Tíminn - 27.03.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. mars 1980
iiliiílli'G
Gunnar Pórðarson, formaður Sjómannafél. ísfirðinga:
Veit Kristján
Ragnarsson
ekki við hverja
hann deilir?
1 grein Kristjáns Ragnarsson-
ar i Morgunblaðinu 20. þ.m.,
leggur hánn áherslu á að deilan
standi aðeins við Sjómannafé-
lag Isfiröinga, en ekki aðrá
vestfirska sjómenn. Þetta er
stórfurðuleg yfirlýsing frá
manni, sem nýverið hefur setið
samntngafund með aðilum frá
flestöllum sjómannasamtökum
frá Vestfjörðum. Þetta er
reyndar ekki eina atriðið, sem
virðist hafa hringsnúist I kollin-
um á þessum mæta manni og
viljum við því i allri vinsemd
leiðrétta hér og nú, að umrædd
deila stendur milli tJtvegs-
mannafélags Vestfjarða og Sjó-
mannasamtaka á Vestfjörðum
undir forystu Alþýöusambands
Vestfjaröa. Kristjáni var einnig
fullkunnugt um að kröfugerð
Bolvlkinga var að meginhluta
viðbót við kröfur S.l. og móta
þessi tvö sterkustu samtök sjó-
manna á Vestfjörðum kröfugerö
að venju.
Missagnir
og útúr-
snúningar
Greinarstúfur sá sem fyrr er
nefndur er svo morandi i mis-
sögnum, útúrsnúningum og
rangfærslum, þó ekki séu nefnd-
ar rökleysurnar, að við munum
að sinni ekki ræða hann i smá-
atriðum, en þó þykir okkur rétt
að nefna eitt atriði.
Ef sjóðamyndunin, sem tekin
er af fiskverði og kemur ekki til
skipta hefur ekki áhrif á skipta-
prósentu, hversvegna keyrði þá
allur fiskiskipaflotinn í höfn um
vorið 1976 og hversvegna gáfu
þá sjómenn eftir stóran hluta af
skiptaprósentu eftir að sjóða-
kerfiö hafði veriö skorið niður
að hluta?
Ætla
útvegsmenn
að semja með
milligöngu
fjölmiðla?
Kristján Ragnarsson hefur
kosið að reka þesSa deilu i fjöl-
miðlum en ekki i samningavið-
ræðum við sjómenn heima i
héraðisvo sem venja hefur ver-
ið til þessa. Kristján hefur vafa-
laust talið sig standa betur að
vigi en slorkarlar vestan af
fjöröum og gæti hann þvi leyft
sér allt óáreittur. Hvernig mál-
flutningur hans hefur verið frá
upphafi þessa máls og hvernig
hann hefur getað teymt mann
eins og Guömund Guðmunds-
son, sem viö álitum að meti
sóma sinn einhvers, vekur okk-
ur talsverða undrun.
Hvers vegna
ekki sann-
leikann?
Jafnvel frásögn af fundinum,
sem haldinn var undir hand-
Greinarhöfundur telur formann
LttJ fara með rangt mál.
Eru til stj örnuspeki-
legir tvíburar”?
Hefurðu nokkurn tima hug-
leitt, hvort vera kunni, aö þú
eigir „stjörnuspekilegan tvi-
bura”, einhvern, sem er af
sama kyni, fæddur sama dag og
á sama tima á svipuðum slóöum
og þú?
Kannski er einhver sá til, án
þess að þú vitir af þvi, sem
hefur átt svipaðan æviferil og
þú. Það er þetta, sem kallað er
að vera „stjörnuspekilegir tvi-
burar”.
Tveir Bandaríkjamenn.
Lynn Schoreder og Joseph F
Goodvage, hafa nýlega gefiö út
bók um þetta efni. Goodavage
hefur ey tt 17 árum i að rannsaka
þetta mál.
Svipaður æviferill
Stjörnuspekingar halda þvi
fram að staða piánetanna á
fæðingaraugnablikinu hafi af-
gerandi áhrif á æviferil manns-
ins. Ef tvær manneskjur fæðast
á sama tima á sama stað á jörð-
inni, ættu þær samkvæmt þess-
ari kenningu að eiga svipaðan
æviferil fyrir höndum.
Bókarhöfundarnir tveir hafa
safnað miklu magni af gögnum,
sem benda til, aö þetta fyrir-
bæri, „stjörnuspekilegir tvi-
burar”, sé I reyndinni til.
