Tíminn - 27.03.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. mars 1980
3
16. MARZ 1980
i
Skinnafyrirtæki
Til sölu er skinnafyrirtæki í útflutningi á barmi
gjaldþrots, fyrir þann sem er nógu vitlaus aö kaupa
það. Tilvalið tækifæri fyrir sexmannanefnd. Tilboð
sendist augld. Mbl. ,-nerkt: „Ruglaður — 60202.
Tilboð
„Rugl-
aður -
60202”
HEI — Þessa „kómisku” eða
raunalegu auglýsingu — eftir þvi
hvernig á málin er litið — mátti
sjá 1 a.m.k. tveim dagblaðanna i
gær.
Talsmaður Útflutningsmiö-
stöðvar iðnaðarins sagði i gær að-
spuröur, að þeim heföi ekki tekist
að fá vitneskju ennþá um hvort
þarna væri um grin aö ræöa, eöa
hvort um væri að ræða fyrirtæki
sem væri i' raun aö gefast upp. En
vissulega gæti auglýsingin verið
sönn, þvi það væri ekkert vafa-
mál að sorfið væri að þeim mönn-
um sem reka fyrirtæki i um-
ræddri atvinnugrein. 1 skinnaiðn-
aöinum væri vandinn ekki minni
en iullariðnaöinum, þar eð kostn-
aðarhækkanirnar hefðu vaxiö
miklu hraðar en verðhækkunum
framleiðslunnar næmi, fyrst og
fremst vegna þess hve gengið hafi
tekið litlum breytingum. Mörg
þessara fyrirtækja seldu sérstak-
lega til Norðurlandanna. Á þeim
markaöi hefði krönan m.a.s.
heldur hækkað gagnvart gjald-
miðlum Norðurlanda að undan-
förnu, sem gerði vandann ennþá
meiri.
Hinsvegar var mönnum hjá Út-
flutningsmiðstöðinni ekki kunn-
ugt um nema saumastofuna Ýli á
Dalvik, sem væri að loka, enn
sem komið væri, þótt fleiri kæmu
kannski i kjölfariö yröi ekkert aö
gert.
BHgreinasambandið:
Hvernig kaup-
maður not-
aðan bQ?
KL — Bilgreinasambandiö hefur
tekið saman og gefið út lltinn en
handhægan bækling fyrir neyt-
endur sem ber heitið: „Hvernig
kaupir maður notaðan bfl?”
Margir hafa farið flatt á þvf að
eiga viðskipti við óprúttna bfla-
sala og er þessi bæklingur gefinn
út i samvinnu við Félag isl. bif-
reiðaeigenda til leiöbeiningar
væntanlegum bilkaupendum.
Á undanförnum árum hefur það
færst i vöxt, að óprúttnir „bila-
braskarar” hafa haft fé af bila-
kaupendum og hafa nokkur kunn
lögreglumál fylgt i kjölfar slikra
viðskipta. Kaupendum til öryggis
hefur Bilgreinasambandið á
undanförnum mánuöum unnið aö
þviað samræma afsöl, sem aðilar
sambandsins nota við sölu not-
aðra bila, og hafa flestir þeirra
þegar tekið I notkun mlmeruð og
samræmd afsöl, en afrit af þeim
verða I vörslu hjá seljanda. Slik
afsöl tryggja öryggi kaupenda og
seljenda og koma i veg fyrir, að
hægt sé að nota svonefnd „opin
afsöl”, en notkun þeirra hefur
einmitt reynst kaupendum dýr-
keypt oft og tiðum.
