú var tillagan tekin til baka þegar er ljóst var að hún naut ekki stuðnings i þinginu. Þrátt fyrir það reynir Morgunblaðið að koma ábyrgðinni af þeim fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem stóðu að „útgöngunni” alræmdu i fyrra og hafa alla tið siðan þvælst fyrir málinu i þvi skyni að drepa þvi á dreif. Heiftin og lætin i leiðarahöfundi Morgunblaðsins er slik, að hann ætlar sér að komast hjá þvi að lesa niðurlagsorð forystugreinar TÍMANS um þetta mál fyrr i vikunni, en þar segir: „Ef ekki verður samkomulag um annað munu Framsóknarmenn þó leggja þyngsta áherslu á að málið fái farsælan framgang sem fyrst”. Það liggur alveg fyrir að i u.þ.b. heilt ár hefur Framsóknarflokkurinr knúið á um að þetta mikla réttlætismál verði afgreitt á farsælan hátt. Það liggur einnig fyrir að Framsóknarmenn vildu ekki að það yrði gert á kostnað Byggðasjóðs, en voru reiðubúnir til þess að sæta þvi samkomulagi sem fengist til þess að tryggja málinu framgang. Þess vegna var breytingartillagan, sem til umræðu er, dregin til baka þegar i stað. Málþófsmenn og andstæðingar landbúnaðarins bera alla ábyrgð á þvi að þetta mál tefst enn um nokkra hrið. JS Erlent yfirlit Khomeini og Brésnjef hafa dugað Carter vel Því skiptir engu, þótt dýrtíðin vaxi ÞAÐ heföu þótt slæm tiöindi fyrir Carter forseta undir venjulegum kringumstæöum, ef þaö heföi veriö tilkynnt fjórum dögum fyrir prófkjöriö I New Hampshire, aö visitala neyzlu- vara heföi tekiö stórt stökk upp á viö I janúarmánuöi og væri hækkun hennar nú oröin 15.6% á ársgrundvelli, ef miöaö væri viö hækkunina I janúar. Þetta er hærri tala en næstum allir bjuggust viö. Þá heföi þaö ekki bætt úr skák, ef i kjölfar þessarar hækkunar á visitölu neyzluvara, heföi fylgt tilkynning um vaxta- hækkun. Þetta hvort tveggja geröist nú, en haföi ekki minnstu áhrif á prófkjöriö i New Hampshire, sem fór fram siöastl. þriöjudag. Carter forseti vann góöan sigur, án þess aö hafa sýnt sig i fylk- inu. Hann taldi sig ekki geta far- iö úr Hvita húsinu sökum ann- rikis, sem ætti rætur sinar mest aö rekja til utanrikismála. Fréttaskýrendur eru ekki I neinum vafa um, aö Carter á þennan sigur aö þakka þeim Khomeini og Brésnjef fyrst og fremst. Heföi gislatakan i Teheran og innrásin I Afganist- an ekki komiö til sögunnar, myndi Carter hafa staöiö höll- um fæti og meiri athygli beinzt aö hinum öra dýrtiöarvexti. Athygli Bandarikjamanna hefur beinzt aöallega aö fram- annefndum tveimur atburöum siöustu vikurnar. Mörgum finnst aö Carter hafi brugöizt viö á réttan hátt. Aörir telja, aö þjóöin veröi aö standa meö for- setanum undir slikum kringum- stæöum, þótt þeir séu honum ekki aö öllu leyti sammála. Hvort tveggja stuölar þetta aö góöu géngi Carters i prófkjör- um. Úrslit prófkjörsins i New Hampshire uröu þau hjá demó- krötum, aö Carter fékk 49%, Edward Kennedy 38% og Brown rikisstjóri 10%. Carter fékk 10 fulltrúa kjörna á flokksþingiö, sem velur forsetaefniö, en Kennedy 9. ÞAÐ VARÐ þó ekkiCarter, sem var mesti sigurvegarinn I pröfkjörinu, heldur jafnaldri Gunnars Thoroddsen, Ronald Reagan. Margir fréttaskýrend- ur höföu spáö þvi, enda bentu