Hér verða nokkur dæmi
nefnd:
Don Champman og Don Braz-
ill fæddust á sömu minútunni
hvor i sinum nágrannabænum i
Kaliforniu 5. september 1933
Þeir áttu nánast eins ævi. Báðir
unnu svipaöa vinnu. Þeir festu
m.a.s. ást á stúlkum með sama
fornafnið, hvor i sfnum heima-
bæ.
Edna Osborne t.v. og Edna Hanna
t.h. eiga það m.a. sameiginlegt
að vera gift hvor sinum Harold.
Don og Don dóu á sama tima,
10. september 1956, þegar bilum
þeirra lenti saman i harkaleg-
um árekstri!
James Edward Taylor I
Brooklyn og James Edward
Taylor á Manhattan i New York
fæddustsama dag, 23. júli 1919, i
Virginiu og voru aöeinns 250 km
á milli fæöingastaöanna. Vegna
mistaka fengu þeir sama nafn-
númer. Báðir fluttust þeir siðar
til New York, þar sem þeir
gerðust opinberir starfsmenn.
Tvær konur, sem báöar báru
nafniö Júlia, fæddust i Portúgal
Ilokl9. aldar. Þær gengui sama
skóla. 1914 giftust þær báöar og
hétubáðir eiginmennimir Joaq-
uim. Báöar fluttust þær siðar til
Bandarikjanna og eignuðust
hvor sina dótturina. Dæturnar
hlutu báðar nafniö Celeste.
Siðar komu dætumar báðar til
með að búa i sama húsi. Báðar
Júliurnar dóu sama dag úr
hjartaslagi. Þær hvila i sama
kirkjugarði.
Umberto I Italiukonungur átti
lika „stjörnuspekilegan tvi-
bura,” sem þó var ekki konung-
ur. Hann hét Umberto Santini.
Báðir fæddust þeir i Torino á
sömu minútunni sama dag á ár-
inu 1844. Þeir voru eins likir út-
lits og tveir vatnsdropar.
Santini hóf rekstur veitinga-
húss sama dag og Umberto varð
konungur. Báðir giftust þeir
konum, sem báru nafnið Marg-
herita. Báðir eignuöust þeir
syni, sem skirðir voru Vittorio.
Báðir Umberto-arnir dóu af
byssuskotiásömuminútunni 29.
júli 1900 i Monza á Italiu. Kóng-
urinn var fórnarlamb banatil-
ræðis, en tvífari hans voöaskots.
Hvortþessi dæmi þykja sanna
endanlega tilvist þessa fyrir-
bæris, skal ósagt látiö, en
kannski vekja þau forvitni ein-
hver til að kanna, hvort vera
kunni, að hann eigi sér einhvern
„stjörnuspekilegan tvibura.”
leiðslu sáttasemjara, hafa þess-
ir menn báðir keppst viö að
rangtúlka og er vægt til oröa
tekið, varla eitt einasta orð satt
um tildrög, upphaf og endi
þessa fundar.
Hinneinfaldi sannleikur er sá,
að útgeröarmenn undir forystu
Kristjáns Ragnarssonar þver-
neituðu I upphafi og héldu þeirri
neitun til streitu til enda fundar-
ins að ræða i alvöru eitt einasta
atriöi af kröfugerð sjómanna.
Tillögu okkar um að leggja til
hliðar kröfu um skiptaprósentu
og frivaktavinnu á meðan væru
ræddar aörar mikilsverðar
kröfur, svo sem ákvæðisbeitn-
ing, samningar fyrir úthafs-
rækju (sem ekki eru til),
samning á skiptaprósentu á
linuveiðum sem kemur fram I
kröfugerö Bolvikinga o.fl., sem
bráðnauðsynlegt var að ná um
samkomulagi, var þverneitaö.
Um hvað er
er deilt?
Skiptaprósentan hefur ekki
verið aðaldeiluefnið I þessari
samningagerö. Strið okkar sjó-
manna hefur fyrst og fremst
staðið um aö fá útgerðarmenn
til þess að setjast að samninga-
boröi og ræða málin við okkur.
Allt þetta gaspur I fjölmiölum,
sem hleypt var af stokkunum af
Kristjáni Ragnarssyni hefur til
þessa þjónað þeim einum til-
gangi að hleypa illu blóöi I við-
semjendur.
Hvað vakti
fyrir Kristjáni
Hagnarssyni?
Það kom berlega I ljós, að fýr-
ir Kristjáni Ragnarssyni vakti
ekki að ná samkomulagi við
vestfirska sjómenn, heldur var
honum fyrst og fremst I mun að
koma i veg fyrir með öllum ráð-
um að vestfirskir útgerðarmenn
semdu við sina menn I friði og
spekt nú sem endranær.
