Tíminn - 27.03.1980, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 27. mars 1980
V.
tltgefandi Framsóknarfloltkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðu^
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasöiu kr. 230.- Áskriftargjald kr.
4.500 á mánuöi. Blaöaprent.;
Kjðlfestan
Það hefur sist vantað á nokkrum siðustu árum að
ýmislegt óvænt hefur átt sér stað i islenskum
stjórnmálum. Ef litið er um öxl til umliðinna fimm
ára verður liklega að telja að þau séu einhver um-
brotamesti timi i stjórnmálasögu lýðveldisins, og
bendir fátt til þess að þeim umbrotum sé að fullu
lokið enn.
Á þessum árum hafa úfar risið óvenjulega hátt i
pólitiskum deilum og skærum. Gengi stjórnmála-
flokka og leiðtoga hefur breytst stórlega á stuttum
tima, einum hossað nú og hann lægður þá, sveiflan
gengið i þessa átt nú og hina þá.
Seint verður sagt að ólguna hafi lægt á siðustu
mánuðum, en enn sem komið er fer þvi fjarri að
menn geti áttað sig á þvi hvert stefnir um flokka-
skiptingu og valdahlutföll á sviði stjórnmálanna.
Þessari óvissu, sem upp hefur komið siðan sl.
haust, lýkur tæplega alveg á næstunni. Hún ein-
kennist af þvi annars vegar, að hraðri fylgisaukn-
ingu og vinsældum Alþýðuflokksins er lokið. Al-
þýðuflokkurinn stendur frammi fyrir þeirri stað-
reynd að hafa sjálfur fyrirgert með öllu þeim miklu
tækifærum sem kjósendur höfðu gefið honum.
Flokkurinn virðist staddur i miklum innri vanda, og
er svo að sjá sem hver höndin sé uppi á móti annarri
innan flokksins.
Sem stendur er ókleift að ráða i það hvert Alþýðu-
flokksmenn kunna að stefna, — ef þeir þá hafa
nokkra minnstu hugmynd um það sjálfir. Þessu til
viðbótar kemur sá vandi flokksins, að kjósendur
taka ekki lengur mark á honum, eftir það sem á
undan er gengið.
Hins vegar einkennist óvissanútaf þvi sem er að
gerast og gerjast innan Sjálfstæðisflokksins. A-
lengdar verður þeirri spurningu ekki svarað á þessu
stigi hvort Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokkur nú
eða tveir, eða einhver nýstárleg blanda af hvoru
tveggja, — sem ómögulegt er að ráða fyllilega i. Svo
mikið er vist, að óvild og fjandskap i islenskum
stjórnmálum er um þessar mundir um fram allt að
finna inni i röðum Sjálfstæðismanna.
Þeir sem muna átökin innan Alþýðubandalagsins
fyrir rúmum áratug eru á einu máli um að fjand-
skapurinn i Sjálfstæðisflokknum nú sé miklu illvig-
ari, persónulegari og hatrammari.
Meðan á þessu gengur bendir sumt til þess að Al-
þýðubandalagið standi á þeim timamótum að for-
ystumenn þess, sumir a.m.k., hafi fullan hug á þvi
að taka á sig ábyrgð á raunhæfri efnahagsmála-
stefnu og aðhaldssamri, — ef ekki ihaldssamri —,
fjármálapólitik. Arangurinn af starfi núverandi
rikisstjórnar veltur algerlega á þvi hvernig til tekst
um þennan nýja og vissulega timabæra ásetning Al-
þýðubandalagsmanna.
En þvi miður fylgir náttúrlega sá böggull
skammrifi, að friðarhorfumar innan Alþýðubanda-
lagsins glæðast ekki að sama skapi nema siður sé.
í landinu er nú aðeins einn umbótasinnaður og
þjóðlegur stjómmálaflokkur sem er samstæður og
starfshæfur. Aðeins einn stjórnmálaflokkur lands-
manna starfar ekki við neina óvissu um starfsháttu
eða stefnu. Aðeins einn flokkur vekur ekki óvissu
eða efasemdir i hugum almennings.
