Tíminn - 28.03.1980, Síða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Enn vantar milljarð í Geðdeildina
HEI — „Meö þessari 200 milljón
kr. hækkun er lagt til aö fjár-
veiting til Geödeildarbygg-
ingarinnar hækki úr 70 millj. I
250 millj. kr. í ár og auk þess aö
100 millj. kr. fari til hönnunar á
svokallaöri byggingu-K, þar
sem aöstaöa á aö veröa fyrir
krabbameinssjúklinga og
skuröstofur Landspitalans”.
Þetta voru orö Davlðs
Gunnarssonar aöst. forstöðu-
manns Skrifstofu rikisspital-
anna, er Timinn spurði til hvers
ætti að verja þeirri 250 millj. kr.
aukafjárveitingu sem fjárhags-
nefnd hefur gert tillögu um, um-
fram það er áætlaö var i fjár-
lagafrumvarpi.
Davið var þó ekki of hress
meö þessar 250 millj. til Geð-
deildarinnar, þar sem ennþá
vantaði um einn milljarð til þess 1
að ljúka byggingunni. Reiknað
væri með, að taugalækninga-
deildin flytti i þessa nýju bygg-
ingu, sem aftur mundi leysa
mikið af húsnæðisþrengslum á
Landspitalanum sjálfum. Það
hefði þvi verið býsna þægilegt
að fá hressilega fjárveitingu til
Geðdeildarinnar, þannig að
hægt hefði verið að ljúka við
hana á næstu tveim árum.
Um byggingu K sagöi Davið,
aö fyrir þessar 100 millj. sem
gert væri ráð fyrir, væri hægt að
hefja hönnun á þessu ári, enda
kannski lltið meira gert I ár. En
þetta væri sú bygging sem efst
hefði verið á blaði á eftir Geð-
deildinni enda samdóma álit
allra, aö ef ekki fengjust nýjar
skuröstofur viö Landspltalann
og aukin rannsóknaraðstaða, þá
mætti allt eins fara að huga að
þvi að loka spltalanum.
aígreidd
til þriðju
umræðu
JSG — Fjárlagafrumvarp fyrir
áriö 1980 var afgreitt til þriöju
umræöu frá Alþingi I gær. Til-
lögur meirihluta fjárveitinga-
nefndar um breytingar á frum-
varpinu voru samþykktar viö at-
kvæöagreiöslu I gær, en tillögur
frá stjórnarandstööuþingmönn-
um voru feildar.
Meðal þeirra tillagna sem voru
felldar, var tillaga frá Eiði
Guðnasyni um 7 milljarða króna
lækkun tekjuskatts, og um niður-
skurð framlaga til jarðræktar,
framræslu og greiðslu útflutn-
ingsuppbóta á landbúnaáðar-
vörur. Þá voru felldar nokkrar
tillögur frá þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins um hækkun á
framlagi til vegamála.
Einnig voru tvær tillögur
stjórnarandstööu um stóran
niðurskurð á framlögum til Lána-
sjóðs námsmanna felldar.
Flestar þær breytingar sem
geröar voru á fjárlagafrumvarp-
inu I gær, voru samþykktar með
atkvæðum stjórnarliða, og at-
kvæðum alþýðuflokksmanna.
Þingmenn Alþýöuflokksins stóöu
þó ekki að samþykkt frumvarps-
ins I heild, þar sem nokkrar sér-
tillögur þeirra voru felldar, eins
og áður er getið. Vilmundur
Gylfason lét þess getið við at-
kvæöagreiðsluna, að Alþýðu-
flokkurinn hagaöi sér á svo
ábyrgan hátt I stjórnarandstöð-
unni að þess væru engin dæmi
áöur!
Nánar er getið um fjárlagaaf-
greiðsluna á bls.^2 og 3.
Þessi fallegu tré uröu eldinum meira og minna aö bráö er kveikt var I sinu viö Blómaskáiann i gær. — Tímamynd Tryggvi.
Lá við að kviknaði í Blómaskálanum
JSS — Þaö lá viö aö illa færi I
gær, þegar krakkar kveiktu i
sinu viö Blómaskálann f Kópa-
vogi. Eldurinn magnaöist fljótt,
enda jöröin þurr og læsti sig i
myndarleg grenitré sem eru
þarna i nágrenninu.
Slökkvilið var kvatt á staðinn
og tókst að slökkva eldinn innan
skamms. Munaði litlu að hann
kæmist I Blómaskálann en
slökkviliðsmönnum tókst að
koma i veg fyrir það. Tals-
verðar skemmdir urðu á trjá-
gróðri, og voru sum trén, sem
urðu logunum að bráö komin vel
til ára sinna.
Þá var kveikt i sinu á öðrum
stöðum t.d. við Digranesskóla i
Kópavogi, en lögreglunni tókst
að slökkva þar áöur en eldurinn
breiddist út.
I Reykjavik var talsvert um
ikveikjur I gær og var slökkvi-
liðið kvatt að Holtagörðum,
Oskjuhliöinni o.fl. stöðum, þar
sem eldur logaði i sinu.