Er aflahrota
forsenda fyrir
að neita
viðræðum?
Hin mikla aflahrota, sem ver-
ið hefur á Vestfjarðamiðum
undanfarna þrjá mánuöi hefur
óspart verið notuö sem vopn
gegn vestfirskum sjómönnum.
Þaö eru aflahrotur sem þessar
og vonin i mikinn afla sem gerir
þaö öðru fremur að íslenskir
sjómenn eru þeir hraðsæknustu
sem þekkjast, en aö góöur tima-
bundinn afli geri það að verkum
að viö leggjum niöur kröfugerð
og höldum áfram að róa án
nokkurra samninga er svo frá-
leitt að engu tali tekur.
Nú erþað svo, að flestöll laun-
þegasamtök I landinu hafa sagt
upp samningum. Ekkert þeirra
hefur enn farið af stað, ef svo
mætti orða það. Það er þvi sá
höfuöglæpur sem vestfirskir
sjómenn hafa framið, aö krefj-
ast samninga um kaup og kjör
ogbiða ekki rólegir eftir „start-
skoti” frá hinu alvisa sunn-
lenska yfirráði og er okkur ekki
grunlaust um að það tækifæri
sem bauðst Kristjáni Ragnars-
syni til þess að hrifsa til sin
sjálfræði vestfirskra útgeröar-
manna hafi hann ekki talið sig
geta látiö ónotað.
Að lokum
þetta...
Nú róa allir Islenskir sjómenn
á lausum samningum, og er það
ekki i fyrsta sinn. Nú róa allir
islenskir sjómenn á óákveðið
fiskverð og er það ekki Lfyrsta
sinn. Skyldi nokkur stétt á Is-
landi hafa sýnt annað eins lang-
lundargeð og sjómennsýna nú,
svo sem oft áöur? OKKUR ER
SPURN?
Mikið er nú talaö og skrifað
um Höföabakkabrúna. Virðast
skoðanir manna það skiptar um
hana, að fundir eru haldnir,
mótmæii samþykkt og sumir
telja nauösyn að stofna sérstök
samtök gegn henni og tala um
Torfusamtökin sem fyrirmynd i
þvi efni, en þau samtök eru að
minu mati einhver þau
heimskulegustu og málefna-
snauðustu samtök sem ég þekki.
Eitt þýðingarmikið atriði er
ekki nefnt i sambandi viö smiöi
á umræddri brú yfir Elliðaám-
ar. Er hér um að ræöa þann þátt
sem snýr að almannavömum.
Almannavarnir hafa ekki farið
dult meö, að sveitirnar austan
og norðan Elliðaárinnar séu sá
griöastaöur sem fólk I þéttbýl-
inu áReykjanesskaganum veröi
að flýja til ef að höndum beri
náttúruhamfarir eða styrjald-
arátök á Reykjanésskaganum.
A Reykjanesskaganum býr nú
rúmlega 60% af ibúum þjóöar-
innar. Ef nefnd hætta ber aö
höndum, og ekki auðiö að leita i
suðurátt af ■ svæöinu, verbur
Stefán Jónsson
framkvæmdastjóri
Hvað segjaAlmanna-
varnir rikisins um
Höfðabakkabrúna?
nefndur .meirihluti þjóðarinnar
að berjast um eina brú til að
komast á skömmum tima af
svæðinu. Það hlýtur þvi að til-
heyra hiutverki Slniahnavarna
aðsegja sittálit á þvi hve marg-
ar brýrvantará Eiliðaárnar af
þessari ástæðu. Einnig hvort
ekki þarf til viðbótar brúarlausa
vegi yfir árnar ef ein, tvær eða
þrjár brýr bila eða eru
skemmdar til umferöar af
framangreindum ástæðum. Hér
tel ég þvl um stórt mál aö ræðaJ,
sem engar breytingarhugmynd-
ir um hæð húsa á landi Reykja-
vikur uppi Mosfellssveit geta
breytt.
Um leiö og ég sem kjósandi
þakka þeim meirihluta i borg-
arstjórn Reykjavíkur stuöning
og ákvörðun um byggingu
Höfðabakkabrúarinnar, krefst
ég þess, sem borgari i Reykja-
vik, að Almannavarnir segi sitt
álit á þvi, hvort ein brú yfir
Elliðaárnar sé nægjanleg ef
hættu ber að vegna fyrirvaralit-
illa náttúruhamfara eða styrj-
aldarátaka.