Þessi flokkur er Framsóknarflokkurinn, kjölfest-
an i islenskum þjóðmálum.
JS
gímitm
Kjartan Jónasson:
Erlent yfirlit
Leiötogaskiptl í vændum í Kína
Deng er með stórgóða Jléttu” i smlðum
Nýlega var hér greint frá
nokkurri stefnubreytingu hjá
hinum valdamikla leiötoga Kin-.
verja Deng Xiaoping, er hann á
aðalfundi miðstjórnar
Kommúnistaflokksins stóð að
brottvikningu nokkurra Maó-
sinna, auk þess sem herferð var
hafin gegn þeim annars vegar'
og andófsmönnum hins vegar
úti I þjóðfélaginu til að ryðja
brautina iðnbyltingarfyrir-'
ætlunum Deng og hans fylgis-
manna i Kina.
Og Deng kemur enn á óvart og
má segja aö ýmislegt það hafi
orðið uppvist siðústu daga sem
skýrir enn frekar hvaö fyrir
honum vakir og að hvað sem umj
hann megi segja sé hann þó'
heilsteyptur I kenningum sinum:
og framkvæmd þeirra. Náinn
samstarfsmaður hans, Hu Yao-
bang, aðalritara kommúnista
flokksins I kina, en þá stööu
fékk hann er losnaðium kunnan
Maóista á áöurnefndum fundi
miðstjórnarinnar, hefur látið
hafa eftir sér að Deng hyggist i
sumar segja af sér stöðu að-
stoðarforsætisráðherra i Kina.
Ekki eru nema nokkrar vikur
siöan Deng sagöi af sér hárri
stöðu I stjórn kínverska hersins.
Hins vegar hefur ekkert^verið
sagt um að hann muni láta af
stöðu aðstoðarformanns kin-
verska kommúnistaflokksins.
Deng er nú 76 ára gamall og
það þætti hár aldur þjóðarleið-
toga á Vesturlöndum. I
kommúnistarikjum þykir það
aftur á móti sögulegra að menn
láti af forráðum fyrir aldurs
sakir og það sjálfviljugir. En
þessi yfirlýsing skjólstæðings
Deng kemur þó vel heim viö
mörg ummæli Deng á siðustu
mánuðum um að hann væri að
verða gamall og tlmi til kominn
að draga sig I hlé.
Enginn skyldi þó ætla að Deng
sé orðinn leiður á lífinu eða
völdunum. Enginn vafi leikur á
þvi að hann er að tefla með klók
indum til vinnings. Það sem
vakir fyrir honum er aö nota
áhrif sin og völd I dag til þess að
tryggja að þeir sem við taki
verði menn að hans skapi. Full-
vlst má og telja, að hann getur I
skjóli einnar stöðu I stað þriggja
ráðið því sem hann vill ráða og
til þess er leikurinn og vafalaust
gerður að koma Hua Guofeng
forsætisráðherra og formanni
kommúnistaflokksins frá völd-
um með góðu. Með þvi einfald-
lega að gefa honum gott for-
dæmi til að fylgja.
Um leið og Deng lætur af
stööu varaforsætisráðherra er
þjóðþing landsins kemur saman
í ágúst eða september, má fast-
lega búast viö fleiri breytingum
á yfirsátaröðinni i Kina. Tveir
jafnaldrar Deng, báðir að-
Zhao forsætisráðherra?
Hu að tveir aðrir aðstoöarfor-
sætisráðherrar sem fallið hafa i
ónáö hjá Deng muni láta af
störfum við sama tækifæri, en
þeir duttu út úr æðstu stjórn
flokksins á miðstjórnarfundin-
Deng að hætta?
stoðarforsætisráðherrar munu
láta af völdum. Þá er haft eftir
um tittnefnda I siðasta mánuði.