skoöanakannanir llka til þess, aö George Bush yröi hlutskarp- astur hjá repúblikönum, eins og I Iowa. Raunin varö önnur. Reagan fékk 50% atkvæöanna, en Bush ekki nema 23%. Aörir frambjóöendur repúblikana fengu minna. Miöaö viö þessa höröu sam- keppni, þykir sigur Reagans mikill. Hann var aö vlsu talinn sigurviss I upphafi og ætlaöi þvi ekki aö sýna sig I fylkinu fyrir prdfkjöriö, likt og Carter. úr- Reagan i útvarpseinviginu. slitin I Iowa breyttu þessu. Reagan kom, sá og sigraöi. Hljóövarpseinvigi, sem þeir Reagan og Bush þreyttu siöastl. laugardagskvöld, átti verulegan þátt i þessu. Fleiri áhorfendum þótti Reagan vita betur, en óvist þykir, hvort svo heföi fariö, ef kappræöunni heföi veriö sjón- varpaö. Þá heföi aldursmunur- inn getaö haft sitt aö segja. Þaö var þó ekki þetta atriöi, sem geröi gæfumuninn, heldur þaö, aö aörir frambjóöendur repúblikana kenndu Bush um, að þeir heföu ekki fengiö aö vera meö. Hins vegar heföi Reagan veriö fús til aö fallast á þaö fyrir sitt leyti. Bush reyndi siöar aö bera á móti þvi, aö þetta heföi strandaö á honum, en þaö komst ekki nægilega til skila fyrir prdfkjöriö. Yfirleitt er taliö, aö þetta hafi spillt verulega fyrir Bush, en oröiö Reagan til ávinn- ings. ÚRSLITIN i New Hampshire þykja hafa styrkt þá Carter og Reagan og heldur veikt stööu skæöustu keppinauta þeirra, Kennedys og Bush. Báöir hafa þeir þó ákveöiö aö láta þennan mótgang ekki neitt á sig fá. Kennedy sagöi I ræöu, sem hann hélt eftir aö úrslitin voru kunn, aö hann þyrfti ekki aö vera óánægöur. I prófkjörinu i New Hampshire 1976 heföiCarter ekki fengiö nema 24% atkvæöanna, en samt oröiö frambjóöandi i forsetakosning- unum. Kennedy spáöi þvi einnig, aö sá timi kæmi, aö menn færu aö hugsa um innanlandsmálin og þá myndi afstaöa kjósenda breytast sér I hag. Næsta prófkjör, sem athygli vekur, fer fram I Massachusetts 4. marz, heimafylki Kennedys, og þykir hann liklegur til sigurs þar. Þar á eftir koma nokkur suöurriki (South Carolina, Ala- bama,Georgia og Florida), þar sem Carter er á heimavigstööv- um. Þaö veröur fyrst I prófkjör- inu I Illinois, sem fer fram 18. marz, sem vænta má harörar samkeppni milli þeirra Carters og Kennedys, og siöan I New York og Connecticut, en I báö- um þessum rlkjum veröur kosiö 25. marz. Ef hlutur Kennedys batnar ekki i þessum prófkjör- um, er liklegast, aö hann sé úr leik. Eins og er, hefur Kennedy strauminn á móti sér. Sú ástæöa er ekki veigaminnst, aö and- stæöingar hans draga slysiö I Chappaquiddick meira og meira fram i dagsljósiö. Kennedy þarf þó ekki aö ör- vænta enn, þvi aö oft hefur þaö reynzt svo, aö eftir nokkurn mótgang i prófkjörum, hefur ‘striösgæfan snúizt viö. Hættan er sú, aö timinn til þess sé of stuttur. Bush hefur ekki siöur reynt aö taka vel ósigrinum I New Hampshire. Hann getur lika bent á, aö þrátt fyrir þetta áfall, er hann vænlegri til aö sigra Reagan en nokkur annar keppi- nautur hans. Þ.Þ. Frambjóðendur repúblikana (taliö frá vinstri): Philip M. Crane, John B. Connally, John B. Anderson, Howard H. Baker, Bob Dole, Ronald Reagan og George Bush.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.