Tíminn - 28.03.1980, Síða 10

Tíminn - 28.03.1980, Síða 10
 14 ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR Föstudagur 28. mars 1980 Sigurviss V-Þjóðverji veðjar 6 milljónum á Groswallstadt... Ætlar að vinna kauplaust í eitt ár... Eins og alltaf, þegar þýðingarmiklir leikir eru leiknir- úrslitaleikir í Evrópukeppni, þá fara menn að veðja um úrslit. Tíminn hefur frétt frá einu slíku og er þar um að ræða stórar peningaupp- hæðir. V-Þjóðverji einn, sem er bú- settur i Reykjavik, er öruggur um sigur Groswallstadt gegn Val, þvi að hann er búinn að veðja við vinnuveitanda sinn — ætlar aö vinna i eitt ár án launa hjá honum, ef Valsmenn ná að sigra. Vinnuveitandinn hefur nú heitiö á Valsmenn góðri peningaupphæð ef þeir vinna, þvi að hann sér fram á að hann geti haft góöan starfskraft — launalausan, næsta áriö. Ef við reiknum með að V- Þjóöverjinn sé með um 500 þús. kr. á mánuði i laun, þá eru þetta HJONARUM Næstu daga bjóðum við alveg einstök greiðslukjör 100.000.- króna útborgun og 80.000.- krónur á mánuði duga til að kaupa hvaða rúmasett sem er i verslun okkar. Um það bil 50 mismunandi rúmategundir eru á boðstólum hjá okkur. Littu inn,það borgar sig. Ársa/ir i Sýningarhö/linni Bíldshöfða 20, Ártúnshöfða. Símar: 91-81199 og 91-81410. V.VAV.VV.VVV.^V.V.VV/.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V^, RAFSTÖÐVAR S allar stæröir • grunnafl • varaafl • flytjanlegar • verktakastöðvar %lo»alani Garðastræti 6 í .V.W.WWAVT.VW^W Símar 1-54-01 & 1-63-41 W J.R.J. Bifreiðasmiðjan hf. .- Varmahlið, Skagafirði. 4 Simi 95-6119. Bifreiðaréttingar (stór tjón — lftil tjón) — Yfirbyggingar á jeppa og ailt að 32ja manna bfla — Bifreiðamálun og skreytingar (Föst verötilboð) — Bifrelöaklæðningar — Skerum öryggisgler. Viö erum eitt af sérhæföum verk- stæöum f boddýviögeröum á Noröurlandl. Skiltagerðin ^ AS auglýsir j last og álskilti i mörgum gerðum og lit- W. tn fyrir heimili og stofnanir. Plötur á Æ rafreiti i mörgum stærðum, einnig nafn- »lur i mörgum litum fyrir starfsfólk Æ úkrahúsa og annarra stofnana, svo og pplýsingatöflur með lausum stöfum. m endum i póstkröfu. Skiltagerðin ÁS J Skólavöröustíg 18, sfmi 12779. - ef Groswallstadt tapar fyrir Val i Munchen veðmál upp á 6 milljónir kr. Þá má geta þess að V-Þjóðverjinn hefur einnig veöjað minni pen- ingaupphæöum við starfsfélaga sina. Þetta er aðeins smá sýnishorn af þvi hvernig V-Þjóðverjar hugsa þessa dagana og það er kannski skiljanlegt, þvi að Groswallstadt er með frábært handknattleiksliö — núverandi Evrópumeistarar — og liðið hefur ekki tapað leik á heima- velli í 4 ár, eða 50 leikjum i röð. —SOS Í#J Wm. HILMAR BJÖRNSSON... þjáifari Vals: — „Auövitað er maður alltaf hræddur viö stóran skell”. (Timamynd Tryggvi) 4 Leíka Valsmenn... ..Indíánavöm” gegn Groswallstadt?... — Eftir aö strákarnir hafa séð leik meö Groswallstadt á myndsegulbandi tvisvar sinn- um, þá hefur runniö upp fyrir þeim, að leikmenn Groswall- stadt eru engin ofurmenni, sagði Hilmar Björnsson, þjálf- ari Valsmanna. — V-Þjöðverj- arnir eru stórir og harðir fyrir, en ég tel þá ekki eins hættulega og leikmenn spánska liðsins Atletico Madrid, sem leika mun skemmtilegri og hættulegri handknattleik, sagði Hilmar. Hilmar sagði að ef allt gengi upp, góð markvarsla, varnar- leikur og skynsamlegur sóknar- leikur, þá gæti allt skeö. — Við erum komnir hingað til Munch- en til aö vinna sigur, og ég er viss um, að strákarnir leggja hart aö sér til aö vinna sigur. — Þeir koma alveg tviefldir til leiks. — Ertu ekki hræddur viö stóran skell? — Ég geri mér fyllilega grein fyrir þvi, aö V-Þjóðverjarnir veröa erfiöir hér, en persónu- lega leggst leikurinn ekki illa i mig. Auðvitað er maöur alltaf hræddur við stóra skelli, en viö mætum til leiks með þvi hugar- fari að vinna sigur, en ekki að- eins aðtapa með sem minnstúm mun. — Nú leika leikmenn Gros- wallstadt mjög fjölbreyttan sóknarleik — hvernig vörn ætlar þú aðlátaþfna mennleika gegn j>eim? — Ég er dcki enn búinn að gera það upp við mig — ég mun velja liö mitt með þvi hugarfari, hvernig ég ætla aö látastrákana leika i vörn. Það eru þrir mögu- leikar sem koma til greina: 0 1. — Taka á móti V-Þjóöverj- unum framarlega og koma þannig i veg fyrir að þeir nái að skjóta iangskotum. # 2. — Að leika flata vörn — 6:0, og verjast þannig skot- um þeirra. Þaö er vörn sem við höfum oftast leikiö og er okkar sterkasta vörn. # 3. — Að leika með einn leik- mann framar, svo kallað 5:1 vörn, eða „Indiánavörn”. Með þvikæmum viö til með að loka miðjumann þeirra af. Það eru þessir þrir möguleik- ar sem koma til greina, sagði Hilmar. —SOS Verður Olafur Ben. settur í uppvaskið? — á Tourotel Hotel I Miinchen Ólafur Benediktsson. Fyrir Evrópuleik Valsmanna gegn Atletico Madrid í Laugar- dalshöllinni, tok ólafur Bene- diktsson landsliösmarkvörður ekk'i þátt I lokaundirbúningnum fyrir leikinn. — Hann fékk leyfi til að vera heima hjá sér, þar sem hann þreif Ibúð sina hátt og lágt — og geröi hann það til að dreifa huganum frá ieiknum. Félagar hans i Val ræddu um það i gær á Tuourotel Hotel f Munchen, þar sem þeir búa, hvort að það væri ekki rétt að setja ólaf i uppvaskið i eldhúsi hótelsins, eða jafnvel að láta hann taka til á herbergjum hótelsins á morgun —fyrir leik- inn gegn Groswallstadt. —SOS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.