Nýlega hefur og borist til
Vesturlanda afrit af nýársræðu
Deng, þar sem hann fjallar um
markmið og framkvæmdir i
framtiöinni. Er þar margt i
þeim anda sem hér hefur áður
verið greint frá, svo sem um
aukinn flokksaga og aðgeröir
gegn andófsmönnum, þ.e. nýja
kórrétta linu eins og það var
nefnt.
En það sem áérstaklega vekur
athygli I þessari ræðu er sú
Hu formaður komm únista flokksins?
áhersla sem Deng leggur á að
yngri mönnum verði falin meírí
völd og þeir verði unnir til fylgis
við sósfalismann i stað þess að
þeir firrist valdakerfið sem of
mikið beri á. Ennig ræðst hann
gegn eldri valdamönnum sem
skorti alla nauðsynlega þekk-
ingu og hafi jafnvel gengið til
liðs við flokkinn á sinum tfma til
þess eins aö verða fremstir og
njóta forréttinda.
Niðurstaða hans var nauðsyn
á hreinsun I flokknum til að aga
flokksmenn og losna við spill-
ingaráhrif. Ennfremur að fjölga
ungum mönnum i röðum hans
og treysta þeim fyrir verkum að
vinna. „Sumir gamlir flokks-
félagar telja alltaf að hinir
yngri séu síðri okkur hinum
eldri”, sagði Deng meðal ann-
ars og bætti við: „...en ég spyr,
hversu gamlir vorum viö þegar
viö unnum okkar bestu verk?”
Þegar brotunum er raöað
saman fer varla á milli mála, að
Deng sem stöðugt talar um árið
2000 og umbylt Kina um það
leyti, er það vel ljóst að hann
verður ekki i tölu lifenda til þess
að sjá vel fyrir málum fram að
þeim tima. Honum er umhugað
um að áform hans um uppbygg-
ingu Kina nái fram að ganga.
Hann vill ekki að sagan endur-
taki sig er gamlaður leiðtogi
missti nær ósjálfrátt völdin I
hendur valdakliku sér nærri eða
að fráfall leiðtoga þýði fullkom-
in umskipti fyrir þjóðfélagið i
heild, umbrot og óáran. Það
sem Dan ætlar sér er að nota
völdin til að tryggja að á eftir
sér komi ungir menn og frfskir
og hollir hugsjónum hans. Aö
, þessu vinnur hann nú af fullum
krafti og skyldi engan undra þó
mikið verði um „mannfall” i
haust.Mjög lfklegt ert.d, aö Hua
Guofeng veröi að minnsta kosti
að fórna annarri af tveimur
stöðum sfnum, formennskunni
eða forsætisráðherraembætt-
inu.
Þó ekkert verði um það fullyrt
má og þó telja nokkuð vist
hverjir eftirmenn þeirra Deng
og Guofeng i mestu valda-
stöðunum verða, nefnilega hinir
sömu og kosnir voru aö tilstuðl-
an Deng í Politóbúróið fyrir
skömmu, Hu Yaobang og Zhao
Ziyang. Ollu liklegri er Zhao,
sem getið hefur sér mjög gott
orð sem flokksleiðtogi i Sichuan
f seinni tiö, en hann hefur staðið
þar að mikilli uppbyggingu.
Hann er i miklu áliti hjá Deng,
en báðir féllu þeir i fullkomna
ónáð I menningarbyltingunni.
Sfðustu fréttir frá Kina herma
og aö Zhao hafi verið kallaður tii
Peking og annar maður gegni
nú störfum hans í Sichuan. Er
fátt jafnliklegt og að hann búi
sig nú undir að taka við starfi
varaforsætisráðherra ef ekki
embætti forsætisráðherra af
Hua Guofeng. Allavega verður
athyglisvert að fylgjast meö
þróun mála i Kina á þessu ári.