Þvi er fólki bent á i' bæklingnum
atriði eins og t.d., hvar ber að
leita að notuðum bilum, frágang á
afsölum, sölutilkynningum og
greiðsluskjölum. Einnig er bent
á, hversu mikilvægt þaö er, að
skoðunarvottorö bilsins sé ekki
aöeins i bilnum, heldur og 1 lagi
samkv. iögum. Þá er og I neyt-
^ örn Guðmundsson skrifstofu-
stjóri Bilgreinasambandsins
hampar hér bæklingnum góða
Timamynd Tryggvi
endabæklingnum upplýsinga-
kafli, sem heitir: Hvað er Bil-
greinasambandið? Og loks
heimilsfang og simanilmer Bil-
greinasambandsins og F.I.B.,
auk þess sem upplýsingar er þar
að finna um hvar og hvenær
sáttamaöur þessara félaga er til
viötals fyrir bilaeigendur, en til
hans leita margir.
Bæklingurinn „Hvernig kaupir
maður notaðan bil?” mun liggja
frammi i bilasölum aöila Bil-
greinasambandsins og er hann
ókeypis.
Skiptimpt frá 1946 1980:
Sénmnin sýnishorn
JSS— N.k. föstudag hefst sala á
sérunnum sýnishornum af þeirri
skiptimyntsem slegin hefurveriö
frá stofnun lýöveldisins og látin
hefur verið i umferð á árunum
1946-1980. Er þarna um að ræöa
samtals 11 peninga i smekklegum
gjafaumbúöum.
Er myntin unnin þannig að
fletir hennar eru gijáfægðir, en
mött áferð á myndum og letri.
Eru sömu ártöl á peningunum og
siðast þegar þeir voru slegnir.
Upplag myntarinnar er tak-
markaö við 15.000 sett, og eru þau
framleidd hjá Royal Mint,
London. Þar hefir islenska mynt-
in einmitt verið slegin siðustu
áratugina.
Söluverð hefur verið ákveðiö
16.500 og verður salan takmörkuð
viö fimm sett til hvers kaupanda
fyrstu tvær vikurnar.
Myntin verður seld bæði á inn-
lendum og erlendum markaði.
Hér á landi verður hún fáanleg I
afgreiöslu Seölabankans hjá við-
skiptabönkum og útibúum þeirra,
svo og hjá helstu myntsölum i
Reykjavik
Þannig lfta settin út, sem verða bráðlega til sölu.
ÚTBOÐ
Hitaveita Bessastaðahrepps óskar eftir
tilboðum i lagningu hitaveitu á Alftanesi,
dreifikerfi 2. áfanga.
útboðsgögn verða afhent á Verkfræði-
skrifstofunni Fjarhitun h.f., Álftamýri 9,
Reykjavik, gegn 50 þúsund króna skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á hrepps-
skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarna-
staðaskóla, miðvikudaginn 9. april kl.
14.00.
Lögmenn
munið aðalfund Lögmannafélags tslands
að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð kl. 14.00 á
morgun, föstudag.
Arshóf félagsins að kvöldi sama dags að
Hótel Sögu, Lækjarhvammi.
Stjórnin.
Ul ÚTBOÐ
Tilboð óskast 1 að leggja pipulögn, setja niður dælur og
fleira i dælustöð viö Grafarholt fyrir Hitaveitu Reykja-
vikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkju-
vegi 3, Reykjavik, gegn 15 þúsund króna skiiatryggingu.
Tilboöin verða opnuð á sama stað, miövikudaginn 23. aprfl
1980 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuv*qi 3 — Sími 25800
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
verður haldinn að Hótel Sögu (Súlnasal)
fimmtudaginn 27. mars kl. 20.30.
Dagskrá: Samkvæmt félagslögum.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
ALTERNATORAR
Einnig:
Startaran Cut-out,
anker, bendixar, ; v-.
segulrofar o.ffl. í
margar tegundir yv
biffreiða. \
Bílaraf h.f.
Borgartúni 19.
Sími: 24700
1 FORD BRONCO
MAVERICK
'CREVROLET NOVA
BLAZER
DODGE DART
PLYMOUTH
WAGONEER
CHEROKEE
LAND ROVER
FORD CORTINA
SUNBEAM
FIAT — DATSUN
.TOYOTA — LADA
VOLGA.— MOSKVITCH
.VOLVO — VW
SKODA — BENZ — SCANIA oTl
Verð frá
26.800,-