Ekkert fiskverð ennþá:
„Ástandið er óþolandi”
segir Óskar Vigfússon
Sjávarútvegsráðherra:
Stefnt að ákvörðun fiskverðs
um helgi
HEI — „Þaö er stefnt aö því aö
reyna aö afgreiöa fiskveröiö
nú um helgina” svaraöi Stein-
grimur Hermannsson I gær.
Veriö væri aö leita allra leiöa
til aö ná samstööu um
ákvöröun.
Steingrimur sagðist hafa
lagt fram tillögur um ýmsa
smærri hluti sem hægt væri að
lagfæra fyrir fiskvinnsluna og
yfirlit yfir heildarstööuna, á
rikisstjórnarfundi I gær.
Nefndi hann að t.d. væri ennþá
lagt sölugjald á ýmsa fjárfest-
ingarvörur, sem næmi um 300
millj. Uppsafnaður sölu-
skattur af fiskvinnslunni næmi
nú um 3,8 milljörðum, sem
hann heföi þó ekki lagt til að
rikissjóður tæki á sig, þar sem
hann væri ekki fær um það.
Hinsvegar sýndi þetta nauö-
syn þess að breyta yfir I
virðisaukaskatt. Einnig nefndi
hann að stimpilgjöld hefðu
verið hækkuö, bæði með lög-
um, ofan i gefin loforð, og
einnig i framkvæmd í bönkun-
um, þar sem þau væri sifellt
endurtekin á sömu lánunum.
Þessu lagði hann til að breytt
væri I fyrra horf. Einnig áleit
Steingrimur aö lækka mætti
nokkuð vexti Fiskveiðasjóös,
a.m.k. um 1%. Fjármagnið
kæmi að verulegu leyti úr lif-
eyrissjóðunum I gegn um
Framkvæmdasjóð, sem tekur
1% fyrir sinn snúð.
Þá sagðist Steingrimur telja
ákaflega nauðsynlegt, aö
skuldbreyting verði að veru-
legu leyti á lausaskuldum
fiskvinnslunnar, enda teldi
hann þaö ekki óeðlilegt. Það
væri forsenda fyrir átaki i
framleiðnimálum, aö frysti-
húsin kæmust út úr vanskilum
sinum.
Allt væru þetta hlutir sem
vægju nokkuð, sagði Stein-
grimur, en þó að hans mati
langt frá því að þeir nægðu til
að koma fiskvinnslunni á rétta
kjöl.
HEI — „Ráöstefnan lýsir hverja
þá ákvöröun, sem ekki tryggir
sjómönnum réttmæta hækkun
fiskverös lögleysu” segir I
ályktun stjórnarformanna sam-
bandsfélaga Sjómannasambands
tslands og Farmanna og fiski-
mannasambandsins frá I fyrra-
dag.
Jafnframt var samþykkt aö
veröi slik ákvörðun tekin einhliöa
af oddamanni yfirnefndar verö-
lagsráðs, legöi fundurinn til við
fulltrúa sjómanna I Verðlagsráöi,
að þeir taki ekki frekari þátt I
störfum þess. Og færi svo, yrði
þegar boðað til annarrar ráð-
stefnu stjórna FFSI og SSI, þar
sem frekari aögerðir verði
ræddar.
Spurður hvort farið væri aö
ræða um stöövun fiskveiöiflotans,
svaraði Öskar Vigfússon, aö
menn tryðu þvi ekki fyrr en á
reyndi, að nokkur rikisstjórn láti
það viðgangast að fulltrúar I
Verölagsráði sjávarútvegsins
hverfi þaöan á braut. En hann
ætlaöi hinsvegar engum manni
það, að ekki verði urgur I herbúð-
um sjómanna ef þeir þyrftu aö
horfa upp á það, að þeir hafi verið
á sjó heilan mánuð á fölskum for-
sendum.
Þetta ástand væri óþolandi.
Þótt gera eigi tilraun til aö koma I
veg fyrir aukna verðbólgu á Is-
landi, sem allir hlytu að æskja, þá
yrði að taka I hjóliö á réttum staö
og tima, þannig að veröbótatít-
reikningur á laun sjómanna verði
ekki á annan hátt en annarra
launþega I landinu. Þeir einir
heföu verið skildir eftir 1. mars
s.l. En eftir sömu hækkun til sjó-
manna og annarra mætti segja að
hringnum væri lokað, þar til 1.
júni, að hann opnaðist aftur.
Sæju stjórnvöld engan veg til að
sjómenn fengju þessa hækkun nú,
sagðist óskar vilja spyrja hvað
skeði þá 1. júni og 1. spet. n.k.
Óskar sagðist ekki meta það
svo, aö sjómenn væru að fara
fram á neina gengisfellingu. Að
hans áliti væru ýmsar hliðarráö-
stafanir tiltækar til aö koma í veg
fyrir slíkt. Frystiiðnaðurinn
þyrfti nú að bera ýmsa
kostnaöarþætti, sem beinlinis
væru til komnir vegna rikis-
afskipta, svo sem hina gífurlegu
vaxtabyrði. Þegar vextir væru nú
orðnir allt að 3/4 af launakostnaöi
fyrirtækja, taldi hann að það
mætti nú kikja á þá hlið ásamt
fleirum.